23.04.2021
KA sækir Þrótt Neskaupstað heim í lokaleik Mizunodeildar kvenna í blaki í dag en nýverið tók blaksambandið þá ákvörðun að skera út leiki í deildarkeppninni til að tryggja það að úrslitakeppnin fari fram í vor
22.04.2021
KA tók á móti nágrönnum sínum í Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins á KA-vellinum í gær. Liðin höfðu bæði unnið sannfærandi sigra í sínum riðli en riðlakeppninni lauk í upphafi febrúar og Akureyringar því búnir að bíða í þó nokkurn tíma eftir leiknum
22.04.2021
Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í handboltanum í dag þegar KA sækir Gróttu heim klukkan 16:00 í Hertz höllinni. Þetta verður fyrsti leikur strákanna í akkúrat mánuð eftir síðustu Covid pásu og verður áhugavert að sjá hvernig liðin mæta til leiks
21.04.2021
Það er heldur betur stórleikur á KA-vellinum í dag þegar KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins klukkan 19:00. Nú eru einungis nokkrir dagar í að hasarinn í sumar hefjist og verður spennandi að sjá standið á strákunum auk þess sem að leikir KA og Þórs eru ávallt veisla
21.04.2021
Það er bæjarslagur í 4. flokki karla yngri í handboltanum í dag þegar KA og Þór mætast klukkan 16:50 í KA-Heimilinu. Eins og alltaf má búast við miklum baráttuleik þegar þessi lið mætast og alveg ljóst að strákarnir okkar verða klárir í slaginn
19.04.2021
Við hjá FIMAK bjóðum foreldrum/forráðarmönnum að halda afmælisveislur fyrir börn í fimleikasalnum hjá okkur.
Ákveðið var að bjóða upp á þá nýjung að bjóða salinn til útleigu á fimmtudaginn 22.apríl eða sumardaginn fyrsta.
Laus eru tvö pláss þann dag.
Ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur það endilega sendið okkur póst á afmæli@fimak.is eða hér í gegnum síðuna.
16.04.2021
Handboltaleikjaskóli KA hefst að nýju á sunnudaginn eftir covid pásu en skólinn er fyrir hressa krakka fædd 2015-2017. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt
15.04.2021
Æfingar byrja í dag fimmtudag 15 apríl með hefðbundnu sniði hjá öllum hópum. Vinsamlegast fylgist með tilkynningum á Sprotabler frá þjálfurum.
14.04.2021
Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn föstudaginn 30. apríl næstkomandi klukkan 20:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Þá munu aðalfundir handknattleiks-, blak-, júdó- og spaðadeildar fara fram dagana 29. og 30. apríl
13.04.2021
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu stendur nú fyrir glæsilegu happdrætti þar sem verðmæti vinninga er yfir 1.500.000 krónum. Aðeins verður dregið úr seldum miðum og ansi miklar líkur á að hampa góðum vinning á sama tíma og þú leggur liðinu okkar lið fyrir komandi átök í sumar