Fréttir

Myndaveislur frá síðustu leikjum KA

Við í KA búum svo vel að njóta krafta nokkurra frábærra ljósmyndara sem mynda starf okkar í bak og fyrir. Það hefur heldur betur verið nóg að gera undanfarnar vikur í fótboltanum og birtum við nú myndaveislur frá fyrstu þremur heimaleikjum sumarsins

Myndband frá stærsta N1 móti KA!

34. N1 mót KA fór fram á KA-svæðinu undanfarna daga og tókst ákaflega vel til. Mótið heldur áfram að stækka ár frá ári og var metþáttaka í ár er 212 lið kepptu í 9 deildum. Keppendur voru um 2.000, 204 lið frá 49 félögum en alls voru leiknir 1060 leikir sem gera 29.952 mínútur af fótbolta

Dramatískt jafntefli gegn Blikum

KA og Breiðablik gerðu dramatískt jafntefli í dag í 4. umferð Pepsi Max deildar karla. KA komst yfir í uppbótartíma en gestirnir jöfnuðu enn síðar í uppbótartímanum. Æsispennandi lokamínútur.

Stórafmæli félagsmanna

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júlí innilega til hamingju.

Heimaleikur gegn ÍBV í bikarnum

Í kvöld var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla og var KA í pottinum eftir 6-0 stórsigur liðsins á Leikni Reykjavík á Greifavellinum á miðvikudaginn. Meðal annars voru öll 12 liðin í efstu deild í pottinum og ljóst að krefjandi viðureign væri framundan

Sumarmót KA í handbolta um helgina

KA og KA/Þór standa fyrir stórskemmtilegu handboltamóti á Akureyri um helgina fyrir 4. flokk karla og kvenna. Árlega fer iðulega mikill fjöldi ungra handboltamanna til Svíþjóðar á sumarmótið Partille Cup en það er því miður ekki í boði í sumar og brá handknattleiksdeildin því á það ráð að halda álíka sumarmót hér á Akureyri

8 fulltrúar í U15 ára landsliðunum

U-15 ára landslið Íslands í knattspyrnu munu æfa á næstunni og eigum við alls 8 fulltrúa í úrtökuhópum landsliðanna. Bæði lið munu æfa á Selfossi en stelpurnar munu æfa 29. júní til 2. júlí á meðan strákarnir munu æfa dagana 6.-9. júlí

Rakel Sara og Ásdís í B-landsliðinu

Rakel Sara Elvarsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir standa nú í ströngu með B-landsliði Íslands í handbolta. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari valdi 21 leikmann í B-landsliðið til æfinga þessa dagana og fá leikmenn þar frábært tækifæri á að sýna sig og sanna fyrir Arnari

Björgvin Máni á úrtaksæfingar hjá U-17

Björgvin Máni Bjarnason hefur verið valinn á úrtaksæfingar hjá U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem mun æfa dagana 6.-8. júlí næstkomandi. Björgvin sem gríðarlega mikið efni er fæddur árið 2004 og er því ári yngri en flestir í hópnum

Stórsigur á Leikni R. í Mjólkurbikarnum

KA vann í kvöld Leikni frá Reykjavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. KA leiddi í hálfleik 2-0. Leiknismenn léku tveimur mönnum færri frá 31. mínútu eftir tveimur leikmönnum þeirra var vikið af velli. Í þeim síðari bætti KA liðið fjórum mörkum og voru lokatölur 6-0 fyrir KA.