08.06.2021
Brynjar Ingi Bjarnason var enn og aftur í byrjunarliði A-landsliðs Íslands í knattspyrnu er Ísland sótti Pólland heim í æfingaleik í dag. Binni sem kom inn sem nýliði í hópinn gerði sér lítið fyrir og var í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum í þessu landsliðsverkefni
08.06.2021
Alexander Arnar Þórisson var valinn í úrvalslið Mizunodeildar karla á nýafstöðnu blaktímabili. Blaksambandið kemur að valinu en Lexi lék að vanda lykilhlutverk í liði KA sem endaði í 2. sæti Íslandsmótsins og er afar vel að heiðrinum kominn
08.06.2021
Þór/KA á þrjá fulltrúa í æfingahóp U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 21.-24. júní en æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Danmörku 4.-13. júlí næstkomandi
08.06.2021
Bjarni Aðalsteinsson hefur framlengt samning sínum við knattspyrnudeild KA út árið 2024. Bjarni sem verður 22 ára á árinu er öflugur miðjumaður sem er uppalinn í KA
08.06.2021
Æfingatafla sumarsins hjá fótboltanum tekur gildi miðvikudaginn 9. júní.
07.06.2021
KA/Þór tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið í sögunni með fræknum sigri á Val í Valsheimilinu í gær. Fjölmargir stuðningsmenn lögðu leið sína á leikinn og úr varð frábær stemning og stórkostleg sigurhátið í leikslok
07.06.2021
Strákarnir á yngra ári í 4. flokki karla í handboltanum leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en strákarnir tryggðu sér sæti í úrslitunum með frábærum 31-16 sigri á HK í KA-Heimilinu í dag
05.06.2021
Miðasalan er í fullum gangi á leik Vals og KA/Þórs að Hlíðarenda klukkan 15:45 á sunnudaginn. Stelpurnar tryggja sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn með sigri og við ætlum að fylla kofann
05.06.2021
Brynjar Ingi Bjarnason heldur áfram að gera það gott með íslenska A-landsliðinu en í gær lé hann allan leikinn er Ísland sótti 0-1 sigur til Færeyja. Á dögunum lék hann 80 mínútur gegn sterku liði Mexíkó og það er alveg ljóst að okkar maður er heldur betur að vekja athygli með framgöngu sinni
04.06.2021
Níu leikmenn framlengdu á dögunum samning sinn við KA/Þór í handboltanum en liðið er eins og flestir ættu að vita Deildarmeistari og leiðir 1-0 í einvíginu um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Það er þó alveg ljóst að við viljum meira og algjört lykilskref að halda áfram okkar öflugu leikmönnum innan okkar raða