31.03.2010
Stelpur í 5. og 6. flokki stúlkna eru nú komnar í páskafrí. Næsta æfing verður því fimmtudaginn 8. apríl á
venjulegum tíma, eða klukkan 15:30.
Páskakveðja, Sindri Ká
25.03.2010
Á laugardaginn fer meistaraflokkur KA/Þór suður í Garðabæ en þá fer fram síðasta umferð N1 deildar kvenna. Stelpurnarn leika
þá við Stjörnuna og hefst leikurinn klukkan 16:00 en hann fer fram í Mýrinni.
24.03.2010
Fimmtudaginn 25. mars verður síðasta æfing fyrir páska hjá 7. og 8. flokki drengja í handbolta. Eftir æfingu, eða kl. 17:15 – 18:15
verður svo pizzuveisla fyrir strákana í salnum í KA-heimilinu. Strákarnir þurfa ekkert að borga en koma sjálfir með drykki. Æfingar eftir
páska hefjast svo fimmtudaginn 8. apríl.
Gleðilega páska
Sævar, Danni, Finnur, Sölvi og Róbert
24.03.2010
Næstkomandi laugardag spila KA1 og KA2 sína síðustu leiki í deildarkeppninni. KA1 mætir Gróttu1 klukkan 16:00. Strákarnir hafa verið
að spila ljómandi góðan handbolta í vetur og eiga mikla möguleika á að gera enn betur. Þeir hafa nú þegar tryggt sér annað
sætið í 1. deildinni en ætla sér enn lengra og er þessi leikur sá fyrsti í undirbúningi fyrir það sem koma skal.
22.03.2010
Nýverið var valið í yngri landslið karla og kvenna og á KA þó nokkra leikmenn í þessum landsliðum.
Í U-16 karla voru þeir Daníel Matthíasson, Finnur Heimisson og Kristján Már Sigurbjörnsson valdir frá KA. Strákarnir eru lykilmenn í
sínu liði ásamt því að hafa verið að spila upp fyrir sig í 3. flokki karla.
22.03.2010
Eins og stundum áður var Þórir Tryggvason með myndavélina meðferðis í KA Heimilinu þegar KA/Þór tók á móti
Haukum í síðasta heimaleik tímabilsins.
21.03.2010
KA/Þór tapaði með fjögurra marka mun gegn Haukum, 31:35, er liðin mættust í KA- heimilinu í dag í N1- deild kvenna í handbolta.
Leikurinn var jafnframt síðasti heimaleikur KA/Þórs á tímabilinu. Markvörður Hauka, G. Bryndís Jónsdóttir, reyndist
norðanstúlkum erfið í dag en hún varði 30 skot í leiknum og afrekaði að skora eitt mark. Martha Hermannsdóttir var besti maður
KA/Þórs í leiknum en hún skoraði 9 mörk, þar af 2 úr vítum.
19.03.2010
Í dag, laugardag klukkan 16:00 leikur kvennalið KA /Þórs lokaleik sinn á heimavelli í vetur gegn Haukum í KA heimilinu. Stelpurnar hafa
verið á uppleið eftir áramót og því getum við átt von á spennandi leik.
17.03.2010
Vegna mikillar fjölgunar liða á mótinu um næstu helgi þurftu mótshaldarar að breyta niðurröðun. Það
þýðir verulegar breytingar hjá KA drengjunum og munu þeir spila leikina sína fyrri part laugardags og ljúka leik um kl. 14.30. Því þarf
að aka til Reykjavíkur á föstudag og er mæting í rútu kl. 16.00. Gist verður í KR heimilinu
þar sem drengirnir fá einnig morgunverð. Þeir fá einnig tvær heitar máltíðir. Að öðru leyti er vísað í fyrri
upplýsingar. Verð er óbreytt kr. 3.000.
Vegna forfalla vantar foreldri í fararstjórn - áhugasamir eru beðnir að hafa samband við
undirritaðann sem fyrst.
Kveðja, Jóhannes G. Bjarnason s. 662-3200
13.03.2010
KA/Þór vann þriggja marka sigur gegn FH, 28:25, í jöfnum og skemmtilegum leik í N1- deild kvenna í handbolta, en leikið var í KA- heimilinu.
Fram að leiknum í dag hafði FH haft betur í báðum viðureignum liðanna í deildinni og því kærkominn sigur
norðanstúlkna.