Fréttir

Heimaleikur gegn Selfoss í kvöld!

KA fær Selfoss í heimsókn í Olísdeild karla í handboltanum klukkan 19:30 í kvöld. Það má búast við hörkuleik en Selfyssingar eru með 15 stig á meðan KA er aðeins stigi fyrir aftan og klárt mál að strákarnir ætla sér aftur á sigurbrautina

Björgvin, Elvar og Ívar valdir í æfingahópa U17 og U16

Á dögunum voru gefnir út æfingahópar hjá U17 og U16 ára landsliðum Íslands í knattspyrnu og á KA þrjá fulltrúa í þeim hópum. Búið er að skera hópana töluvert niður frá síðasta vali og afar jákvætt að eiga þrjá leikmenn í núverandi hópum

Komdu ársmiðanum þínum í Stubb

Áhorfendur hafa verið leyfðir að nýju á íþróttaleikjum en eins og staðan er núna mega aðeins 142 áhorfendur vera í KA-Heimilinu. Til að bregðast betur við þeirri stöðu hefur Handknattleiksdeild KA ákveðið að stíga skrefið að færa miðasölu yfir í miðasöluappið Stubb

Myndaveisla er KA fór áfram í Bikarnum

KA tók á móti Þrótti Neskaupstað í 8-liða úrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki í KA-Heimilinu í gær. Úrslitahelgin í bikarnum þar sem undanúrslitin og úrslitaleikirnir fara fram er klárlega stóra stundin í íslenska blakheiminum og ljóst að ekkert lið vill missa af þeirri veislu

Bjargaðu páskunum með KA lambalæri!

Handknattleiksdeild KA tekur nú við pöntunum á sérstöku KA lambalæri fyrir páskana en lærið sem er 1,9-2,2 kg er í black garlic marineringu og kemur frá Kjarnafæði. Þetta gæðalæri kostar einungis 5.000 krónur stykkið

Stelpurnar ætla sér í úrslitahelgina

KA tekur á móti Þrótti Neskaupstað í 8-liða úrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki klukkan 20:15 á morgun, miðvikudaginn 3. mars. Stelpurnar eru ríkjandi Bikarmeistarar og þurfa á þínum stuðning að halda til að tryggja sér sæti í úrslitahelginni

Áhorfsvika frestast þar til annað verður tilkynnt

Samkvæmt okkar almennu reglum ætti að vera áhorfsvika þessa viku sem því miður verður ekki. Við fögnum því að nú er leyfilegt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum en fyrir utan viðburði miðast fjöldatakörkun einstaklinga í sama rými núna við 50 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými. Það gilda sem sagt ekki sömu relgur um íþróttaviðburði og æfingar. Við munum skoða hvort hægt sé að útfæra áhorfsviku í einhverri mynd miðað við núgildandi sóttvarnareglur og tilkynnum um leið ef lausn finnst á því.

Kröfum Stjörnunnar vísað frá í máli KA/Þórs

KA/Þór sótti Stjörnuna heim í Olísdeild kvenna þann 13. febrúar síðastliðinn og vann þar 26-27 sigur eftir mikinn baráttuleik. Að leik loknum kom í ljós að mistök höfðu orðið á ritaraborði leiksins með þeim hætti að marki hafði verið bætt við hjá KA/Þór

Magnaður febrúar mánuður hjá KA

Febrúar mánuður er liðinn en óhætt er að segja að hann hafi reynst KA ansi gjöfull. Það er leikið ansi þétt þessa dagana eftir að íþróttirnar fóru aftur af stað eftir Covid pásu og léku meistaraflokkslið KA í fótbolta, handbolta og blaki alls 27 leiki í febrúar

Stórafmæli í mars

Knattspyrnufélag Akureyrar óskar þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í mars innilega til hamingju