Fréttir

KA 95 ára í dag - afmælismyndband

Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar í dag 95 ára afmæli sínu. Í tilefni dagsins rifjum við upp helstu atvik síðustu fimm ára í sögu félagsins en Ágúst Stefánsson tók myndbandið saman. Góða skemmtun og til hamingju með daginn kæra KA-fólk
Lesa meira

Jóna og Nökkvi íþróttafólk KA 2022

KA fagnaði 95 ára afmæli sínu við veglega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í gær. KA fólk fjölmennti á afmælisfögnuðinn en tæplega 300 manns mættu og þurfti því að opna salinn í Hofi upp á gátt til að bregðast við fjöldanum
Lesa meira

Margrét Árnadóttir til liðs við Parma

Margrét Árnadóttir hefur skrifað undir samning við ítalska félagið Parma Calcio 1913 en liðið leikur í efstu deild á Ítalíu. Samningurinn er til að byrja með til sex mánaða og gildir út núverandi leiktíð en í samningnum er möguleiki á eins árs framlengingu
Lesa meira

Sveinn Margeir framlengir út 2025

Sveinn Margeir Hauksson skrifaði í dag undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2025. Þetta eru stórkostlegar fréttir enda Sveinn Margeir algjör lykilmaður í liði KA sem tryggði sér þátttöku í Evrópukeppni á komandi sumri
Lesa meira

Tilnefningar til íþróttakarls KA 2022

Sex karlar eru tilnefndir til íþróttakarls KA fyrir árið 2022. Þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og hefur ríkt mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 95 ára afmæli félagsins þann 7. janúar næstkomandi
Lesa meira

Tilnefningar til íþróttakonu KA 2022

Sex konur eru tilnefndar til íþróttakonu KA fyrir árið 2022. Þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og hefur ríkt mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 95 ára afmæli félagsins þann 7. janúar næstkomandi
Lesa meira

Tilnefningar til þjálfara ársins 2022

Alls eru sjö þjálfarar eða þjálfarapör tilnefnd til þjálfara ársins hjá KA fyrir árið 2022. Þetta verður í þriðja skiptið sem verðlaun fyrir þjálfara ársins verða veitt innan félagsins og verða verðlaunin tilkynnt á 95 ára afmæli félagsins í byrjun janúar
Lesa meira

Tilnefningar til liðs ársins hjá KA 2022

Sex lið hjá KA eru tilnefnd til liðs ársins hjá félaginu árið 2022 en þetta verður í þriðja skiptið sem verðlaun fyrir lið ársins verða veitt. Verðlaunin verða tilkynnt á 95 ára afmæli félagsins í byrjun nýs árs og spennandi að sjá hvaða lið hreppir þetta mikla sæmdarheiti
Lesa meira

Tilnefningar til Böggubikarsins 2022

Böggubikarinn verður afhendur í níunda skiptið á 95 ára afmæli KA í janúar en alls eru sex ungir og öflugir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2022 frá deildum félagsins
Lesa meira

Jóhann Mikael skrifar undir fyrsta samninginn

Jóhann Mikael Ingólfsson skrifaði í dag undir sinn fyrsta leikmannasamning hjá knattspyrnudeild KA en samningurinn er til þriggja ára. Jóhann sem er aðeins 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi KA
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is