27.04.2010
Nú um helgina mætti A lið 3. flokks kvenna liði Víkings í 8 liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. KA/Þór stelpur gerðu
út um leikinn í fyrri hálfleik og spiluðu á köflum virkilega góðan handbolta en féllu hins vegar niður í tóma steypu á
stuttum kafla í fyrri hálfleik. Í stöðunni 16-4 fóru þær að slaka heldur mikið á og gerðu í raun sitt besta til þess
að hleypa Víkingsstelpum inn í leikinn. Víkingsstelpur gengu á lagið og minnkuðu muninn í 18-11 og þannig stóð í
hálfleik.
27.04.2010
Í vetur var í fyrsta skipti sent til leiks B lið 3. flokks kvenna hjá KA/Þór. Ljóst var fyrir veturinn að fjöldinn væri slíkur
að erfitt yrði að gefa öllum tækifæri á að spila mikið með A liðinu og því nauðsynlegt að búa til vettvang fyrir
þær sem hugsanlega hefðu spilað minna með A liðinu yfir veturinn.
26.04.2010
Þá er síðasta keppnisferð vetrarins framundan er lokaumferð Íslandsmóts fer fram í íþróttahúsi Fram við
Safamýri í Reykjavík um næstu helgi. Við munum að þessu sinni fara með þrjú lið en það er til komið vegna fjölgunar
iðkenda sem er vitaskuld afar ánægjuleg þróun. Mæting er í KA heimili kl. 11.50 á föstudaginn og við munum stoppa í Borgarnesi
á leiðinni suður og fara þar í sund.
26.04.2010
Í kvöld verður skorið úr um hvort það verður Akureyri eða Valur sem mætir Haukum í lokarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin
mætast í Vodafone-höllinni klukkan 19:30 og ef að líkum lætur verður barist til síðustu andartaka leiksins.
Eftir sigur Valsmanna hér fyrir norðan er ljóst að stemmingin er þeirra megin en það er að sama skapi á hreinu að ýmsir lykilmenn Akureyrar
áttu arfaslakan dag í síðasta leik og maður trúir því ekki að þeir ætli að enda tímabilið þannig.
21.04.2010
Um helgina fer fram heilmikið mót hjá 6. flokki kvenna í KA heimilinu og Síðuskóla. Leikið er á föstudag og laugardag en
mótið hefst klukkan 17:00 á föstudag og klárast um klukkan 13:30 á laugardaginn.
Mótinu er lokið og hér fyrir neðan er hægt að skoða öll úrslit og röð liða.
Smelltu hér til að skoða leikskipulag og úrslit leikja mótsins.
Smelltu hér til að skoða yfirlit um dómara og tímaverði mótsins.
Smelltu hér til að skoða lokaúrslit mótsins og röð liða.
21.04.2010
Á föstudagskvöldið leikur KA/Þór 2 gegn Víkingum og hefst leikurinn klukkan 21:00 í KA heimilinu og síðan leika KA/Þór
– Víkingur í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins á laugardag klukkan 14:00 Í KA heimilinu.
21.04.2010
Athugið að handboltaæfingar falla niður á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta og einnig á laugardaginn vegna fjölliðamóts í 6. fl.
kvk.
21.04.2010
Loks er búið að hnýta alla enda vegna Vestmannaeyjaferð drengjanna. Mæting er í KA heimili kl. 12.30 nk. föstudag. Verð ferðar er kr. 4.000 sem
greiðist við brottför. Fjórir fararstjórar fara með drengjunum auk þjálfaranna tveggja. Drengirnir munu fá heita máltíð í
Borgarnesi á suðurleið, morgunverð og tvær heitar máltíðir á laugardag auk morgunverðar á sunnudagsmorgun ásamt því
sem við snæðum í Reykjavík áður en lagt er af stað norður yfir heiðar.
20.04.2010
Foreldrafundur verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 21. apríl kl. 19:00 í KA-heimilinu. Stelpurnar taka þátt í móti komandi helgi
hér fyrir norðan og því ætla þjálfarar og fulltrúar unglingaráðs að funda með foreldrum þátttakenda. Við sendum
tvö lið til keppni að þessu sinni og því verður farið yfir á fundinum hvernig liðin verða skipuð, leiktíma, skipulag mótsins
og fleira í þessum dúr. Mikilvægt er að einn fulltrúi að lágmarki mæti fyrir hönd hvers þátttakanda.
Kær kveðja, Sindri Ká (868-7854)
17.04.2010
Næstkomandi þriðjudag klukkan 18:00 spilar KA1 á móti Haukum í 8. liða úrslitum Íslandsmótsins. KA1 enduðu í öðru
sæti í fyrstu deild og fá því Hauka sem unnu sigur í annarri deildinni. Haukar hafa hörkuliði á að skipa og til að mynda urðu
þessir strákar Íslandsmeistarar síðastliðið vor í 4. flokki. Þannig að þetta verður erfiður leikur, en KA1 ætlar sér
örugglega alla leið í úrslit. Þetta er svo síðasti heimaleikur liðsins á þessum vetri og viljum við því hvetja sem flesta til
að mæta og styðja við bakið á strákunum.