Fréttir

Nýársbolti meistaraflokks KA

Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur undanfarin ár boðið upp á stórskemmtilegar æfingar fyrir hressa og metnaðarfulla krakka í kringum hátíðarnar. Í þetta skipti verða æfingarnar dagana 3. og 4. janúar en æfingarnar eru fyrir 4., 5. og 6. flokk

Sex frá KA og KA/Þór í landsliðsverkefnum

Yngri landslið Íslands í handbolta koma saman til æfinga þessa dagana og eiga KA og KA/Þór sex fulltrúa í hópunum. Auk þess eru þeir Jens Bragi Bergþórsson og Magnús Dagur Jónatansson í eldlínunni með U19 ára landsliði karla sem undirbýr sig fyrir Sparkassen Cup milli jóla og nýárs

Vinningshafar í happdrætti handknattleiksdeildar KA og KA/Þór

Búið er að draga í árlegu jólahappadrætti KA og KA/Þór ! Hægt er að nálgast vinningana eftir hádegi á morgun, 18.des í KA-heimilinu! Hægt verður að nálgast vinningana til 20.des og síðan aftur í janúar

Jens og Magnús á Sparkassen Cup með U19

KA á tvo fulltrúa í lokahóp U19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt á Sparkassen Cup sem fer fram í Þýskalandi dagana 26.-30. desember. Þetta eru þeir Jens Bragi Bergþórsson og Magnús Dagur Jónatansson en báðir hafa þeir átt fast sæti í liðinu undanfarin ár

Bríet áfram í undankeppni EM með U19

U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu kvenna tryggði sér á dögunum sæti í næstu umferð undankeppni EM 2025. Þór/KA átti einn fulltrúa í hópnum en það var hún Bríet Jóhannsdóttir sem lék sinn fyrsta landsleik í ferðinni

Tryggðu þér Íslenska knattspyrnu 2024 með KA forsíðu!

KA og Sögur útgáfa hafa sameinast um framleiðslu á sérstakri útgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna 2024 eftir Víði Sigurðsson. Bókin er með sérstakri KA forsíðu og er heldur betur glæsileg minning um hinn magnaða Bikarmeistaratitil sem vannst í sumar

Stórafmæli félagsmanna

Stórafmæli félagsmanna í desember

Jólahappdrætti KA og KA/Þór - dregið 17. des!

Handknattleikslið KA og KA/Þórs standa fyrir veglegu jólahappdrætti og fer sala á miðum fram hjá leikmönnum og stjórnarmönnum liðanna. Alls eru 94 vinningar í boði og er heildarverðmæti vinninganna 1.941.216 krónur

Ármann Ketilsson fimleikaþjálfari ársins

Ármann Ketilsson, yfirþjálfari krílahópa hjá fimleikadeild KA, var í gær kjörinn fimleikaþjálfari ársins en Fimleikasamband Íslands stóð fyrir kjörinu. Fjöldi einstaklinga var tilnefndur og að Ármann hafi verið kjörinn segir allt hve frábært starf hann hefur unnið fyrir fimleikadeild KA

Bikarinn: Handboltinn fékk Aftureldingu, blakið BFH

Dregið var í bikarkeppnum karla og kvenna í handbolta og blaki í dag en í handboltanum var karlalið KA í pottinum er dregið var í 8-liða úrslit Powerade bikarsins og í blakinu voru karla- og kvennalið KA í pottinum auk KA Splæsis er dregið var í 16-liða úrslit Kjörísbikarsins