Fréttir

N1-mót KA 2013 verður dagana 3.-6. júlí

Tuttugasta og sjöunda N1-mót KA 2013 fyrir 5. flokkk karla verður dagana 3.-6. júlí og því er um að gera að taka helgina frá sem fyrst. T'ímasetning þessa móts tekur ávallt mið af þeim árlegu mótum sem eru á undan, en um er að ræða þrjú mót þrjár helgar í röð frá miðjum júní; Pæjumótið í Eyjum, Norðurálsmótið á Akranesi fyrir 7. flokk kk og Shellmótið í Eyjum fyrir 6. flokk kk. Fjórða helgin er síðan frátekin fyrir N1-mót KA.

KA gerir tveggja ára samning við Atla Svein Þórarinsson

Miðvörðurinn Atli Sveinn Þórarinsson er genginn á ný í raðir KA eftir átta ára fjarveru frá sínu uppeldisfélagi.  Í dag var gengið frá samningi við Atla Svein sem gildir út tímabilið 2014. 

Greifamót KA í 3. og 4. flokki kvk - úrslit leikja

Úrslit leikja í Greifamóti KA í 3. og 4. flokki kvenna eru sem hér segir:  

Gauti Gautason æfir hjá Brighton & Hove Albion

Gauta Gautasyni, varnarmanninum knáa í KA, hefur verið boðið til æfinga hjá Brighton & Hove Albion í næstu viku. Hann fer út nk. sunnudag og æfir í eina viku hjá Brighton.

Greifamót KA í 3. og 4. fl. kvk - uppfært leikjaplan

KA stendur fyrir sínu fyrsta Greifamóti af fjórum í Boganum í vetur um næstu helgi, 16. til 18. nóvember. Mótið er fyrir stelpur í 3. og 4. flokki kvenna og koma þátttakendur frá Akureyri, Dalvík og Egilsstöðum. Spilaður verður 11 manna fótbolti á öllum vellinum.

Gervigrasvöllur á KA-svæðinu tilbúinn í maí 2013 - samningar voru undirritaðir í dag

Gervigrasvöllur skal vera tilbúinn á KA-svæðinu - milli Lundarskóla og KA-heimilisins - eigi síðar en í maí á næsta ári. Þetta kemur meðal annars fram í uppbyggingar- og framkvæmdasamningi Akureyrarbæjar og KA, sem Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Hrefna G. Torfadóttir, formaður KA, undirrituðu í dag.

Srdjan Tufegdzic ráðinn aðstoðarþjálfari mfl. kk í knattspyrnu

Srdjan Tufegdzic (Túfa) hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari mfl. KA í knattspyrnu og verður hann því hægri hönd Bjarna Jóhannssonar við stjórnun meistaraflokks í þeim átökum sem framundan eru í vetur og næsta sumar. Túfa hefur nú þegar hafið störf.

Veit einhver um íbúð til leigu frá áramótum?

Knattspyrnudeild KA leitar að íbúð á leigu - helst á Brekkunni - frá áramótum. Þurfum þriggja eða fjögurra herbergja íbúð. Vinsamlegast hafið samband við Óskar Þór  Halldórsson (oskar@ka-sport.is - 773 3009) eða Gunnar Níelsson (gunninella@ka-sport.is - 860 6751) ef þið hafið íbúð til leigu að kynnuð að vita af einni slíkri.

Getraunastarf KA hefst á laugardaginn

Getraunastarf KA hefst aftur á laugardaginn næsta. Leiknir verða tveir hópleikir, fyrir og eftir áramót. Samstarfsaðilar okkar verða að venju fjölmargir og verðlaunin glæsileg.

Jakob Hafsteinsson framlengir

Jakob Hafsteinsson hefur framlengt samning sinn við KA um tvö ár og gildir nýi samningurinn til ársloka 2014.