10.07.2010
Síðustu dagar hafa svo sannarlega verið kaflaskiptir. Á fimmtudaginn rigndi eins og enginn væri morgundagurinn og úr varð einhverskonar vatnabolti á
gríðarlega hálum gervigrasvelli. Dramatískir sigrar í takt við ekki svo dramatísk töp áttu sér stað á rigningardeginum mikla
og óhætt að segja að sú upplifun sem krakkarnir fengu þennan dag mun lifa með þeim eitthvað inn í lífið.
07.07.2010
Byrjum á því mikilvæga, símanúmer fólksins sem stjórnar.
Sigga: 0046700236189
Fúsi: 0046737330481
Systa: 0046737330203
Kara: 0046700236192
Stefán: 0046737330188
06.07.2010
Ferðin hingað gekk nokkud vel, vonum framar mætti jafnvel segja. Eina sem hægt er að kvarta yfir er að tvíburarnir Bjarni og Kristján stóðu
fyrir miklu veseni og sendu töskurnar sínar með vitlausri flugvél til Svíþjóðar! Klárt mál að sökin liggur hjá þeim
tveim!
Í dag fór allur hópurinn í Skara Sommerland, fyrir utan þjálfarana þar að segja, og buslar þar í þessum
skrifudu orðum.
05.07.2010
Um klukkan 6:00 í morgun lagði hópur handboltakrakka af stað frá KA heimilinu áleiðis á Partille Cup mótið sem fram fer að vanda
í Svíðþjóð. Það var mikil tilhlökkun og spenna í hópnum enda ferðin búin að vera í bígerð lengi
með öllu sem tilheyrir.
31.05.2010
Nýlega skrifuðu Hagkaup og unglingaráð Handknattleiksdeildar KA undir styrktarsamning. Við undirskriftina voru frá unglingaráði: Sigríður
Jóhannsdóttir féhirðir og Sigurður Tryggvason formaður. Frá Hagkaup voru Þórhalla Þórhallsdóttir
verslunarstjóri á Akureyri og Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri Hagkaupa.
24.05.2010
Það var heldur betur fjör á lokahófi yngri flokka Handknattleiksdeildar KA á föstudaginn. Farið var í margskonar leiki og sprell. Veittar
viðurkenningar og loks endað með heljarinnar pizzuveislu. Þórir Tryggvason myndaði herlegheitin og hér á eftir er hægt að sjá stemminguna.
18.05.2010
Lokahóf yngri flokka Handknattleiksdeildar KA fer fram í KA-heimilinu föstudaginn 21. maí kl. 18:00.
Farið verður í ýmsa leiki og þrautir leystar undir leiðsögn Einvarðar Jóhannssonar þjálfara.
Viðurkenningar verða veittar fyrir bestu leikmenn hvers árgangs og fyrir mestu framfarir í vetur.
Á eftir býður Handknattleiksdeild KA öllum í pizzu og gos.
Foreldrar og systkin eru eindregið hvött til að mæta með iðkendum.
Handknattleiksdeild KA.
17.05.2010
Á miðvikudagskvöldið hélt Kvennaráð Handknattleiksdeildar KA lokahóf sitt fyrir meistara- og 3. flokk kvenna á Greifanum. Allflestar
stelpurnar voru mættar ásamt þjálfurum og stjórn og gerðu sér glaðan dag. Farið var yfir stöðu liðsins og æfingar
í maí ásamt framtíðarhorfum. Þjálfararnir Hlynur Jóhannsson og Stefán Guðnason fengu þakklætisvott frá
stjórn fyrir vel unnin störf.
04.05.2010
Það var hugur í strákunum í 3. flokki fyrir úrslitaleikinn gegn Stjörnunni á sunnudaginn. Liðin höfðu mæst tvisvar um veturinn
í deildinni og unnu sinn hvorn heimaleikinn. Það var reyndar eini tapleikur Stjörnunnar í deildinni. Það var því ljóst að
baráttan yrði hörð og því stigu nokkrir leikmanna KA á stokk og strengdu þess heit að ef þeir ynnu leikinn myndu þeir láta
snoða sig.
03.05.2010
Um helgina var 3. flokkur kvenna að spila í úrslitum íslandsmótsins. Mótherjarnir í undanúrslitum voru lið HK. KA/Þór og HK
höfðu spilað tvívegis yfir veturinn og hvort lið unnið einn leik.
KA/Þór komst 1-0 yfir en átti eftir það lítinn möguleika í leiknum. HK fór í 5-1 og var munurinn mestur 8 mörk. Stelpurnar
náðu aldrei að koma sér í gírinn sóknarlega og vörnin var afspyrnu léleg framan af, það var helst fyrir stórleik Lovísu
í markinu að munurinn varð ekki stærri.