Fréttir

Frábær sigur Þórs/KA í fyrsta leiknum

Þór/KA tók á móti Stjörnunni í dag í fyrsta leik sumarsins. Stelpunum hafði verið spáð 7. sæti fyrir sumarið en gestunum því 5. en ljóst að bæði lið ætla sér stærri hluti en það. Leikurinn fór fjörlega af stað og byrjuðu stelpurnar okkar leikinn betur

Þór/KA tekur á móti Stjörnunni í dag

Baráttan í Pepsi Max deild kvenna er hafin en Þór/KA leikur sinn fyrsta leik í dag klukkan 15:00 er Stjarnan kemur í heimsókn á Þórsvöll. Fótboltinn er því loksins farinn að rúlla eftir Covid-19 og mikið fagnaðarefni að stelpurnar fái heimaleik í fyrstu umferðinni

Upplýsingar fyrir fyrsta leik sumarsins

Fyrsti leikur sumarsins hjá KA er á sunnudaginn er strákarnir sækja ÍA heim upp á Skipaskaga. Það má með sanni segja að mikil spenna sé í loftinu og vitum við af ansi mörgum stuðningsmönnum KA sem ætla að gera sér ferð á leikinn og styðja strákana til sigurs

Ársmiðasalan er hafin í Stubb!

Fyrsti heimaleikur KA í sumar er laugardaginn 20. júní næstkomandi og viljum við benda ykkur á miðasöluappið Stubb. Stubbur kemur í veg fyrir biðraðir á leikina og minnir þig á hvenær KA á leik svo að þú missir ekki af neinu

Golfmót KA er í dag! - 1 pláss laust

Það er komin mikil eftirvænting fyrir Golfmóti KA sem fer fram í dag á Jaðarsvelli. Mótið hefst klukkan 17:30 og því mikilvægt að menn mæti tímanlega til að halda plani. Léttleikinn verður í fyrirrúmi þannig að allir geta tekið þátt þó vissulega verði hart barist um sigur á mótinu

Breytingar á vali íþróttamanns KA

Á dögunum samþykkti aðalstjórn KA breytingar á vali íþróttamanns KA. Breytingarnar eru á þann veg að í stað þess að velja einn aðila sem íþróttamann félagsins verður nú kjörinn einn karl og ein kona sem skarað hafa framúr á hverju ári fyrir sig

Stefnumót KA tókst ákaflega vel

Um síðustu helgi fór fram frábært Stefnumót KA fyrir 6. flokk karla á KA-svæðinu. Alls tóku 250 keppendur þátt í mótinu en mótið var það fyrsta sem var haldið eftir að Covid-19 kom upp og stöðvaði Stefnumót vetrarins

Leikmannakynning Þórs/KA er 11. júní

Leikmannakynning Þórs/KA fyrir komandi baráttu í Pepsi Max deildinni fer fram í Hamri fimmtudaginn 11. júní næstkomandi klukkan 19:30. Andri Hjörvar Albertsson þjálfari liðsins mun kynna leikmennina sem verða í eldlínunni en Þór/KA hefur endað í einu af efstu fjórum sætum deildarinnar allt frá árinu 2008

Madeline Gotta til liðs við Þór/KA

Madeline Gotta samdi í dag við Þór/KA og er unnið að því að klára formsatriðin fyrir félagaskipti hennar norður til Akureyrar. Madeline sem er fædd árið 1997 er frá San Diego í Kaliforníu og hefur spilað í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár

Guðmundur Steinn til liðs við KA

KA fékk í dag góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Pepsi Max deildinni í sumar þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson skrifaði undir samning við liðið. Samningurinn gildir út þetta sumar og erum við gríðarlega ánægð með að fá þennan öfluga leikmann norður