07.01.2011
Tilkynning frá handknattleiksdeild.
Vegna óveðurs og ófærðar í bænum falla allar æfingar niður hjá yngri flokkum í handbolta í dag, föstudaginn 7.
janúar.
Unglingaráð handknattleiksdeildar.
30.12.2010
Í lok árs er gott að staldra við og gera upp liðið ár, bæði til að sjá hvað var vel gert og eins til að skoða hvort
eitthvað megi betur fara hjá Handknattleiksdeildinni.
Hápunktur síðasta árs var án efa Íslandsmeistaratitill í 3.fl.karla. Liðið sigldi gegnum veturinn án verulegra erfiðleika, en
þó sérstaklega frá áramótum. Strákarnir stóðu sig frábærlega undir stjórn Jóhanns Gunnars og Sævars
þjálfara sinna. Aðrir flokkar stóðu sig á viðunandi hátt og árangur verður ekki alltaf mældur út frá titlum heldur
iðkendafjölda og góðu starfi og góðum anda í hverjum flokki.
28.12.2010
Það má búast við hörkuleik í kvöld þegar Akureyri mætir FH í úrslitaleik deildarbikarsins. Þetta er annað
árið í röð sem Akureyri leikur til úrslita í keppninni en í fyrra tapaði liðið úrslitaleiknum gegn Haukum með marki á
síðustu sekúndu leiksins. Það má því segja að Akureyrarliðið hafi hefnt grimmilega fyrir það með því að
valta yfir Haukana í gær.
27.12.2010
Það fylgir venjulega jólahaldinu að í bæinn koma brottfluttar handboltakempur og þá er upplagt að smala saman gömlum liðum og athuga
hvort lifir enn í gömlum glæðum. Einn slíkur leikur fór fram á öðrum degi jóla þegar nokkrar kempur fæddar árið 1983
rifjuðu upp hvað Jóhannes Bjarnason kenndi þeim fyrir nokkrum árum.
17.12.2010
Byrjendaflokkarnir 7. og 8. flokkur karla og kvenna eru frá og með deginum í dag komin í jólafrí. Æfingar hefjast þegar skóli hefst
á nýju ári, stelpurnar byrja miðvikudaginn 5. janúar og strákarnir föstudaginn 7. janúar. Aðrir flokkar æfa eftir sérstöku
æfingaplani sinna þjálfara.
Unglingaráð handknattleiksdeildar KA og þjálfarar óska iðkendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla.
13.12.2010
Það var svo sannarlega fjör á hinni árlegu jólaæfingu hjá unglingaráði handknattleiksdeildarinnar. Æfingin var
síðastliðinn laugardag og að venju var farið í margskonar leiki og að sjálfsögðu mættu jólasveinar á svæðið og
sýndu listir sínar auk þess að koma færandi hendi.
Sævar Geir Sigurjónsson smellti af slatta af myndum sem við getum skoðað hér að neðan.
09.12.2010
Næstkomandi laugardag verður árleg jólaæfing hjá 7. og 8. flokki (1.-4. bekkur) bæði strákum og stelpum. Farið verður í leiki og
jólasveinar koma í heimsókn með glaðning í poka. Æfingin hefst kl. 9:30 og vonumst við til að sjá sem flesta úr þessum
árgöngum. Foreldrum og yngri systkinum er velkomið að koma og vera með.
Þjálfarar og Unglingaráð handknattleiksdeildar.
09.12.2010
Það verður líf og fjör í KA heimilinum um helgina en þá verða spilaðir 5 leikir í unglingaflokkum karla og kvenna. Við
hvetjum fólk til að koma og styðja við bakið á ungu handboltafólki á Akureyri.
Föstudagur kl. 20:00 3. flokkur karla 2 deild: KA-HK
Laugardagur kl. 14:00 4. flokkur karla 1 deild: KA-Selfoss
Laugardagur kl. 15:15 4. flokkur kvenna 2 deild A: KA/Þór-Stjarnan
Laugardagur kl. 16:30 4. flokkur kvenna 2 deild B: KA/Þór-Stjarnan
Sunnudagur kl. 15:00 3. flokkur kvenna 1 deild: KA/Þór-HK
08.12.2010
Á dögunum hittust strákar úr 6. flokki hjá KA, Þór og Völsungi í Íþróttahöllinni. Liðin léku nokkra
æfingaleiki, KA var með eitt lið af eldra ári og tvö af yngra ári. Þetta var hin ágætasta skemmtun fyrir strákana og allt gekk vel fyrir
sig. Að loknum leikjum fengu allir smá hressingu áður en Völsungar sneru heim á ný.
05.12.2010
4. flokkur kvenna spilaði á laugardeginum gegn toppliði 1. deildar í bikarkeppninni. KA/Þór spilar í 2. deild og hafa
sýnt það í fyrstu leikjum vetrarins að þær eru til alls líklegar. Fylkir trónir á toppi 1. deildar taplausar og því
ljóst að um verðugan andstæðing var að ræða.
KA/Þór byrjaði leikinn af miklum krafti og náði fljótt yfirhöndinni. Fylkisstelpum virtist hálf brugðið og
KA/Þór virtist ætla að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Þá var eins og þeim brygðist kjarkurinn og Fylkisstelpur gengu á
lagið. Síðustu mínúturnar í seinni hálfleik voru algjörlega í eigu Fylkis og fóru verðskuldað inn í hálfleikinn
með tveggja marka forustu.