20.03.2021
KA sótti HK heim í Mizunodeild kvenna í blaki í dag en liðin mættust einmitt í úrslitaleik Kjörísbikarsins um síðustu helgi þar sem HK fór með sannfærandi sigur af hólmi. Stelpurnar voru hinsvegar staðráðnar í að hefna fyrir tapið og úr varð frábær blakleikur
20.03.2021
KA og Þór/KA léku bæði á útivelli í Lengjubikarnum í dag en KA mætti Breiðablik í 8-liða úrslitunum karlamegin en Þór/KA sótti Fylki heim í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar
20.03.2021
Það er stórleikur á dagskrá á Kópavogsvelli klukkan 16:00 í dag þegar KA sækir Breiðablik heim í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Breiðablik er með hörkulið og vann alla leiki sína í riðlakeppninni og það með markatölunni 16-2
20.03.2021
KA sækir HK heim í toppslag í Mizunodeild kvenna í blaki klukkan 15:00 í dag en þarna mætast liðin sem mættust einmitt í úrslitaleik Kjörísbikarsins um síðustu helgi. HK fór þar með 3-0 sigur af hólmi og ljóst að stelpurnar okkar hyggja á hefndir í dag
20.03.2021
Þór/KA sækir Fylki heim klukkan 16:15 í Lengjubikarnum í dag en liðin eru í harðri baráttu um sæti í undanúrslitunum og ljóst að gríðarlega mikilvæg stig eru í húfi
19.03.2021
KA tók á móti Þrótti Vogum í Mizunodeild karla í blaki í kvöld en KA liðið sem hafði verið á miklu skriði er kom að tapi gegn Aftureldingu í Kjörísbikarnum á dögunum lék án þeirra Miguel Mateo Castrillo og André Collins og var því áhugavert að sjá hvernig strákarnir myndu mæta til leiks gegn botnliðinu
19.03.2021
Eftir smá bikarpásu er komið að því að hasarinn í Mizunodeildunum í blaki hefjist á ný. karlamegin tekur KA á móti Þrótt Vogum klukkan 21:00 í kvöld. 50 áhorfendur eru leyfðir á leiknum og því um að gera að mæta tímanlega og styðja strákana til sigurs, áfram KA
18.03.2021
Þór/KA barst heldur betur liðsstyrkur í dag þegar þrír leikmenn skrifuðu undir hjá félaginu fyrir komandi sumar. Þetta eru þær Sandra Nabweteme frá Úganda (framherji), Miranda Smith frá Kanada (miðjumaður) og Colleen Kennedy frá Bandaríkjunum (kantmaður/framherji)
18.03.2021
Dregið var í 16-liða úrslit Coca-Cola bikars karla og kvenna í handboltanum í hádeginu og voru KA og KA/Þór að sjálfsögðu í pottinum. Bæði lið fengu andstæðing úr neðri deild en samkvæmt reglum bikarkeppninnar fær það lið sem er deild neðar ávallt heimaleik og því útileikir framundan
16.03.2021
Aðalfundur Þórs/KA fyrir starfsárið 2020 verður haldinn í Hamri fimmtudaginn 18. mars næstkomandi og hefst klukkan 19:30. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf og hvetjum við alla sem eru áhugasamir um störf Þórs/KA að mæta og kynna sér það góða starf sem er unnið í kringum kvennafótboltann í bænum