Fréttir

Sumaræfingar fyrir krakka á aldrinum 7 – 10 ára

Í sumar býður FIMAK upp á sumaæfingar fyrir iðkendur á aldrinum 7-10 ára (2010-2013). Æfingar verða á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13:00 – 14:30. Boðið verður upp á gæslu þessar þrjá daga á milli 12:00 – 13:00 fyrir þau börn sem eru að koma úr fim-leikjaskólanum. Þau verða að hafa með sér hollan og góðan hádegisverð. Vinsamlegast takið fram í athugasemd við skráningu ef þið óskið eftir gæslu.

Andri Snær tekur við KA/Þór

KA/Þór réð í dag Andra Snæ Stefánsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna og mun hann því taka að sér stjórn liðsins fyrir komandi handboltavetur. Mikill uppgangur hefur verið hjá kvennaliðinu okkar undanfarin ár og ljóst að spennandi vetur er framunda

Strandblaksæfingar krakka hefjast

Blakdeild KA verður með strandblaksæfingar í Kjarnaskógi í sumar fyrir krakkana og mun Paula del Olmo sjá um þjálfunina. Æfingarnar munu fara fram í júní og júlí og eru æfingjagjöldin 30.000 krónur á hvern iðkanda fyrir mánuðina saman en stakur mánuður er á 20.000 krónur

Styrktu KA með áskrift að Stöð 2 Sport!

Til að bregðast við breyttu umhverfi í íslenskri knattspyrnu vegna núverandi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa KSÍ, ÍTF og Stöð 2 Sport ákveðið að bjóða upp á lausn sem bæði aflar félögum í Pepsi Max deildunum nýrra tekna og eflir umfjöllun um deildirnar

Skráning í íþrótta- og leikjaskóla KA

Líkt og undanfarin ár verður Íþrótta- og leikjaskóli KA með hefðbundnu sniði í sumar. Námskeiðin verða sem hér segir og er skólinn opinn frá 7:45-12:15

Ásgeir framlengir út sumarið 2022

Ásgeir Sigurgeirsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2022. Þetta eru frábærar fréttir enda Ásgeir gríðarlega öflugur leikmaður sem hefur átt mikinn þátt í uppgangi KA-liðsins undanfarin ár

Óskilamunir fara í Rauða Krossinn 25. maí

Mikið magn óskilamuna er í KA-Heimilinu um þessar mundir og mun starfsfólk KA fara með alla óskilamuni í Rauða Krossinn þann 25. maí næstkomandi. Við hvetjum ykkur eindregið til að líta sem fyrst við og sjá hvort ekki leynist eitthvað sem saknað er á heimilinu

Aðalfundur Þórs/KA verður 14. maí

Aðalfundur Þórs/KA fyrir starfsárið 2019 verður haldinn í Hamri fimmtudaginn 14. maí og hefst hann klukkan 19:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem áhuga hafa til að mæta og kynna sér stöðuna á kvennastarfinu okkar

Fim - leikjaskóli FIMAK

Í sumar býður FIMAK upp á fim-leikjanámskeið fyrir 6-10 ára krakka (2010-2014). Námskeiðin verða frá kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga og standa yfir í viku í senn.

Fjögurra ára samningur við Bautann/Rub23

Knattspyrnudeild KA og Bautinn/Rub23 skrifuðu í dag undir nýjan styrktarsamning sem mun gilda til næstu fjögurra ára. Bautinn/Rub23 hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar og erum við afar þakklát þeim fyrir áframhaldandi samstarf sem mun skipta miklu máli í knattspyrnustarfinu