Fréttir

Sumarfrí

Fimleikafélag Akureyrar er komið í sumarfrí fram yfir verslunarmannahelgi. Fimleikasalurinn er lokaður og því ekki hægt að fá hann leigðan út á meðan sumarfrí stendur yfir. Stjórn félagsins mun skoða töluvpósta af og til og svara erindum sem hafa borist. Erindi er snúa að innheimtu skulu berast á gjaldkeri@fimak.is

Arnar Grétarsson ráðinn til KA

KA hefur samið við Arnar Grétarsson um að taka við sem þjálfari liðsins í Pepsi Max deild karla. Samningurinn við Arnar gildir út tímabilið.

Yfirlýsing frá knattspyrnudeild KA

Knattspyrnudeild KA og Óli Stefán Flóventsson hafa komist að samkomulagi um starfslok Óla hjá félaginu. Gengi KA það sem af er tímabili er ekki ásættanlegt og telja báðir aðilar nauðsynlegt að gera þessar breytingar til að liðið nái sér á strik og sýni sinn rétta styrk. Liðið náði fimmta sæti undir stjórn Óla Stefáns í fyrra sem er besti árangur félagsins síðan félagið kom aftur upp í deild hinna bestu á Íslandi. Stjórn Knattspyrnudeildar KA þakkar Óla Stefáni fyrir framlag sitt til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Félagið mun nú þegar skoða sín mál varðandi þjálfun liðsins og mun ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu.

Heimaleikur hjá Þór/KA gegn FH í dag

Þór/KA hefur farið vel af stað í sumar og fær í dag heimaleik gegn FH klukkan 18:00 á Þórsvellinum. Stelpurnar eru komnar áfram í 8-liða úrslitin í Mjólkurbikarnum og eru með 6 stig af 9 mögulegum eftir fyrstu þrjá leikina í Pepsi Max deildinni

Myndaveislur frá leik KA og Fjölnis

KA og Fjölnir gerðu 1-1 jafntefli á Greifavellinum í gær þar sem Brynjar Ingi Bjarnason gerði mark KA strax á fyrstu mínútu leiksins. KA liðið komst ansi nálægt því í seinni hálfleik að tryggja sér öll stigin þrjú en það tókst hinsvegar ekki og liðin sættust því á jafnan hlut

Jafntefli gegn Fjölni

KA og Fjölnir gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í 6. umferð Pepsi Max deildarinnar á Greifavellinum á Akureyri í kvöld. Mark KA skoraði Brynjar Ingi Bjarnason á fyrstu mínútu leiksins. Gestirnir jöfnuðu tuttugu mínútum síðar og þar við sat.

Sigdís Lind Sigurðardóttir til liðs við KA

Kvennalið KA í blaki hefur borist mikill liðsstyrkur en Sigdís Lind Sigurðardóttir hefur skrifað undir hjá félaginu. Sigdís er 23 ára gömul og gengur til liðs við KA frá Kolding VK í Danmörku og ljóst að koma hennar mun styrkja KA liðið mikið en hún spilar miðju

Blakdeild semur við André Collin

Karlalið KA hefur fengið góðan liðsstyrk en André Collin hefur skrifað undir samning hjá félaginu og mun bæði leika með liðinu sem og koma að þjálfun karla- og kvennaliðs KA. Collin sem er 41 árs og 1,94 metrar á hæð er reynslumikill leikmaður og hefur verið gríðarlega sigursæll bæði á Spáni og í Brasilíu

Mikilvægur heimaleikur gegn Fjölni í dag

Baráttan heldur áfram í Pepsi Max deild karla í dag þegar KA tekur á móti Fjölni á Greifavellinum klukkan 18:00. Bæði lið eru án sigurs eftir fyrstu leiki sumarsins og ljóst að gríðarlega mikilvæg stig eru í húfi fyrir bæði lið

Þór/KA áfram í bikarnum (myndir)

Þór/KA tók á móti Keflavík í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær en leikurinn var fyrsti leikurinn hjá okkar liði í þó nokkurn tíma en síðasti leikur fór fram 24. júní. Á sama tíma hefur lið Keflavíkur verið á miklu skriði en Keflavík er á toppi Lengjudeildarinnar og mátti því búast við hörkuleik