Fréttir

Berglind Baldursdóttir til liðs við Þór/KA

Stjórn Þórs/KA hefur gert samning við miðjumanninn Berglindi Baldursdóttur sem hefur verið á mála hjá Breiðabliki undanfarin ár. Berglind er fædd árið 2000 og verður því tvítug í ár

KA mætir Fylki í æfingaleik í dag

Það er heldur betur farið að styttast í hasarinn í Pepsi Max deildinni í sumar og til að koma sér í gírinn tekur KA á móti Fylki á Greifavellinum í dag klukkan 15:00. Þetta er fyrsti æfingaleikur liðsins eftir að Covid-19 barst til landsins og verður gaman að sjá hvernig standið á liðinu er

Golfmót KA 11. júní - skráðu þig strax!

KA stendur fyrir glæsilegu og skemmtilegu golfmóti fimmtudaginn 11. júní á Jaðarsvelli. Léttleikinn verður í fyrirrúmi þannig að allir geta tekið þátt þó vissulega verði hart barist um sigur á mótinu

Aðalfundur KA - uppbygging KA-svæðis

Vinnuhópur skipaður til að hefja formlegar viðræður um uppbyggingu á KA-svæði

Fjórar úr KA/Þór á æfingar hjá U16

KA/Þór á alls fjóra fulltrúa í æfingahópum U16 ára landsliðs Íslands í handbolta. Valdir voru tveir hópar sem munu æfa helgina 5.-7. júní næstkomandi. Hópunum er skipt upp eftir fæðingarári (2004 og 2005) og eftir helgina verður skorið niður í einn æfingahóp sem mun æfa næstu tvær helgar

Aðalfundur KA er á fimmtudaginn

Við minnum félagsmenn á að aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn á fimmtudaginn klukkan 18:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Auk þess eru aðalfundir Handknattleiks-, Blak-, Júdó- og Spaðadeildar á miðvikudag og fimmtudag

Ásdís valin best hjá KA/Þór

Kvennalið KA/Þórs hélt glæsilegt lokahóf í veislusal Greifans í kvöld og gerði þar upp nýliðið handboltatímabil. Liðið endaði í 6. sæti Olís deildarinnar en hápunktur vetrarins var án nokkurs vafa bikarævintýri liðsins þar sem stelpurnar fóru í fyrsta skipti í sögunni í úrslitaleikinn

Sumaræfingar handboltans hefjast 2. júní

Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs og munu leikmenn meistaraflokka því aðstoða við æfingarnar og miðla af sinni þekkingu

Helena best, Jóna efnilegust og Mateo besti Díó

Blaksamband Íslands tilkynnti í dag úrvalslið ársins og á KA alls þrjá fulltrúa í liðunum. Kvennamegin var Helena Kristín Gunnarsdóttir valin á kantinn auk þess sem hún var valin besti leikmaðurinn. Jóna Margrét Arnarsdóttir var valin besti uppspilarinn auk þess að vera efnilegasti leikmaðurin

Úthlutun ÍSÍ til KA vegna Covid-19

Knattspyrnufélag Akureyrar hefur móttekið greiðslu frá ÍSÍ 7.828.531. Greiðslan er hluti af framlagi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar vegna áhrifa Covid-19. Nánari upplýsingar um úthlutunina má finna á vef Íþrótta og Ólympíusambands Íslands