25.07.2017
U17 ára landslið Íslands í handbolta lék sinn fyrsta leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í gær þar sem liðið mætti Slóveníu. Eftir hörkuleik þar sem staðan var meðal annars jöfn 11-11 í hálfleik fóru Slóvenar með sigur af hólmi 27-26
17.07.2017
Kvennaliði KA/Þórs í handboltanum hefur borist mikill liðsstyrkur en Hulda Bryndís Tryggvadóttir skrifaði í dag undir samning við liðið. Hulda er okkur vel kunnug enda er hún uppalin hjá félaginu og lék síðast með liðinu tímabilið 2015-2016
30.06.2017
KA goðsögnin Andrius Stelmokas er í heimsókn á Akureyri með fjölskyldu sinni en Stelmokas var algjör burðarstoð í liði KA á árunum 2000 til 2004. Með KA varð hann Deildarmeistari árið 2001, Íslandsmeistari árið 2002 og Bikarmeistari árið 2004. Svo má ekki gleyma sigrum á gamla góða Sjallamótinu!
13.06.2017
Áframhald verður á samstarfi KA og Þórs um sameiginlegt kvennalið í handboltanum undir nafninu KA/Þór. Búið er að gera samning við alla leikmenn liðsins fyrir utan að Erla Hleiður Tryggvadóttir leggur skóna á hilluna. Þá verða þeir Jónatan Magnússon og Þorvaldur Þorvaldsson áfram þjálfarar liðsins
08.06.2017
Í ár eru 15 ár síðan KA varð Íslandsmeistari öðru sinni í handboltanum. Í maí rifjuðum við upp úrslitaeinvígi KA og Vals en nú er komið að því að fara yfir undanúrslitaeinvígi KA og Hauka
08.06.2017
Það er nóg fyrir stafni hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta á næstunni og eigum við í KA alls 8 fulltrúa þar
06.06.2017
Þau tíðindi voru að berast að markvörðurinn frábæri, Jovan Kukobat sem lék með Akureyri tímabilin 2012-13 og 2013-14 hafi gert eins árs samning við KA og leiki með liðinu næsta tímabil. Jovan hefur ekki verið aðgerðalaus
02.06.2017
U-15 stúlknalandslið Íslands í handbolta æfir þessa helgina í KA-Heimilinu og á KA/Þór tvo fulltrúa á æfingunum en það eru þær Rakel Sara Elvarsdóttir og Helga María Viðarsdóttir. Þjálfarar landsliðsins eru þau Rakel Dögg Bragadóttir og Ólafur Víðir Ólafsson
02.06.2017
Handknattleiksdeild KA barst í dag liðsstyrkur þegar Jóhann Einarsson skrifaði undir samning við félagið. Jóhann er öflug skytta sem lék með Ungmennaliði Akureyrar á nýliðnu tímabili og gerði 46 mörk í 19 leikjum í 1. deildinni
02.06.2017
KA dró sig útúr Akureyri Handboltafélagi á dögunum og í gær (1. júní) fór fram fyrsta æfing meistaraflokks KA. Stefán Árnason er þjálfari strákanna og stjórnaði æfingunni eins og herforingi en Stefán er nýkominn aftur til landsins eftir vel heppnaðan handboltaskóla í Barcelona