Fréttir

KA/Þór Deildarmeistari (myndir og myndband)

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Deildarmeistaratitilinn um helgina. Stelpurnar sóttu ríkjandi meistara Fram heim í hreinum úrslitaleik og sýndu enn og aftur frábæran karakter þegar þær komu til baka úr erfiðri stöðu og knúðu fram jafntefli sem dugði til að tryggja efsta sætið

Úrslitaleikur Fram og KA/Þórs kl. 13:30

Það er heldur betur stórleikur á dagskrá í dag þegar KA/Þór sækir Fram heim í lokaumferð Olísdeildar kvenna í handbolta. Liðin eru jöfn á toppi deildarinnar og því um hreinan úrslitaleik um Deildarmeistaratitilinn að ræða

Fyrsti sigur KA í Vesturbænum frá 1981

KA gerði ansi góða ferð í Vesturbæinn í dag er liðið lagði KR að velli 1-3 en leikurinn var liður í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar. Fyrir leik var KA með eitt stig en KR-ingar voru með þrjú á toppnum

Vladan Dogatovic til liðs við KA á láni

Knattspyrnudeild KA hefur náð samkomulagi við Grindavík um lán á Vladan Dogatovic út keppnistímabilið. Vladan sem er 36 ára gamall markvörður frá Serbíu hefur leikið með Grindavík frá árinu 2019 en þar áður hafði hann leikið allan sinn feril í Serbíu

Kári Gautason semur út árið 2023

Kári Gautason skrifaði á dögunum undir samning við Knattspyrnudeild KA út árið 2023. Kári sem verður 18 ára á árinu hefur komið af krafti inn í hóp meistaraflokks að undanförnu og var meðal annars í leikmannahópi KA liðsins í fyrsta leik sumarsins um síðustu helgi

Ársmiðahafar í forgangi í sumar

Það eru einungis átta dagar í fyrsta heimaleik KA í Pepsi Max deildinni í fótbolta í sumar en þann 12. maí tekur liðið á móti Leikni Reykjavík. Takmarkanir eru á áhorfendafjölda þessa dagana á leikjum og ljóst að aðeins 200 áhorfendur munu fá að mæta á leikinn

Matea Lonac framlengir við KA/Þór

Matea Lonac skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleikslið KA/Þórs. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Matea verið frábær í marki liðsins undanfarin tvö tímabil. Í vetur er Matea með hæstu prósentuvörslu í Olísdeildinni af aðalmarkvörðum liðanna

Merki KA uppfært

Aðalstjórn KA samþykkti á dögunum breytingar á merki félagsins og hvetjum við alla aðila sem notast við merkið til að uppfæra það sem allra fyrst. Eins og fyrr er vakin athygli á því að það er með öllu óheimilt að nota KA merkið nema með sérstöku leyfi aðalstjórnar KA

Markalaust jafntefli í Kórnum

KA lék sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni þetta sumar í gær er liðið sótti HK heim. Mikil eftirvænting var eðlilega fyrir leiknum en bæði lið mættu varfærnislega til leiks og úr varð frekar lokaður leikur sem var lítið fyrir augað

Stórafmæli í maí

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í maí innilega til hamingju.