Fréttir

Kara Guðrún Melstað látin

Kara Guðrún Melstað er látin 61 árs að aldri. Kara var mikill stuðningsmaður KA og þó sérstaklega handknattleiksdeildarinnar á meðan hún og eiginmaður hennar, Alfreð Gíslason, bjuggu á Akureyri

Stórafmæli í júní

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júní innilega til hamingju.

Þakkir frá stjórninni

Nú hafa allir hópar nema keppnishópar lokið æfingum þennan veturinn og er óhætt að segja að hann hafi verið öllum erfiður hvort sem eru iðkendur, þjálfarar eða foreldrar. Bæði vöntun á þjálfurum og Covid hafa sett svip sinn á þennan vetur. Af því tilefni vill stjórn FIMAK þakka iðkendum, þjálfurum og foreldrum innilega fyrir að halda þetta út með okkur. Stjórn FIMAK eins og aðrir horfa til bjartari tíma og er það ósk okkar að þið verðið með okkur áfram því þið eruð frábær!! Kærar þakkir

Veislan hefst á morgun! KA - Valur 18:00

Eftir langa bið er loksins komið að því að KA taki aftur þátt í úrslitakeppninni í handbolta karla. Strákarnir hefja leik á morgun, þriðjudag, gegn Val í 8-liða úrslitum. Leikið er heima og heiman og það lið sem hefur betur í leikjunum samanlagt fer áfram í undanúrslitin

Allir keppendur KA á pall og Breki Íslandsmeistari

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í júdó og átti Júdódeild KA alls níu fulltrúa á mótinu, sex drengi og þrjár stúlkur. Eftir erfiðan vetur voru krakkarnir spenntir að fá að reyna á sig á stóra sviðinu og ekki stóð á árangri hjá þeim

Flottur árangur KA á Íslandsmóti yngriflokka

Um helgina fór fram Íslandsmót yngriflokka í blaki en keppt var á Neskaupstað. Keppt var í þremur aldursflokkum og tefldi KA fram liðum í öllum flokkum og sendi alls fjögur lið til keppni

Ásgeir og Ari Íslandsmeistarar í B-flokki

Íslandsmótið í Badminton fór fram um helgina og hampaði Spaðadeild KA tveimur Íslandsmeistaratitlum. Þeir Ásgeir Adamsson og Ari Þórðarson sigruðu í B-flokki tvíliðaleiks og þá vann Ari einnig B-flokkinn í einliðaleiknum

KA/Þór í úrslit eftir svakalegan leik (myndaveislur)

KA/Þór tók á móti ÍBV í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna í KA-Heimilinu í gær. Liðin höfðu unnið sitthvorn leikinn og því ljóst að það lið sem færi með sigur af hólmi myndi fara í lokaúrslitin og mæta þar Val

Brynjar Ingi lék 80 mínútur gegn Mexíkó

Brynjar Ingi Bjarnason lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd í nótt er Ísland mætti Mexíkó í æfingaleik í Dallas í Bandaríkjunum. Brynjar Ingi sem er aðeins 21 árs gamall var í byrjunarliðinu og lék nær allan leikinn í hjarta varnarinnar í 2-1 tapi Íslands

Jón, Allan, Patti og Jói framlengja við KA

Jón Heiðar Sigurðsson, Allan Norðberg, Patrekur Stefánsson og Jóhann Geir Sævarsson framlengdu allir samning sinn við Handknattleiksdeild KA í dag. Þetta eru frábærar fréttir enda leika þeir allir stórt hlutverk í okkar öfluga liði sem hefur leik í úrslitakeppninni á þriðjudaginn er Valsmenn mæta norður