11.02.2021
Þorsteinn H. Halldórsson nýráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu valdi í dag fyrsta æfingahóp sinn. Hópurinn mun æfa dagana 16.-19. febrúar næstkomandi en aðeins er um að ræða leikmenn sem leika á Íslandi að þessu sinni
11.02.2021
KA lagði nágranna sína í Þór að velli er liðin mættust í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í Höllinni í gær. Leikir liðanna verða iðulega jafnir og spennandi og varð engin breyting þar á í gær. En þegar mest á reyndi voru strákarnir okkar sterkari og sigldu heim 23-26 sigri
11.02.2021
Vissir þú að vegna COVID-19 er hægt að sækja um styrk til þess sveitarfélags sem þú átt heima í fyrir íþrótta- og tómstundastarfi barna sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020
10.02.2021
Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða skrifstofustjóra í 60% starf. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum Akureyar. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf sem kemur að flestu því er viðkemur fimleikafélaginu. Skrifstofustjóri heyrir beint undir Aðalstjórn félagsins og muna vinna í nánu samstarfi við hana. Möguleiki er að fara í fullt starf með þjálfun í sal samhliða.
10.02.2021
Einn af leikjum ársins fór fram í kvöld er KA og Þór mættust í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla í handboltanum í Íþróttahöllinni. Þetta var fyrsta bikarviðureign liðanna frá árinu 1998 og má vægast sagt segja að bæjarbúar hafi beðið spenntir eftir leiknum
10.02.2021
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður haldinn í KA-heimilinu föstudaginn 19. febrúar 2021 kl. 20:00
10.02.2021
Arnar Pétursson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta valdi í dag 19 leikmenn í æfingahóp sem mun æfa á höfuðborgarsvæðinu 17.-21. febrúar næstkomandi. KA/Þór á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Ásdís Guðmundsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir
10.02.2021
KA og Þór mætast í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla klukkan 19:30 í Höllinni í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á RÚV 2. Í gær rifjuðum við upp ógleymanlega viðureign liðanna í bikarkeppninni árið 1998 sem er einmitt síðasti bikarslagur liðanna fyrir leik kvöldsins
09.02.2021
KA og Þór mættust í 4. flokki karla yngri í handbolta í kvöld en leikið var í Síðuskóla. Tímabilið er nýlega komið aftur af stað hjá strákunum eftir Covid pásu og var deildarkeppninni endurraðað til að passa upp á að hægt yrði að klára allar deildir
09.02.2021
Einn af leikjum ársins fer fram í Íþróttahöllinni á morgun, miðvikudag, er Þór og KA mætast í bikarkeppni karla í handboltanum. Liðin hafa ekki mæst í bikarkeppninni frá árinu 1998 og má með sanni segja að mikil eftirvænting sé fyrir leiknum