09.04.2021
Valdimar Logi Sævarsson skrifaði á dögunum undir sinn fyrsta leikmannasamning við knattspyrnudeild KA en hann fagnaði einmitt 15 ára afmæli sínu á sama tíma
07.04.2021
Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Dusan Brkovic og mun hann því styrkja lið okkar enn frekar fyrir komandi baráttu í Pepsi Max deildinni í sumar. Dusan er 32 ára gamall varnarmaður sem kemur frá Serbíu en hann á yfir 150 leiki í Ungverjalandi og varð meðal annars Ungverskur meistari árið 2014
01.04.2021
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í apríl innilega til hamingju.
30.03.2021
Unnur Ómarsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KA/Þór og mun því leika með liðinu á komandi tímabili. Unnur sem er uppalin hjá KA/Þór snýr því aftur heim og verður virkilega gaman að sjá hana aftur í okkar búning í KA-Heimilinu
30.03.2021
Handknattleiksdeild KA gerði í dag samninga við þá Óðin Þór Ríkharðsson, Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson og munu þeir leika með liðinu á næsta tímabili. Samningarnir eru til tveggja ára og er ljóst að koma þeirra mun styrkja KA liðið enn frekar í baráttunni í Olísdeildinni
26.03.2021
Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi á dögunum hóp leikmanna fyrir úrtaksæfingar og á Þór/KA alls fjóra fulltrúa í hópnum
24.03.2021
Ljóst er eftir upplýsingafund ríkisstjórnarinnar í dag að allar æfingar munu falla niður frá og með morgundeginum 25.mars. Á fundinum kom fram að allt íþróttastarf barna-, unglinga og fullorðinna sé óheimilt og gildir þessi reglugerð í þrjár vikur.
Við þjófstörtum því páskafríinu sem átti að hefjast á föstudaginn. Þjálfarar verða í sambandi í gegnum sportabler varðandi framhaldið eftir páska eða þann 6.apríl.
24.03.2021
Nýjar sóttvarnarreglur voru kynntar á fundi almannavarna í dag og taka gildi á miðnætti þar sem allt íþróttastarf var stöðvað auk þess sem 10 manna samkomubann var komið á. KA mun að sjálfsögðu fara eftir reglum og tilmælum stjórnvalda á meðan samkomubannið er í gildi