Fréttir

Stórt skref stigið með sigri á ÍBV (myndaveisla)

KA tók á móti ÍBV í Olísdeild karla í handbolta í gær en deildin er gríðarlega jöfn og spennandi fyrir lokaumferðirnar og þurfti KA liðið á sigri að halda gegn sterku Eyjaliði til að koma sér í kjörstöðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni

KA vann fyrri leikinn (myndaveisla)

KA tók á móti HK í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla í KA-Heimilinu í gær. Liðin voru hnífjöfn í vetur og enduðu í 2. og 3. sæti deildarinnar og mátti því búast við hörkuleik sem úr varð en liðin hafa barist grimmt um helstu titlana undanfarin ár

Við ætlum okkur alla leið!

Kæru KA-menn, við hjá knattspyrnudeild KA viljum standa fyrir öflugu afreksstarfi og vera leiðandi félag á Norðurlandi sem og landinu öllu. Það er markmið okkar að geta teflt fram samkeppnishæfu liði við þau bestu á landinu um leið og við viljum búa til farveg fyrir unga og efnilega leikmenn félagsins að keppa undir merkjum KA

Risaleikur í blakinu í kvöld!

KA tekur á móti HK í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla klukkan 19:00 í kvöld. Liðin hafa barist um stóru titlana undanfarin ár og má svo sannarlega búast við hörkuleik

Stórleikur gegn ÍBV kl. 14:00 á sunnudag

KA tekur á móti ÍBV í Olísdeild karla á morgun klukkan 14:00 í gríðarlega mikilvægum leik. Baráttan í deildinni er gríðarlega hörð og ljóst að hvert stig mun telja ansi mikið þegar upp er staðið

Fótboltaæfingar 8. fl eru á sparkvellinum við Lundarskóla

Í maí og fyrstu vikuna í júní þá eru fótboltaæfingar í 8. flokki á sparkvellinum við Lundarskóla. Æfingarnar eru oftast settar upp þannig að krökkunum er skipt upp í 4-8 manna hópa sem fara í þrjár til fjórar stöðvar með mismunandi æfingum

Síðasti handboltaleikjaskóli vetrarins á morgun

Á morgun, sunnudag, fer fram síðasti handboltaleikjaskóli vetrarins en skólinn sem er fyrir hressa krakka fædd 2015-2017 hefur heldur betur slegið í gegn. Það verða ýmsir skemmtilegir leikir í boði og í lokin verða verðlaun og kökuveisla fyrir okkar mögnuðu iðkendur

Myndaveislur frá 3-0 sigri KA

KA tók á móti Leikni Reykjavík í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í gær. Þetta var fyrsti heimaleikur sumarsins hjá KA liðinu en hann fór fram á Dalvíkurvelli. Fjölmargir stuðningsmenn KA gerðu sér ferð til Dalvíkur og voru heldur betur ekki sviknir

Hallgrímur Mar leikjahæstur í sögu KA

Hallgrímur Mar Steingrímsson er nú leikjahæsti leikmaðurinn í sögu knattspyrnudeildar KA en Grímsi sló metið í sigurleiknum á Leiknismönnum í gær. Hann hélt að sjálfsögðu upp á daginn með tveimur mörkum

Tryggðu þér ársmiða fyrir fyrsta leik!

Fyrsti heimaleikur KA í sumar er á miðvikudaginn! Strákarnir taka á móti Leikni Reykjavík þann 12. maí klukkan 17:30 á Dalvíkurvelli. Takmarkanir eru á áhorfendafjölda þessa dagana á leikjum og ljóst að aðeins 200 áhorfendur munu fá að mæta á leikinn