Fréttir

KA - Valur í beinni á KA-TV kl. 19:30

Það er skammt stórra högga á milli í handboltanum þessa dagana en í kvöld tekur KA á móti Valsmönnum aðeins þrem dögum eftir að strákarnir unnu frækinn sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum. Eftir þrjá daga mæta strákarnir svo Þór í öðrum nágrannaslagnum á stuttum tíma

Öruggur sigur KA á Neskaupstað

KA sótti Þrótt Neskaupstað heim í Mizunodeild kvenna í blaki í kvöld en KA hafði sótt sex stig gegn Þrótti Reykjavík um helgina og gat með sigri í kvöld komið sér enn nær HK og Aftureldingu sem eru á toppi deildarinnar

Styrktu KA með áskrift að Stöð 2 Sport!

Nú er í gangi frábært tilboð þar sem þú færð áskrift að Stöð 2 Sport Ísland á sama tíma og þú styrkir handknattleiksdeild KA. Með áskrift að Stöð 2 Sport Ísland færð þú aðgang að öllu íslensku efni á stöðinni og mánaðarverðið er aðeins 3.990 kr. á mánuði

Útileikur á Neskaupstað hjá stelpunum

Kvennalið KA leggur land undir fót í dag er liðið sækir Þrótt Neskaupstað heim klukkan 19:00. KA vann afar mikilvæga sigra á Þrótti Reykjavík um helgina og eru stelpurnar nú með 14 stig í 3. sæti deildarinnar

Hrikalega sætur KA sigur á lokasekúndunni

KA sótti ÍBV heim til Vestmannaeyja í Olísdeild karla í handboltanum í kvöld. KA liðið hefur verið á góðu skriði að undanförnu og mættu strákarnir hvergi bangnir á einn erfiðasta útivöll landsins

Landsbyggðarslagur í Eyjum kl. 18:00

KA sækir ÍBV heim í Olísdeild karla í handboltanum klukkan 18:00 í dag en leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Strákarnir fóru hinsvegar suður í gær til að tryggja það að leikurinn gæti farið fram í dag

Fríar tækniæfingar í handboltanum

Rétt eins og undanfarin ár verður unglingaráð KA í handbolta með sérhæfðar tækniæfingar í boði fyrir metnaðarfulla iðkendur sína. Áhersla er lögð á einstaklingsfærni svo sem skottækni, gabbhreyfingar og sendingartækni. Þetta er fimmta árið sem þessar æfingar eru í boði og hefur verið mikil ánægja með þessa viðbót í starfið

Frábær byrjun skóp sigur Þórs/KA

Þór/KA hóf leik í Lengjubikarnum í dag er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Tindastól. Tindastóll leikur í fyrsta skiptið í efstu deild á komandi sumri eftir sigur í 1. deildinni á síðustu leiktíð og var því töluverð eftirvænting fyrir leiknum í dag

Aftur unnu stelpurnar góðan 3-0 sigur

KA og Þróttur Reykjavík mættust öðru sinni þessa helgina í Mizunodeild kvenna í blaki í dag en KA hafði unnið leik liðanna í gær 3-0. Þrátt fyrir að klára leikinn í þremur hrinum þurftu stelpurnar að hafa töluvert fyrir stigunum og ljóst að þær þyrftu að mæta af fullum krafti inn í leik dagsins til að endurtaka leikinn

Þór/KA hefur leik í Lengjubikarnum

Þór/KA leikur sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum þetta árið þegar liðið tekur á móti Tindastól í Boganum klukkan 15:00 í dag. Tindastóll leikur í fyrsta skiptið í efstu deild í sumar og má reikna með áhugaverðum nágrannaslag