26.02.2021
KA tók á móti Haukum í KA-Heimilinu í gærkvöldi en leikurinn var frestaður leikur úr 5. umferð Olísdeildarinnar. Liðin höfðu leikið 10 leiki á meðan önnur lið deildarinnar höfðu leikið 11 og deildarkeppnin því hálfnuð eftir kvöldið
25.02.2021
KA tekur á móti Haukum í hörkuleik í Olísdeild karla í handboltanum klukkan 18:00 í kvöld en þetta verður fyrsti leikur strákanna þar sem áhorfendur verða leyfðir frá því í haust
25.02.2021
KA lék við hvurn sinn fingur er liðið vann sannfærandi 3-0 sigur á HK í toppslag í Mizunodeild karla í blaki í KA-Heimilinu í gær. Þetta var aðeins annað tap HK í vetur og ljóst að afar spennandi barátta á toppnum er framundan
25.02.2021
Í fyrsta skipti í sögu FIMAK sendir fimleikafélagið frá sér lið sem mun keppa í frjálsum æfingum á Bikarmóti í áhaldafimleikum. Liðið skipa þær Emílía Mist, Martha Josefine Mekkín, María Sól, Salka og Elenóra Mist og eru fjórar þeirra á 16. aldursári og ein þeirra er á 15. aldursári. Fjórar þeirra eru að keppa í frjálsum æfingum í fyrsta skipti.
24.02.2021
KA tók á móti HK í Mizunodeild karla í blaki í kvöld en liðin hafa barist um helstu titlana undanfarin ár og voru í 2. og 3. sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Það var ljóst að liðið sem myndi tapa væri úr leik í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn og því ansi mikið í húfi
24.02.2021
ATHUGIÐ UPPFÆRT! Alls geta 104 fullorðnir mætt á leikinn í kvöld og verður aðeins ársmiðahöfum hleypt inn. Börn yngri en 16 ára telja ekki í þeirri tölu. Miðasala hefst 19:30 í kvöld og er einfaldlega fyrstur kemur fyrstur fær sem gildir
24.02.2021
Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu gaf í dag út sinn fyrsta æfingahóp en hann tók við sem þjálfari U21 liðsins á dögunum. KA á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þeir Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Hafsteinsson
22.02.2021
Þór og KA mættust öðru sinni á skömmum tíma í Höllinni í gær en KA hafði slegið nágranna sína útúr Coca-Cola bikarnum ellefu dögum áður. Nú var hinsvegar leikið í Olísdeildinni en auk montréttsins í bænum börðust liðin fyrir tveimur ansi mikilvægum stigum
22.02.2021
Stefnumót KA í 4. flokki karla fór fram um helgina en alls léku 22 lið á mótinu þar af fimm frá KA auk eins kvennaliðs frá 3. flokki Þórs/KA. Mótið fór afskaplega vel fram og tókst vel fylgja sóttvarnarreglum en leikið var í Boganum og á KA-vellinum
22.02.2021
Bikarkeppni yngriflokka í blaki fór fram í KA-Heimilinu og Naustaskóla um helgina í umsjá KA og Blaksambands Íslands. Mótshaldið gekk afar vel og fékk KA mikið hrós fyrir skipulag og utanumhald á mótinu sem var með breyttu sniði vegna Covid-19 veirunnar