Fréttir

Myndaveisla er KA lagði Þór öðru sinni

Þór og KA mættust öðru sinni á skömmum tíma í Höllinni í gær en KA hafði slegið nágranna sína útúr Coca-Cola bikarnum ellefu dögum áður. Nú var hinsvegar leikið í Olísdeildinni en auk montréttsins í bænum börðust liðin fyrir tveimur ansi mikilvægum stigum

4. flokkur KA Stefnumótsmeistari

Stefnumót KA í 4. flokki karla fór fram um helgina en alls léku 22 lið á mótinu þar af fimm frá KA auk eins kvennaliðs frá 3. flokki Þórs/KA. Mótið fór afskaplega vel fram og tókst vel fylgja sóttvarnarreglum en leikið var í Boganum og á KA-vellinum

Silfur og brons í bikarkeppni yngriflokka

Bikarkeppni yngriflokka í blaki fór fram í KA-Heimilinu og Naustaskóla um helgina í umsjá KA og Blaksambands Íslands. Mótshaldið gekk afar vel og fékk KA mikið hrós fyrir skipulag og utanumhald á mótinu sem var með breyttu sniði vegna Covid-19 veirunnar

Tveir góðir sigrar hjá 4. fl. kvenna um helgina

4. flokkur kvenna í handbolta spilaði loksins, eftir tæplega árs bið, leik á Íslandsmótinu í handbolta. 4. flokkurinn er nokkuð fjölmennur í ár og tefla þær því fram þremur liðum. Um helgina átti KA/Þór 2 leik gegn Fjölni/Fylki 1 og sama dag spilaði svo KA/Þór 3 gegn Fjölni/Fylki 2

Aftur vann KA bæjarslaginn í Höllinni!

KA sótti nágranna sína í Þór heim í Olísdeild karla í dag en liðin mættust nýverið í bikarkeppninni þar sem KA fór með 23-26 sigur eftir ansi krefjandi og erfiðan leik. Leikjaálagið hefur verið svakalegt að undanförnu en leikurinn í dag var sá þriðji á sex dögum hjá strákunum og ljóst að erfitt verkefni biði þeirra í Höllinni

Nágrannaslagur í dag (myndband)

Það er heldur betur skammt stórra högga á milli í handboltanum þessa dagana en KA sækir nágranna sína í Þór heim klukkan 16:00 í Höllinni í dag. Þetta er þriðji leikur liðsins á sex dögum auk þess sem aðeins ellefu dagar eru síðan KA og Þór mættust í Coca-Cola bikarnum

KA valtaði yfir Ólafsvíkinga 5-0

KA mætti Víking Ólafsvík í Lengjubikarnum í Akraneshöllinni í dag en leikurinn var liður í 2. umferð riðlakeppninnar. Bæði lið höfðu tapað fyrsta leik sínum og ljóst að mikilvæg stig væru í húfi ef liðin vildu enn eiga möguleika á sæti í 8-liða úrslitum keppninnar

Útileikur gegn Víkingi Ólafsvík kl. 16:00

KA leikur sinn annan leik í Lengjubikarnum í dag er liðið sækir Víking Ólafsvík í Akraneshöllinni klukkan 16:00. Liðin leika í riðli 1 en KA tapaði sínum fyrsta leik 0-1 gegn Íslandsmeisturum Vals í Boganum um síðustu helgi

KA sigur eftir ótrúlegar sveiflur

KA tók á móti Fylki í Mizunodeild karla í blaki í gærkvöldi en fyrir leikinn var KA í harðri toppbaráttu á meðan gestirnir voru enn án stiga. Það reiknuðu því flestir með þægilegum sigri KA en það kom heldur betur annað á daginn

Aðalfundur knattspyrnudeildar 25. feb.

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Fundurinn verður þess í stað haldinn fimmtudaginn 25. febrúar næstkomandi klukkan 20:00 í KA-Heimilinu