12.03.2010
Á laugardaginn klukkan 15:00 leika KA/Þór – FH í meistaraflokki kvenna í KA heimilinu. Liðin hafa mæst tvisvar í deildinni til þessa,
fyrri leiknum sem var í Hafnarfirði lauk með naumum sigri FH 30-27 en seinni leikinn hér á Akureyri sigraði FH 30-39.
11.03.2010
Fyrsta umferð þriðja hluta N1 deildarinnar hefst nú í vikunni, Akureyri fær heimaleik gegn Stjörnunni og verður hann leikinn á föstudaginn
klukkan 19:00.
Akureyri er sem kunnugt er komið í 2. sæti N1 deildarinnar eftir magnaðan sigur á HK í síðustu umferð og ákaflega mikilvægt að halda
áfram stemmingunni sem komin er í liðið og verja sætið.
10.03.2010
Næstkomandi föstudagskvöld klukkan 21:00 spilar KA1 við lið Aftureldingar.
KA1 liðið er í mikilli baráttu um deildarmeistaratitilinn. Við viljum hvetja fólk til að koma og horfa á þessa frábæru drengi og
hvetja þá áfram í baráttunni.
09.03.2010
Stelpurnar í 4. flokki kvenna fóru suður um helgina og spiluðu þar tvo leiki.
Á föstudagskvöldinu var spilað við lið Fjölnis og reyndist sigurinn nokkuð auðveldur fyrir KA stelpur, 27-13. Þær sem eru nýbyrjaðar
að æfa fengu fínan spiltíma í þessum leik og stóðu sig með prýði auk þess sem þær „reyndari" stóðu
sig með miklum sóma.
09.03.2010
Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn í KA heimilinu mánudaginn 15. mars. kl.20:00.
Dagskrá:
Formaður setur fundinn
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar
Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
Kosning stjórnar
Önnur mál.
04.03.2010
Það var svosem viðbúið að Valsliðið reyndist ofjarlar KA/Þór í kvöld. Eftir að hafa leitt í hálfleik með sex
mörkum, 7 - 13 tóku Valsstúlkur öll völd á vellinum og varð ekkert við þær ráðið.
03.03.2010
Mæting í KA heimili kl. 21.00.
Æfing verður frá kl. 21.30-23.00.
Pizzuveisla verður kl. 23.15
Kvöldvaka kl. 23.40
01.03.2010
Næsti leikur meistaraflokks er á miðvikudaginn við Val. Valsstúlkur eru í sárum eftir tap í bikarúrslitaleika en þær samt
sem áður eru taplausar á toppi deildarinnar og ljóst að róðurinn verður þungur.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 Í KA heimilinu og við biðjum alla okkar stuðningsmenn að mæta og hvetja okkar lið.
01.03.2010
Stjórn Handknattleiksdeildarinnar vill þakka þeim sem lögðu okkur lið í vörutalningu í Bónus. Þetta var til
fjáröflunar fyrir rekstur deildarinnar og held ég að flestir hafi haft gaman af þessari vinnu.
Stjórnin