Fréttir

Handbolti í KA heimilinu um helgina

Það verður líf og fjör í KA heimilinum um helgina en þá verða spilaðir 5 leikir í unglingaflokkum karla og kvenna.  Við hvetjum fólk til að koma og styðja við bakið á ungu handboltafólki á Akureyri. Föstudagur kl. 20:00  3. flokkur karla 2 deild:  KA-HK Laugardagur kl. 14:00 4. flokkur karla 1 deild: KA-Selfoss Laugardagur kl. 15:15 4. flokkur kvenna 2 deild A: KA/Þór-Stjarnan Laugardagur kl. 16:30 4. flokkur kvenna 2 deild B: KA/Þór-Stjarnan Sunnudagur kl. 15:00 3. flokkur kvenna 1 deild: KA/Þór-HK

6. flokkur stráka: Æfingaleikir í Höllinni - Myndir

Á dögunum hittust strákar úr 6. flokki hjá KA, Þór og Völsungi í Íþróttahöllinni. Liðin léku nokkra æfingaleiki, KA var með eitt lið af eldra ári og tvö af yngra ári. Þetta var hin ágætasta skemmtun fyrir strákana og allt gekk vel fyrir sig. Að loknum leikjum fengu allir smá hressingu áður en Völsungar sneru heim á ný.

4. flokkur kvenna úr leik eftir hetjulega baráttu.

4. flokkur kvenna spilaði á laugardeginum gegn toppliði 1. deildar í bikarkeppninni. KA/Þór spilar í 2. deild og hafa sýnt það í fyrstu leikjum vetrarins að þær eru til alls líklegar. Fylkir trónir á toppi 1. deildar taplausar og því ljóst að um verðugan andstæðing var að ræða. KA/Þór byrjaði leikinn af miklum krafti og náði fljótt yfirhöndinni. Fylkisstelpum virtist hálf brugðið og KA/Þór virtist ætla að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Þá var eins og þeim brygðist kjarkurinn og Fylkisstelpur gengu á lagið. Síðustu mínúturnar í seinni hálfleik voru algjörlega í eigu Fylkis og fóru verðskuldað inn í hálfleikinn með tveggja marka forustu.

Græna tunnan: fjáröflun handknattleiksdeildar og unglingaráðs

Handknattleiksdeild/unglingaráð KA er í samstarfi við Íslenska Gámafélagið að breiða út Grænu tunnuna en sem er liður í umhverfisstefnu Akureyrarbæjar. Um leið er þetta fjáröflun fyrir félagið. Viltu losna við að fara í grenndargáma? Viltu styrkja KA í leiðinni? Verð 950 kr. á mánuði. Verum umhverfisvæn, flokkum rusl í grænu tunnuna og losnum við ferðir í grenndargáma. Í grænu tunnuna fer endurvinnanlegt sorp t.d. dagblöð, fernur, plast, rafhlöður og áldósir. Hafið samband og pantið tunnu. Þú getur hringt í síma 892-2612 eða 462-3482 og svo má líka senda tölvupóst á ka-handbolti@ka-sport.is.

6. flokkur karla gerði góða ferð í Hafnarfjörð - myndir

KA 1 og KA 2 í 6.fl. karla eldra ár fóru á mót um helgina sem haldið var af Haukum í Hafnarfirði. KA 1 keppti í 1. deild og stóðu þeir sig vel þótt tveir leikir hafi tapast með aðeins einu marki en upp úr stóð jafntefli við FH sem vann mótið og tapaði aðeins stigi á móti okkar mönnum. Þessi deild er mjög jöfn að getu og vantaði okkur bara smá heppni til að ná lengra.

Handboltaleikir í KA heimilinu um helgina

Nú um helgina verður nóg um að vera í handboltanum í KA heimilinu. Afturelding kemur í heimsókn og spilar þrjá leiki við KA. Föstudagur 26/11 kl. 18:30  KA-Afturelding 3 flokkur kk. 2.deild Laugardagur 27/11 kl. 11:30 KA-Afturelding 4 flokkur kk. 1.deild Laugardagur 27/11 kl. 17:30 KA-Afturelding 3 flokkur kk. 1.deild Við hvetjum fólk til að koma í KA heimilið og sjá þessa ungu og efnilegu handboltastráka félagsins.

Fjáröflun handknattleiksd./unglingaráðs KA og umhverfismál

Handknattleiksdeild/unglingaráð KA eru í samstarfi við Íslenska Gámafélagið að breiða út Grænu tunnuna en sem er liður í umhverfisstefnu bæjarins. Um leið er þetta fjáröflun fyrir félagið. Styrkjum K.A Verum umhverfisvæn, flokkum rusl í grænu tunnuna og losnum við ferðir í grenndargáma. Í grænu tunnuna fer endurvinnanlegt sorp t.d. dagblöð, fernur, plast, rafhlöður og áldósir. Aðeins 950 kr. pr mán.   Hafið samband og pantið tunnu. Þú getur hringt í síma 892-2612 eða sent tölvupóst á ka-handbolti@ka-sport.is.

Handboltamót 5. flokks drengja yngra ár - ferðasaga

5. flokkur drengja yngra ár fór í sína aðra keppnisferð í vetur til Reykjavíkur um síðustu helgi, 19-20 nóv. Nú var ferðinni heitið í Gróttuheimilið þar sem mótið var haldið að þessu sinni. Handboltalið KA var með tvö lið og spilaði KA1 í 2. Deild og KA2 í 4.deild.

Akureyri - HK, troðfyllum Íþróttahöllina á fimmtudaginn!

Akureyrarliðið skemmti landsmönnum svo sannarlega í beinni útsendingu á RÚV á laugardaginn með frábærum leik gegn FH. Næsti kafli í ævintýrinu fer fram fimmtudaginn í Höllinni þegar helstu mótherjar okkar, HK mæta eftir að hafa hitað upp í Rússlandi um síðustu helgi. Allir þeir sem skemmtu sér við sjónvarpið fá nú kjörið tækifæri til að upplifa stemminguna á eigin skinni með því að mæta í Höllina. Það er fátt sem jafnast á við að taka þátt í stemmingunni í troðfullri Höll og fylgjast með tveim bestu og skemmtilegustu liðum landsins kljást á vellinum.

KA/Þór tapaði gegn Haukum í 3. kvenna

Stelpurnar í 3. flokk spiluðu sinn þriðja leik í deildinni nú um helgina gegn liðinu í 2. sæti, Haukum.  Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en alltaf beið maður eftir því að stelpurnar tækju úr 1. gír og færu fram úr. Haukar leiddu með einu marki í hálfleik 10-11 og KA/Þór síst lakara liðið.