20.09.2010
Stelpurnar í 4. flokk kvenna spiluðu á niðurröðunarmóti Íslandsmótsins nú um helgina.
Stelpurnar spiluðu þrjá leiki og töpuðust tveir af þeim en einn leikur vannst.
Á föstudag spiluðu stelpurnar við lið Fram og fór hann 14-12 fyrir Fram. KA/Þór byrjaði ákaflega illa og komust Fram stelpur í
þægilegt forskot. Í síðari hálfleik var allt annað upp á teningnum og minnkuðu KA/Þór stelpur muninn jafnt og þétt og
fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn en það gekk ekki upp og eins og áður sagði vann Fram með tveimur mörkum.
13.09.2010
Það þurfti að gera nokkrar breytingar á æfingatöflu handboltans sem var birt á dögunum. Gerðar voru breytingar á æfingum 4.
flokks stúlkna og drengja, unglingaflokkum karla og kvenna svo og meistaraflokki kvenna. Ný tafla hefur tekið gildi og hvetjum við alla til að kynna sér hana.
Vonandi sjáum við sem flesta, hressa og káta eftir gott sumar, öllum er velkomið að koma og prófa. Fréttabréf um starf vetrarins verður sett
inn á síðuna síðar.
Smelltu hér til að skoða æfingatöfluna.
08.09.2010
Þá er fyrsta vika handboltatímabilsins liðin og er mæting á æfingar mjög góð, gaman að sjá hvað bæði
strákar og stelpur eru áhugasöm og hafa gaman á æfingum. Allir krakkar eru velkomnir að koma og prófa. Í vetur ætlum við
að reyna að setja upplýsingar um starfið hér á heimasíðu KA og verður þá vonandi auðveldara að fylgjast með
því sem er að gerast hjá okkur.
Nú er einmitt tíminn sem menn eru að velta fyrir sér kaupum á innanhússkóm. Skórnir frá síðasta vetri orðnir of
litlir, þó þeir séu svo til óslitnir og dýrt að kaupa nýja. Við ætlum því að bjóða upp á
skiptimarkað með innanhússkó , næstkomandi laugardag.
23.08.2010
Hér er tilkynning til 4. fl. karla í handbolta:
Fundur verður haldin í KA - Heimilinu n.k. miðvikudag kl 17:00 í KA - Heimilinu. Það er mjög mikilvægt að allir mæti. Látið
fundarboðið berast! Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta skulu hafa samband við undirritaðan.
Jóhannes Bjarnason
GSM: 6623200
23.08.2010
Dagana 24. og 25. september verður Kjarnafæðismótið í handbolta haldið en mótið er ætlað meistaraflokki kvenna. Mótið verður
haldið í KA - heimilinu en einnig verður þar haldin grillveisla ásamt verðlaunafhendingu á laugardagskvöldinu. Aðstandendur mótsins eru farnir
að taka á móti skráningum. Það er Jóhannes G. Bjarnason, Jói Bjarna, sem veitir frekari upplýsingar og tekur við skráningum í
síma 6623200 eða á netfanginu joigb@akmennt.is. Hægt verður að gista í KA - heimilinu og ekkert
þáttökugjald verður á mótið.
08.08.2010
Mst. flokkur kvenna og 3. flokkur kvenna hóf æfingar nú í síðustu viku og 4. flokkur kvenna byrjar eftir helgi.
Þjálfarar flokkana vilja því koma því á framfæri hvenær næstu æfingar eru.
Mst. flokkur kvenna á næst æfingu klukkan 18:00 upp í KA heimili á mánudaginn.
Forföll berist til Bróa í síma 863-2675
3. flokkur kvenna á einnig æfingu klukkan 18:00 upp í KA heimili á mánudaginn.
Báðir flokkar mæti með inni- og útiföt.
Æfingar hefjast hjá 4. flokk kvenna á þriðjudaginn og er mæting upp í KA heimili klukkan 16:00. Leikmenn mæti með inni- og
útiföt.
Þjálfarar
13.07.2010
Nú þegar hópurinn hefur vonandi allur skilað sér heim og engin stórslys orðið á fólki er vert að þakka öllum þeim sem
komu að þessari ferð kærlega fyrir.
Krakkarnir voru félagi sínu og foreldrum til sóma innan vallar sem utan og aginn sem þau búa yfir á eftir að reynast þeim vel í
framtíðinni.
10.07.2010
Síðustu dagar hafa svo sannarlega verið kaflaskiptir. Á fimmtudaginn rigndi eins og enginn væri morgundagurinn og úr varð einhverskonar vatnabolti á
gríðarlega hálum gervigrasvelli. Dramatískir sigrar í takt við ekki svo dramatísk töp áttu sér stað á rigningardeginum mikla
og óhætt að segja að sú upplifun sem krakkarnir fengu þennan dag mun lifa með þeim eitthvað inn í lífið.
07.07.2010
Byrjum á því mikilvæga, símanúmer fólksins sem stjórnar.
Sigga: 0046700236189
Fúsi: 0046737330481
Systa: 0046737330203
Kara: 0046700236192
Stefán: 0046737330188
06.07.2010
Ferðin hingað gekk nokkud vel, vonum framar mætti jafnvel segja. Eina sem hægt er að kvarta yfir er að tvíburarnir Bjarni og Kristján stóðu
fyrir miklu veseni og sendu töskurnar sínar með vitlausri flugvél til Svíþjóðar! Klárt mál að sökin liggur hjá þeim
tveim!
Í dag fór allur hópurinn í Skara Sommerland, fyrir utan þjálfarana þar að segja, og buslar þar í þessum
skrifudu orðum.