Fréttir

KEA afhenti styrk úr menningar-og viðurkenningasjóði

KEA afhenti styrki úr Menningar-og viðurkenningasjóði félagsins í gær og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi. Þetta var í 88. skipti sem sjóðurinn veitir styrki en úthlutað var rúmum 15 milljónum króna til 42 aðila

Ekki missa af glæsilegu KA jólakúlunum!

Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu er með glæsilegar KA jólakúlur til sölu en kúlan er fallega blá, 7 cm með gullslegnu KA merki og gylltum borða. Jólakúlan kemur í fallegum kassa, kostar 3.000 kr og rennur allur ágóði af sölunni til yngriflokka KA í knattspyrnu

Stórafmæli í desember

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í desember innilega til hamingju.

KA á 5 fulltrúa í æfingahópum A-landsliðanna

Næstum því tvö ár eru liðin frá því að A-landslið karla og kvenna í blaki spiluðu leiki en sú bið er brátt á enda. Landsliðin taka þátt í Novotel Cup í Lúxemborg dagana 28.-30. desember næstkomandi og framundan er undirbúningur fyrir mótið

Iðunn Rán æfði með U17 ára landsliðinu

Iðunn Rán Gunnarsdóttir stóð í ströngu með U17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu á dögunum. Stelpurnar komu saman til æfinga í Skessunni og léku svo æfingaleik gegn liði Vals á Origo vellinum. U17 ára liðið fór þar með góðan 4-2 sigur af hólmi

Auður og Rakel í lokahóp U17

Auður Pétursdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir voru í dag valdar í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands í blaki sem tekur þátt í undankeppni EM í Köge í Danmörku dagana 17.-19. desember næstkomandi. Tamas Kaposi er aðalþjálfari og Tamara Kaposi-Peto er aðstoðarþjálfari

Ísfold Marý æfði með U19 ára landsliðinu

Landslið Íslands í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri hefur staðið í ströngu að undanförnu en Þór/KA á einn fulltrúa í hópnum en það er hún Ísfold Marý Sigtryggsdóttir. Þá bættist María Catharina Ólafsdóttir Gros við hópinn í miðju verkefninu en hún leikur nú með liði Celtic

Jólahappdrætti KA og KA/Þórs - dregið 14. des

Meistaraflokkar KA og KA/Þórs í handbolta standa fyrir stórglæsilegur jólahappdrætti þar sem yfir 60 vinningar eru í boði. Aðeins verður dregið úr seldum miðum og því ansi góðar líkur á að detta í lukkupottinn. Dregið verður 14. desember og því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst

Auður og Rakel æfðu með U17 á Húsavík

Stúlknalandslið Íslands í blaki skipað leikmönnum 17 ára og yngri kom saman til æfinga á Húsavík um helgina en framundan er undankeppni fyrir Evrópumótið í desember. KA átti tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Auður Pétursdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir

Aldís og Rakel með sín fyrstu landsliðsmörk

Kvennalandslið Íslands í handbolta tók þátt í æfingamóti í Tékklandi sem lauk í dag og átti KA/Þór alls fimm fulltrúa í hópnum. Þetta eru þær Aldís Ásta Heimisdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Rut Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir