Fréttir

Myndir frá Íslandsmeisturum KA í 4. flokki

KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki yngri í handboltanum um helgina þegar strákarnir unnu frábæran 15-20 sigur á Aftureldingu í úrslitaleik. Strákarnir töpuðu ekki leik allan veturinn og standa því uppi sem Íslands- og Deildarmeistarar

Fimm úr Þór/KA á úrtaksæfingar U15

Þór/KA á alls fimm fulltrúa á úrtaksæfingum U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem fara fram dagana 21.-24. júní næstkomandi á Selfossi. Ólafur Ingi Skúlason er landsliðsþjálfari U15 og hefur umsjón með æfingunum

KA stelpur unnu TM mótið í Eyjum

KA sendi alls fimm lið á TM mótið í Vestmannaeyjum sem fór fram um helgina. TM mótið er eitt allra stærsta mót ársins og er ávallt beðið eftir því með mikilli eftirvæntingu. Ekki nóg með að hart sé barist inn á vellinum þá fer ávallt fram hæfileikakeppni milli félaganna

KA Íslandsmeistari í 4. flokki yngri

KA og Afturelding mættust í úrslitaleik Íslandsmótsins í 4. flokki karla yngri í dag en allir úrslitaleikir yngriflokka í handboltanum fóru fram í dag að Varmá í Mosfellsbæ. Lið Aftureldingar var því á heimavelli en þarna mættust tvö bestu lið landsins

Sigurmyndband Íslandsmeistara KA/Þórs

KA/Þór varð Íslandsmeistari kvenna í handbolta á dögunum eins ætti ekki að hafa farið framhjá neinum. Stelpurnar áttu stórkostlegt tímabil sem þær hófu á því að verða Meistarar Meistaranna, tryggðu sér svo Deildarmeistaratitilinn eftir harða baráttu og loks sjálfan Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Val í úrslitaeinvíginu

Rut og Árni Bragi best á lokahófi KA og KA/Þórs

Lokahóf handknattleiksdeildar KA og KA/Þórs var haldið með pompi og prakt í gær á Vitanum. Frábærum handboltavetri var þar fagnað vel og innilega þar sem Íslandsmeistaratitill KA/Þórs stóð að sjálfsögðu uppúr

KA fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Knattspyrnufélag Akureyrar og allar deildir innan félagsins fengu afhent viðurkenningarskjöl vegna endurnýjunar á fyrirmyndarfélagi ÍSÍ í KA-Heimilinu í dag

7 frá KA og KA/Þór í handboltaskóla HSÍ

Handboltaskóli HSÍ og Alvogen fyrir unga og efnilega iðkendur fer fram um helgina og eiga KA og KA/Þór alls sjö fulltrúa að þessu sinni. Þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir stýra skólanum auk fleiri þrautreyndra þjálfara

17 frá KA og KA/Þór í æfingahópum U15

Æfingahópar U15 ára landsliða Íslands í handbolta hafa verið gefnir út og eiga KA og KA/Þór alls 17 fulltrúa í hópunum. Landsliðshóparnir munu æfa fyrir sunnan helgina 18.-20. júní næstkomandi og er afar gaman að sjá jafn marga úr okkar röðum fá kallið að þessu sinni

Handknattleiksdeild KA og KA/Þór í samstarfi við Perluna ehf leita að starfsfólki

Handknattleiksdeild KA og KA/Þór í samstarfi við Perluna ehf leita að starfsfólki til þess að vinna við hoppukastalann "skrímslið" sem verður staðsettur á Akureyri í sumar!