Fréttir

Styttist í handboltatímabilið | Stelpurnar sigruðu Val | Strákarnir léku vel í Reykjavík

Bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þór léku æfingaleiki um helgina í handboltanum. Stelpurnar spiluðu við Val á Blönduósi og strákarnir fóru til Reykjavíkur og léku við Gróttu og Fram

Æfingatafla handboltans næstu viku

Handboltaæfingarnar eru hafnar af miklum krafti og nú styttist í að vetrartaflan verði tilbúin. Hér birtum við æfingatöflu næstu viku (28. ágúst til 2. sept) og í kjölfarið getum við vonandi birt lokatöflu vetrarins.

Handboltavertíðin að hefjast | KA/Þór spilar tvo æfingaleiki í KA-heimilinu um helgina

Nú styttist í að handboltavertíðin fari af stað hjá KA og KA/Þór. Fyrstu æfingaleikir vetrarins fara fram um helgina, í KA-heimilinu.

Handboltaæfingar 21.-25. ágúst

Margrét og Ólöf enduðu í 6. sæti á EM

U17 ára stúlknalandslið Íslands lauk þátttöku á EM í Makedóníu í dag þegar liðið lék um 5. sætið á mótinu. Leikurinn í dag tapaðist og endaði liðið því í 6. sætinu en tveir leikmenn KA/Þórs voru í liðinu en það eru þær Ólöf Marín Hlynsdóttir og Margrét Einarsdóttir.

Handboltaæfingar fram að vetrartöflu

Handboltavertíðin er að hefjast og munu yngri flokkar hjá KA og KA/Þór byrja að æfa þriðjudaginn 8. ágúst að undanskildum 7. og 8. flokk. Hér fyrir neðan má sjá tímasetningar á æfingunum hjá öðrum flokkum fram að 21. ágúst þegar skólarnir byrja en þá kemur inn ný vetrartafla

Dagur og félagar í U17 enduðu í 8. sæti

U17 ára landslið Íslands í handbolta lék í dag lokaleik sinn á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar þegar liðið mætti Ungverjum í leik um 7. sætið. Strákarnir byrjuðu leikinn ekki nægilega vel og Ungverjar leiddu 11-17 í hálfleik. Íslenska liðið kom sér inn í leikinn í þeim síðari en náði aldrei að jafna og Ungverjar unnu að lokum 24-29.

Ólöf og Margrét að fara á EM

U17 ára stúlknalandslið Íslands er að fara á EM í Makedóníu en fyrsti leikur liðsins er á mánudaginn gegn Kósóvó. Í lokahópnum eru tvær stelpur úr KA/Þór en það eru þær Ólöf Marín Hlynsdóttir og Margrét Einarsdóttir.

Enn fer Dagur á kostum með U17

U17 landslið Íslands í handbolta er að leika á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Liðið tapaði gegn Slóvenum í opnunarleik sínum á mótinu. Í gær tapaði liðið eftir hörkuleik gegn Frökkum en í dag vann liðið stórsigur á Spánverjum

U19 kvenna endaði í 4. sæti á SO

U19 landslið kvenna í handbolta lék á Scandinavian Open á dögunum og endaði þar í 4. sæti eftir að hafa leikið gegn Svíum, Dönum og Norðmönnum.