Fréttir

Gervigrasvöllur á KA-svæðinu tilbúinn í maí 2013 - samningar voru undirritaðir í dag

Gervigrasvöllur skal vera tilbúinn á KA-svæðinu - milli Lundarskóla og KA-heimilisins - eigi síðar en í maí á næsta ári. Þetta kemur meðal annars fram í uppbyggingar- og framkvæmdasamningi Akureyrarbæjar og KA, sem Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Hrefna G. Torfadóttir, formaður KA, undirrituðu í dag.

Srdjan Tufegdzic ráðinn aðstoðarþjálfari mfl. kk í knattspyrnu

Srdjan Tufegdzic (Túfa) hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari mfl. KA í knattspyrnu og verður hann því hægri hönd Bjarna Jóhannssonar við stjórnun meistaraflokks í þeim átökum sem framundan eru í vetur og næsta sumar. Túfa hefur nú þegar hafið störf.

Veit einhver um íbúð til leigu frá áramótum?

Knattspyrnudeild KA leitar að íbúð á leigu - helst á Brekkunni - frá áramótum. Þurfum þriggja eða fjögurra herbergja íbúð. Vinsamlegast hafið samband við Óskar Þór  Halldórsson (oskar@ka-sport.is - 773 3009) eða Gunnar Níelsson (gunninella@ka-sport.is - 860 6751) ef þið hafið íbúð til leigu að kynnuð að vita af einni slíkri.

Getraunastarf KA hefst á laugardaginn

Getraunastarf KA hefst aftur á laugardaginn næsta. Leiknir verða tveir hópleikir, fyrir og eftir áramót. Samstarfsaðilar okkar verða að venju fjölmargir og verðlaunin glæsileg.

Jakob Hafsteinsson framlengir

Jakob Hafsteinsson hefur framlengt samning sinn við KA um tvö ár og gildir nýi samningurinn til ársloka 2014.

Lokahóf 2.flokks: Aci bestur og Gauti efnilegastur (myndir)

Mikið var um dýrðir í KA-heimilinu síðastliðinn laugardag en þar hélt 2.flokkur sitt lokahóf með veglegri grillveislu og skemmtiatriðum einnig voru veitt alls kyns verðlaun fyrir sumarið.

Darren Lough áfram í herbúðum KA

KA hefur gert nýjan samning út næsta keppnistímabil við enska bakvörðinn Darren Lough, en hann spilaði með KA á liðnu sumri og var einn af sterkari mönnum liðsins.

Getraunastarf KA - nýr hópleikur!

Gríðarlega lærdómsríkt tímabil

Fyrirliði 2.flokks, Aksentije Milisic, tyllti sér fyrir framan tölvunna og fór ítarlega í tímabilið hjá 2.flokki í sumar Tímabilið hjá okkur í 2.flokknum var virkilega skemmtilegt og áhugavert en að lokum enduðum við í 7.sæti í 10 liða deild. Margt spilað inn í hjá okkur í sumar en oftar en ekki urðu lykilmenn meiddir en við áttum í miklum vandræðum með markmenn í sumar og voru allt að 4 markmenn í búrinu hjá okkur.

KA-MENN NÆR OG FJÆR!

Getraunastarf knattspyrnudeildar KA fer senn að hefjast. Fyrirkomulagið verður með talsvert breyttu sniði sem gerir fleirum kleift að vera með. Hópleikir tímabilsins verða tveir að þessu sinni, einn fyrir áramót og annar eftir áramót. Síðustu ár hafa vinningarnir verið einkar glæsilegir og það verður engin breyting þar á.