Fréttir

Frábær heimasigur á Fylki (myndaveislur)

KA vann frábæran 4-2 heimasigur á Fylkismönnum í 7. umferð Bestudeildarinnar. Strákarnir fylgdu þar eftir góðum sigri á Vestra í bikarnum á dögunum og klárt að liðið er búið að finna taktinn og bjóða þeir Þórir Tryggvason og Sævar Geir Sigurjónsson upp á myndaveislur frá leiknum

Leikjaskóli KA sumarið 2024 | Breytt snið

KA verður með hinn sívinsæla Leikjaskóla sumarið 2024. Sömuleiðis verður fimleikadeild KA með leikjaskóla í Giljaskóla! Fleiri upplýsingar í meðfylgjandi frétt

Myndaveislur er KA fór áfram í bikarnum

KA tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með sannfærandi 3-1 heimasigri á liði Vestra í landsbyggðarslag á Greifavellinum. KA liðið lék einn sinn besta leik í sumar og eru strákarnir nú þriðja árið í röð komnir áfram í 8-liða úrslit bikarkeppninnar

Hugi Elmarsson framlengir um tvö ár

Hugi Elmarsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2025-2026. Hugi sem er 18 ára gamall er afar efnilegur vinstri hornamaður sem hefur verið að vinna sér inn stærra hlutverk í meistaraflokksliði KA

Leikjaskóli FIM.KA

Í Júní býður Fimleikadeild KA upp á fim-leikjaskóla fyrir 7-10 ára krakka (2014-2017). Leikjaskólinn verður frá kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga og stendur yfir í viku í senn, fyrsta vikan er styttri vegna skólaslita í grunnskólum og vika 3 er bara 4 dagar því 17.júní kemur inn í hana. Leikjaskólinn fer fram í íþróttahúsi/fimleikahúsinu við Giljaskóla. Eftirfarandi dagsetningar eru í boði : Vika 1 : 5.-7. júní Vika 2: 10.-14. júní Vika 3 : 18.-21.júní Vika 4 : 24.-28.júní Vikan kostar 14.900 kr nema vika 1 og 3 þær eru ódýrar vegna færri daga. Námskeiðin samanstanda af fimleikaæfingum og ýmsum leikjum, bæði úti og inni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir morgunkaffi og vatnsbrúsa! Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á fimleikar@ka.is Við minnum á Leikjaskólinn er EKKI barnapössun, þetta er leikjanámskeið þar sem ætlast er til að krakkar taki þátt í því starfi og leikjum sem við erum í hverju sinni. ATH að takmarkað pláss er á námskeiðunum. Einnig áskilur Fimleikafélagið sér rétt til að fella niður námskeið ef það er ekki næg þátttaka. Alexandra, skrifstofustjóri FIM.KA og Sonja Dags, formaður deildarinnar verða með yfirumsjón yfir leikjaskólanum.

Sumaræfingar handboltans hefjast 5. júní

Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka fædd 2008-2015 í júní. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs en leikmenn meistaraflokka munu aðstoða við æfingarnar og miðla

Nýr styrktaraðili

Fimleikadeild KA og Artis tannlæknastofa hafa gert með sér styrktarsamning til eins árs. Við þökkum Artis kærlega fyrir stuðninginn sem skiptir deildina gríðarlegu máli og mun koma sér vel, takk!

Stór vika hjá Lyftingadeild KA

Það var stór vika hjá Lyftingadeild KA í síðustu viku. Alex Cambrey Orrason gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet þegar hann keppti á Evrópumótinu í kraftlyftingum með búnaði. Mótið fór fram í Hamm í Lúxemburg, 7.–12. maí. Árangur Alex skilaði honum fimmta sæti í -93kg. flokki.

Einar og Matea best á lokahófi | Skarphéðinn og Bergrós efnilegust

Lokahóf handknattleiksdeildar KA og KA/Þór fór fram á miðvikudaginn og var gleðin við völd

Komdu í fótbolta! Sumaræfingar hafnar

Fótboltasumarið er hafið og hvetjum við alla áhugasama til að mæta á æfingu. Við leggjum mikinn metnað í starfið okkar og tökum vel á móti nýjum iðkendum