Fréttir

Lokahóf 2.flokks: Aci bestur og Gauti efnilegastur (myndir)

Mikið var um dýrðir í KA-heimilinu síðastliðinn laugardag en þar hélt 2.flokkur sitt lokahóf með veglegri grillveislu og skemmtiatriðum einnig voru veitt alls kyns verðlaun fyrir sumarið.

Darren Lough áfram í herbúðum KA

KA hefur gert nýjan samning út næsta keppnistímabil við enska bakvörðinn Darren Lough, en hann spilaði með KA á liðnu sumri og var einn af sterkari mönnum liðsins.

Getraunastarf KA - nýr hópleikur!

Gríðarlega lærdómsríkt tímabil

Fyrirliði 2.flokks, Aksentije Milisic, tyllti sér fyrir framan tölvunna og fór ítarlega í tímabilið hjá 2.flokki í sumar Tímabilið hjá okkur í 2.flokknum var virkilega skemmtilegt og áhugavert en að lokum enduðum við í 7.sæti í 10 liða deild. Margt spilað inn í hjá okkur í sumar en oftar en ekki urðu lykilmenn meiddir en við áttum í miklum vandræðum með markmenn í sumar og voru allt að 4 markmenn í búrinu hjá okkur.

KA-MENN NÆR OG FJÆR!

Getraunastarf knattspyrnudeildar KA fer senn að hefjast. Fyrirkomulagið verður með talsvert breyttu sniði sem gerir fleirum kleift að vera með. Hópleikir tímabilsins verða tveir að þessu sinni, einn fyrir áramót og annar eftir áramót. Síðustu ár hafa vinningarnir verið einkar glæsilegir og það verður engin breyting þar á.

Knattspyrnudeild semur við Gauta Gautason

Undirritaður hefur verið samningur knattspyrnudeildar og miðvarðarins Gauta Gautasonar sem er uppalinn KA-strákur og hefur unnið sér sæti í U-17 landsliði Íslands. Samningurinn er til ársloka 2014.

Lára og Helena valdar í U-19 landsliðshópinn fyrir undankeppni EM

KA-stelpurnar Lára Einarsdóttir og Helena Jónsdóttir hafa verið valdar í U-19 landsliðshópinn, sem mun spila í undankeppni Evrópumótsins í Danmörku dagana 20.-25. október nk. Ísland mætir Slóvakíu í fyrsta leik 20. október, Moldavíu 22. október og lokaleikurinn verður við Danmörku 25. október.

Hallgrímur Mar í liði ársins

Hallgrímur Mar Steingrímsson er í liði ársins í 1. deildinni, að loknu nýafstöðnu keppnistímabili, að mati fótboltavefsíðunnar Fotbolti.net. Lið ársins var kunngjört í hófi í gærkvöld.

U-17 landsliðið komst ekki í milliriðil

U-17 landslið karla í knattspyrnu lenti í 3. sæti í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á Möltu, sem lauk í gær. Liðið spilaði þrjá leiki - gegn Portúgal, Noregi og Möltu - tapaði leikjunum gegn Portúgal og Noregi en hafði sigur á Möltu. Fulltrúi KA í liðinu, miðvörðurinn Gauti Gautason var í byrjunarliðinu í öllum leikjunum og spilaði leikina til enda og stóð sig að sjálfsögðu mjög vel, samkvæmt okkar upplýsingum.

Bjarni Jóhannsson ráðinn þjálfari mfl. KA í knattspyrnu

Bjarni Jóhannsson er næsti þjálfari meistaraflokks KA í knattspyrnu. Bjarni og Gunnar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar KA, skrifuðu undir samning þess efnis í KA-heimilinu síðdegis í dag og er samningurinn til þriggja ára.