08.10.2012
Undirritaður hefur verið samningur knattspyrnudeildar og miðvarðarins Gauta Gautasonar sem er uppalinn KA-strákur og hefur unnið sér sæti í U-17
landsliði Íslands. Samningurinn er til ársloka 2014.
08.10.2012
KA-stelpurnar Lára Einarsdóttir og Helena Jónsdóttir hafa verið valdar í U-19 landsliðshópinn, sem mun spila í undankeppni
Evrópumótsins í Danmörku dagana 20.-25. október nk. Ísland mætir Slóvakíu í fyrsta leik 20. október, Moldavíu 22.
október og lokaleikurinn verður við Danmörku 25. október.
06.10.2012
Hallgrímur Mar Steingrímsson er í liði ársins í 1. deildinni, að loknu nýafstöðnu keppnistímabili, að mati
fótboltavefsíðunnar Fotbolti.net. Lið ársins var kunngjört í hófi í gærkvöld.
05.10.2012
U-17 landslið karla í knattspyrnu lenti í 3. sæti í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á Möltu, sem lauk í gær.
Liðið spilaði þrjá leiki - gegn Portúgal, Noregi og Möltu - tapaði leikjunum gegn Portúgal og Noregi en hafði sigur á Möltu.
Fulltrúi KA í liðinu, miðvörðurinn Gauti Gautason var í byrjunarliðinu í öllum leikjunum og spilaði leikina til enda og stóð sig
að sjálfsögðu mjög vel, samkvæmt okkar upplýsingum.
04.10.2012
Bjarni Jóhannsson er næsti þjálfari meistaraflokks KA í knattspyrnu. Bjarni og Gunnar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar KA, skrifuðu undir
samning þess efnis í KA-heimilinu síðdegis í dag og er samningurinn til þriggja ára.
04.10.2012
Hallgrímur Mar Steingrímsson, kantmaðurinn knái í KA-liðinu, framlengdi samning sinn við KA í dag og er nú samningsbundinn félaginu
næstu tvö keppnistímabil.
04.10.2012
Nýr þjálfari KA í knattspyrnu verður kynntur til sögunar í KA heimilinu í dag (fimmtudag) kl 17:15, í leiðinni mun einn okkar allra
efnilegasti leikmaður skrifa undir nýjan samning. ALLIR KA menn og konur eru hjartanlega velkomin í KA-Heimilið í dag og bera nýjan þjálfara augum,
boðið verður uppá kaffi og jafnvel með því! Mætum KA fólk!
27.09.2012
Gunnlaugur Jónsson lét af störfum sem þjálfari KA á lokahófi kanttspyrnudeildar um
síðustu helgi en hann hafði stýrt liðinu í 2 ár og var á réttri braut með liðið en fjölskylduaðstæður urðu til
þess að ómögulegt var fyrir hann að halda áfram á Akureyri.
24.09.2012
Gauti Gautason, miðvörðurinn sterki, var í dag valinn í U-17 landsliðshóp Íslands, sem spilar í undankeppni Evrópumótsins
á Möltu við Portúgala laugardaginn 29. september, Norðmenn mánudaginn 1. október og Möltu fimmtudaginn 4. október.
23.09.2012
Í lokahófi knattspyrnudeildar KA í gærkvöld var í fyrsta skipti afhent viðurkenning, sem hér eftir verður árlega afhent einhverjum dyggum
stuðningsmanni KA. Viðurkenninguna fékk í fyrsta skipti Helga Steinunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í knattspyrnudeild og
formaður KA til fjölda ára, en hún hefur lengi fylgst vel með og verið umhugað um framgang knattspyrnunnar í félaginu.