14.03.2021
KA og HK mættust í úrslitaleik Kjörísbikarsins í blaki í dag en liðin mættust einmitt í síðasta úrslitaleik keppninnar sem fór fram árið 2019 og þá vann KA frábæran 3-1 sigur sem tryggði fyrsta Bikarmeistaratitil félagsins í kvennaflokki
14.03.2021
KA tók á móti Grindavík í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikarsins í gærkvöldi. Aðrir leikir í riðlinum fóru fram fyrr um daginn og því var orðið ljóst að strákarnir þurftu að minnsta kosti stig til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar
13.03.2021
KA mætti Völsung í undanúrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki í gær en KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir að hafa hampað sigri í keppninni árið 2019. Reiknað var með sigri okkar liðs en Húsvíkingar höfðu slegið út efstudeildarlið Álftanes á leið sinni í leikinn og því hættulegt að vanmeta andstæðinginn
13.03.2021
KA/Þór sótti HK heim í Olísdeild kvenna í handboltanum í gær en leiknum hafði verið frestað tvívegis og stelpurnar líklega ansi fegnar að komast loksins suður og í leikinn. Í millitíðinni hafði Fram skotist upp fyrir stelpurnar og á topp deildarinnar
12.03.2021
KA og Völsungur mætast klukkan 17:00 í undanúrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki í Digranesi í dag. KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir sigur í keppninni árið 2019 en vegna Covid veirunnar fór Bikarkeppnin ekki fram í fyrra
12.03.2021
UPPFÆRT! KA/Þór liðið er komið suður og allt ætti að verða klárt þannig að leikurinn fari loksins fram klukkan 18:00 í dag, föstudag.
11.03.2021
KA tók á móti Þór í 3. flokki karla í kvöld en fyrir leikinn var KA á toppnum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Þór á botninum án stiga eftir fjóra leiki. En í nágrannaslögum liðanna skiptir deildarstaðan engu og það varð heldur betur raunin í kvöld
11.03.2021
KA tekur á móti Þór í 3. flokki karla í handboltanum klukkan 19:50 í KA-Heimilinu í kvöld. Strákarnir hafa farið vel af stað í vetur og eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína en Þór er á botninum án stiga eftir fjóra leiki
10.03.2021
Meistaraflokkur KA/Þórs er með stórskemmtilegt páskaeggjabingó þar sem þú getur unnið risastórt 1,35 kg páskaegg frá Nóa Síríus. Á hverju korti eru tíu línur og því ansi miklar líkur á sigri með hverri línu sem þú kaupir
10.03.2021
Stúlknalandslið Íslands í handbolta munu æfa dagana 19.-21. mars næstkomandi og hafa nú verið gefnir út æfingahópar fyrir U15, U17 og U19 ára landsliðin. KA/Þór á alls 10 fulltrúa í hópunum þremur sem er frábær árangur