Fréttir

Mílan - KA í beinni í kvöld

KA leikur annan leik sinn í Grill 66 deild karla í handboltanum í kvöld þegar liðið sækir Míluna heim á Selfoss. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og hvetjum við alla sem geta til að mæta og styðja strákana til sigurs. Selfyssingar sýna leikinn einnig beint þannig að ef þú kemst ekki á leikinn þá er um að gera að fylgjast grannt með gangi mála

11 fulltrúar KA í yngri landsliðunum

Yngri landsliðin í handboltanum munu æfa helgina 29. september til 1. október. KA á hvorki fleiri né færri en 11 fulltrúa í hópunum sem er stórkostlegt og óskum við þeim til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum

Fyrsti heimaleikur KA/Þórs á laugardaginn

KA/Þór spilar sinn fyrsta leik í Grill 66 deildinni núna á Laugardaginn..

Sigur í fyrsta leik KA í 12 ár

Það vantaði ekki fólksfjöldann eða stemminguna þegar KA tók á móti ÍBV U í Grill66 deild karla í kvöld í KA-heimilinu. Leiknum lauk með 1 marks sigri heimastráka, 30-29.

Æfingatafla vetrarins er tilbúin

Æfingatafla vetrarins 2017-2018 er nú tilbúin og tekur gildi frá og með fimmtudeginum 14. september

Kynningarkvöld handknattleiksdeildar er á miðvikudaginn | Ársmiðasala og fyrsti heimaleikur

Þá er aðeins tæp vika í það að handboltinn fari af rúlla af stað hjá okkur. Handknattleikdeild KA hefur því boðað til kynningarkvölds á liðum KA og KA/Þór á miðvikudaginn í KA-heimilinu. Fjörið hefst kl. 20.00 og verður boðið upp á léttar veitingar.

Elfar Halldórsson spilar með KA í vetur

Elfar Halldórsson mun leika með KA í vetur en Elfar er einn af þeim örfáu leikmönnum sem spila með liðinu í dag sem léku einnig með meistaraflokki KA áður en liðið var sameinað í Akureyri árið 2006.

KA spáð efsta sætinu í handboltanum

Í dag var haldinn kynningarfundur fyrir komandi handboltatímabil þar sem meðal annars var lögð fram spá um lokastöðu liðanna í vetur. Karlamegin var KA spáð efsta sætinu í Grill 66 deildinni og kvennaliði KA/Þórs var spáð 2. sætinu í Grill 66 deildinni

Æfingatafla handboltans næstu viku

Handboltaæfingarnar eru hafnar af miklum krafti og nú styttist í að vetrartaflan verði tilbúin. Hér birtum við æfingatöflu næstu viku (4. sept til 9. sept) og í kjölfarið getum við vonandi birt lokatöflu vetrarins.

Jón Heiðar Sigurðsson spilar með KA í vetur

Jón Heiðar Sigurðsson mun leika í gulu treyjunni í vetur. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir liðið en Jón er fjölhæfur leikmaður sem leikur oftast á miðjunni en getur leyst af skyttustöðurnar.