Fréttir

KA/Þór eitt á toppnum (myndir)

KA/Þór fékk Hauka í heimsókn í 11. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í gær en fyrir leiki dagsins voru stelpurnar á toppi deildarinnar ásamt Fram með 16 stig. Haukar voru hinsvegar í 6. sæti með 9 stig og deildin ákaflega jöfn og spennandi fyrir lokakaflann

Stórleikur hjá Þór/KA í dag

Þór/KA fær ansi verðugt verkefni í dag þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norður í Bogann klukkan 15:30. Þór/KA hefur hafið mótið af krafti og er með fullt hús stiga eftir tvo sigra á Tindastól og FH. Breiðablik er hinsvegar með 4 stig eftir sigur á Stjörnunni og jafntefli gegn Fylki

KA vann stórsigur á Aftureldingu

KA sótti Aftureldingu heim í Lengjubikarnum í dag en leikurinn var liður í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar. Fyrir leik var KA með 6 stig eftir þrjá leiki en Afturelding með 3 stig og þó nokkur spenna í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum keppninnar

Bikardraumurinn úti hjá strákunum

Afturelding tók á móti KA í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla í blaki í dag en bæði lið eru í toppbaráttu í Mizunodeildinni. Það var því ljóst að verkefni dagsins yrði erfitt en KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir að hafa hampað titlinum árið 2019 en ekki var leikið til úrslita í fyrra vegna Covid veirunnar

KA og Selfoss skildu jöfn (myndir)

KA tók á móti Selfoss í Olísdeild karla í gærkvöldi en aðeins eitt stig skildi liðin að fyrir leikinn og úr varð afar skemmtilegur og spennandi leikur. Liðin gerðu 24-24 jafntefli er þau mættust fyrr í vetur á Selfossi og ótrúlegt en satt varð sama niðurstaða í KA-Heimilinu í gær

Mikilvæg stig í húfi gegn Haukum

KA/Þór tekur á móti Haukum klukkan 15:30 í dag í Olísdeild kvenna. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar ásamt Fram þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af deildinni og ætla sér svo sannarlega tvö mikilvæg stig

Háspennuleikur í Kjörísbikarnum

KA sækir Aftureldingu heim í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla í blaki klukkan 15:00 í dag. Strákarnir eru ríkjandi Bikarmeistarar og ætla sér í úrslitahelgina rétt eins og kvennalið KA sem tryggði sér sæti þar með sigri á Þrótti Nes. á dögunum

KA mætir að Varmá kl. 15:00

Afturelding tekur á móti KA í næstsíðustu umferð riðlakeppni Lengjubikarsins klukkan 15:00 í dag. KA er í góðri stöðu eftir 2-1 sigur á HK um síðustu helgi en þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum

Verðlaunaafhending

Á mótum Fimleikasambands Íslands hefur ekki verið hægt að halda hefðbundna verðlaunaafhendingu og verðlaun því send viðkomandi félögum. Föstudaginn 5. mars var ákveðið að halda verðlaunaathöfn í FIMAK fyrir iðkendur sem unnu til verðlauna á Þrepamóti 2, þrepamóti 1-3 þrep og Bikarmóti í áhaldafimleikum. Aðalsteinn Helgason formaður FIMAK og Mihaela yfirþjálfari áhaldafimleika sáu um afhendinguna.

Ásdís og Rut í lokahóp A-landsliðsins

Arnar Pétursson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta valdi í dag þá 18 leikmenn sem munu taka þátt í forkeppni HM í Skopje í Norður-Makedóníu 19.-21. mars næstkomandi. KA/Þór á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Ásdís Guðmundsdóttir og Rut Jónsdóttir