Kristoffer og Ingimar til liðs við KA

Fótbolti
Kristoffer og Ingimar til liðs við KA
Velkomnir í KA!

Knattspyrnudeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur þegar þeir Kristoffer Forgaard Paulsen og Ingimar Torbjörnsson Stöle gengu í raðir félagsins. Báðir koma þeir frá norska liðinu Viking Stavanger en Ingimar skrifaði undir þriggja ára samning við KA en Kristoffer kemur á láni.

Ingimar sem varð 19 ára á dögunum er spennandi íslenskur kantmaður sem hefur verið viðloðandi yngrilandslið Íslands undanfarin ár og hefur meðal annars leikið tvo leiki með U19 ára landsliðinu. Hann hefur alla tíð búið í Noregi en þó leikið nokkur sumur með liði Fjölnis og þekkir því gula og bláa litinn ansi vel. Hann skrifar eins og áður segir undir þriggja ára samning við KA.

Þá skrifaði norski varnarmaðurinn Kristoffer Forgaard Paulsen undir eins árs lánsamning og leikur því með KA út komandi sumar. Kristoffer sem varð 19 ára í dag er einnig afar spennandi leikmaður en hann er 192 cm á hæð og þrátt fyrir ungan aldur hefur Kristoffer leikið fyrir aðallið Viking bæði í efstudeild Noregs, Eliteserien, sem og í norska bikarnum.

Við bjóðum þá Ingimar og Kristoffer hjartanlega velkomna í KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is