Fréttir

KA/Þór - Selfoss á morgun, miðvikudag. Allt undir

Á morgun, miðvikudag mætast KA/Þór og Selfoss öðru sinni í umspili sínu um sæti í efstu deild kvenna að ári. Leikurinn er kl. 18:00 í KA-heimilinu. Frítt er á völlinn í boði Mílu

Undanúrslitaleikur á sunnudaginn hjá 4. flokki

Strákarnir á yngra ári í 4. flokki leika til undanúrslita á Íslandsmótinu í KA-Heimilinu á morgun, sunnudag, þegar lið HK mætir norður. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og hvetjum við alla til að mæta og styðja strákana til sigurs enda leikurinn upp á líf og dauða, sjáumst í KA-Heimilinu, áfram KA!

KA/Þór mætir FH í oddaleik á morgun, miðvikudag

Á morgun, miðvikudag, mætir KA/Þór liði FH í oddaleik í seríu þeirra um laust sæti í Olís-deild kvenna á næsta ári. KA/Þór vann sinn heimaleik hér á sumardaginn fyrsta en tapaði í Kaplakrika á sunnudaginn. Það verður því hart barist í KA-heimilinu á miðvikudag kl. 18:00 og hvetjum við alla til þess að koma á völlinn - það er frítt inn!!

KA/Þór tekur á móti FH í umspilinu

KA/Þór tekur á móti FH í fyrsta leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna kl. 16:00 á fimmtudaginn, Sumardaginn fyrsta.

20 ár frá fyrsta Íslandsmeistaratitli KA í handbolta

Frí hópferð á Stjörnuleikinn á þriðjudaginn

Frítt í rútuna og sömuleiðis fá ferðalangarnir frítt inn á leikinn sjálfan. Lagt af stað frá Íþróttahöllinni á Akureyri stundvíslega klukkan 14:00 á þriðjudaginn.

Tveir deildarmeistaratitlar í hús um helgina

Tvö lið hjá yngriflokkum KA og KA/Þór gerðu sér lítið fyrir og urðu deildarmeistarar í sínum deildum um helgina.

KA/Þór sigraði HK og fer í hreinan úrslitaleik við Fjölni

KA/Þór sigraði HK á heimavelli 24-22 um helgina og spilar hreinan úrslitaleik við Fjölni um laust sæti í efstu deild næsta laugardag kl. 16:00 í Dalhúsum í Grafarvogi.

KA/Þór - HK á laugardaginn

Ungmennalið Akureyrar - KR í Höllinni á föstudag