Ívar Örn framlengir við KA út 2023

Fótbolti

Ívar Örn Árnason framlengdi í dag samningi sínum við Knattspyrnudeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2023. Þetta eru ákaflega jákvæðar fréttir enda er Ívar öflugur varnarmaður og ekki síst frábær karakter sem gefst aldrei upp.

Ívar er 24 ára gamall og er uppalinn í KA og hefur leikið 52 meistaraflokksleiki fyrir félagið. Þar af eru 16 leikir í sumar en hann hefur tekið þátt í öllum leikjum KA í deild og bikar fyrir utan einn þar sem hann tók út leikbann.

Þá hefur hann einnig leikið 10 leiki fyrir Víking Ólafsvík sem og 10 leiki fyrir Magna Grenivík og gert sitthvort markið fyrir þau félög. Undanfarin ár hefur Ívar stundað háskólanám í Bandaríkjunum og leikið ófáa leiki í háskólaboltanum ytra.

Við óskum Ívari og Knattspyrnudeild KA til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast áfram með okkar manni í gulu treyjunni næstu árin.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is