27.11.2024
Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Hafdís Nína Elmarsdóttir spiluðu báðar sína fyrstu landsleiki þegar þær léku með U15 ára landsliði íslands í knattspyrnu á UEFA Development móti sem fór fram á Englandi. Íslenska liðið mætti þar Englandi, Noregi og Sviss
27.11.2024
Ívar Arnbro Þórhallsson lék með U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem keppti í fyrstu umferð undankeppni EM 2025 á dögunum. Riðill Íslands fór fram í Moldóvu þar sem íslenska liðið mætti Aserbaídsjan, Moldóvu og Írlandi
21.11.2024
KA á fjóra fulltrúa í æfingahópum U15 og U16 ára landsliðum Íslands í knattspyrnu en hóparnir koma saman dagana 26.-28. nóvember næstkomandi
20.11.2024
Bjarni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2026. Eru þetta ákaflega góðar fréttir enda hefur Bjarni verið algjör lykilmaður í liði KA undanfarin ár
15.11.2024
KA-maðurinn Alex Cambray Orrason stóð í ströngu í vikunni á HM í kraftlyftingum með búnaði sem fram fer í Reykjanesbæ þessa dagana
12.11.2024
Snorri Kristinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn KA út sumarið 2027. Snorri er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi KA og verður gaman að fylgjast með framgöngu hans næstu árin
04.11.2024
KA eignaðist fjóra Íslandsmeistara í klassískum kraftlyftingum á dögunum eftir frábæra frammistöðu í glæsilegum húsakynnum Stjörnunnar. KA varð í þriðja sæti í samanlagðri stigakeppni kvenna og fjórða sæti í stigakeppni karla
02.11.2024
Handknattleiksdeild KA vill koma því á framfæri að vel athuguðu máli sem og eftir samtöl við málsmetandi aðila innan handknattleikshreyfingarinnar og skoðun á lögum og reglum HSÍ er talið ljóst að mistök hafi verið gerð í lok leiks KA og Stjörnunnar fimmtudagskvöldið 31. október sl. er varðar meðhöndlun á því þegar þjálfari KA hugðist taka leikhlé á lokamínútu leiksins
01.11.2024
Á síðu félagsins er tengill inn á síðu sem heitir Stórafmæli
01.11.2024
Steinþór Már Auðunsson eða Stubbur eins og hann er iðulega kallaður skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2025