Fréttir

Fótboltaveislan hefst í Kórnum í dag!

Þá er loksins komið að því að fótboltasumarið hefjist en KA sækir HK heim í dag klukkan 17:00 í Kórnum. Strákarnir eru svo sannarlega klárir í slaginn og ætla sér að byrja sumarið á þremur stigum

KA/Þór tekur á móti Val í stórleik

Það er heldur betur stórleikur á dagskrá í KA-Heimilinu í dag þegar KA/Þór tekur á móti Val í síðasta heimaleik sínum í Olísdeildinni í vetur. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar ásamt Fram þegar aðeins tvær umferðir eru eftir og risastig í húfi

Akureyrarfjör 8. og 15. maí

Skráning á aðalfund KA - 30. apríl

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn föstudaginn 30. apríl næstkomandi klukkan 20:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Það er ljóst að vegna þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gangi þurfum við að taka við skráningu á þeim sem ætla sér að mæta á fundinn

Midtjylland knattspyrnuskólinn á KA-svæðinu

KA og danska stórliðið FC Midtjylland hafa undirritað samning þess efnis að haldinn verði knattspyrnuskóli fyrir stráka og stelpur í 3.- 6. flokki alls staðar að af landinu. Aðalþjálfarar úr akademíu FC Midtjylland munu þjálfa í skólanum og þeim til halds og trausts verða færir íslenskir þjálfarar

Óskum eftir þjálfurum

Óskum eftir yfirþjálfara í hópfimleikum, dansþjálfara í hópfimleikum og Parkour þjálfara.

Sjö fulltrúar í U15 og U16 hópunum

KA og Þór/KA eiga alls sjö fulltrúa í U15 og U16 landsliðshópum í knattspyrnu sem æfa næstkomandi daga í Kaplakrika í Hafnarfirði. Það er mikil gróska í knattspyrnustarfinu okkar og frábær viðurkenning að jafn margir iðkendur úr okkar röðum séu valdir í landsliðsverkefni

Landsbankinn framlengir við knattspyrnudeild KA

Knattspyrnudeild KA og Landsbankinn skrifuðu í dag undir nýjan styrktarsamning sem mun gilda út keppnisárið 2022. Landsbankinn hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar og erum við afar þakklát fyrir áframhaldandi samstarf sem mun skipta miklu máli í knattspyrnustarfi KA

Satchwell framlengir við KA um tvö ár

Handknattleiksdeild KA og markvörðurinn knái Nicholas Satchwell skrifuðu í dag undir nýjan samning og er Nicholas því samningsbundinn KA næstu tvö árin. Þetta eru mikil gleðitíðindi enda hefur Nicholas komið sterkur inn í lið KA í vetur og staðið sig með prýði

Búið að draga í happdrætti knattspyrnudeildar

Dregið var í happdrætti meistaraflokks KA í knattspyrnu í dag og þökkum við öllum þeim sem styrktu liðið með því að taka þátt. Fjáröflun sem þessi skiptir sköpum fyrir baráttuna í Pepsi Max deildinni í sumar og ákaflega gaman að sjá hve margir tóku þátt að þessu sinni