21.06.2024
Lyftingadeild KA stendur í stórræðum um helgina en deildin heldur tvö stórmót í KA-Heimilinu. Á laugardeginum fer fram Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu og á sunnudaginn fer fram sumarmót LSÍ og KA í ólympískum lyftingum
18.06.2024
Handknattleiksdeild KA/Þórs í samvinnu við EINNI MEÐ ÖLLU verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur slegið í gegn undanfarin ár og síðast komust færri að en vildu. Því er um að gera að skrá sig sem allra fyrst
12.06.2024
Anna Þyrí Halldórsdóttir skrifaði í dag undir nýjan samning við KA/Þór og leikur hún því áfram með liðinu á komandi handboltavetri. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Anna Þyrí sýnt sig og sannað sem einn besti línumaður og varnarmaður Olísdeildarinnar undanfarin ár
09.06.2024
Í júní verður boðið upp á tvö trampólín námskeið fyrir börn á aldrinum frá 6-14 ára (2009-2018) í fimleikahúsinu við Giljaskóla. Fyrra námskeiðið er 4 dagar eftir hádegi 13:00 - 17:00 og seinna námskeiðið er 5 dagar eftir hádegi frá kl. 13:00 - 17:00.
Trampólínnámskeiðin verða haldin á eftirfarandi dagsetningum:
1: 18-21 júní. (4 dagar) kl. 13:00-17:00.
2: 24-28 júní (5 dagar) kl. 13:00 - 17:00.
Verð fyrir 5 daga námskeið er 15.000 kr. og 12.000 kr. fyrir 4 daga námskeið.
Á námskeiðunum verða þátttakendur þjálfaðir í trampólín íþróttinni. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og fer eftir getu og þroska hvers og eins þátttakanda.
Það verður farið í öryggisatriðið og undirstöðuatriði íþróttarinnar með öllum þáttakendum en eftir það miðast þjálfunin við hvern og einn.
Á námskeiðunum leggjum við upp með hvetjandi umhverfi, og munum haga þjálfuninni í samvinnu með þáttakendum frekar en að keyra stífan aga. Þátttakendur munu því hafa mikið persónulegt rými og stýra eigin þjálfunarhraða. Þó þurfa þátttakendur að hlusta á þjálfaran og fylgja þeim reglum sem þeim eru settar.
Athugið að trampólín námskeiðið er einskorðað við trampólínþjálfun og það verður ekki frjáls notkun á öðrum búnaði í fimleikahúsinu nema ef þjálfara leyfa slíkt.
Hverjum degi verður deilt upp á eftirfarandi hátt:
1: Upphitun
2: Þjálfun í trampólíni
3: Morgunkaffi
4: Létt upphitun/leikir
5: Þjálfun í trampólíni
6: Frjáls tími og leikir.
Þátttakendur þurfa að vera í þykkum íþróttasokkum á trampólínunum eða fimleikaskóm. Annars er engin formlega krafa um klæðnað annað en að fötin þurfa að vera laus við rennilása og annað dinglumdangl. Gott er að vera í síðum aðskornum íþróttabuxum og þunnum langermabol en það má gjarnan mæta í fimleikafötum, stuttbuxum og öðru slíku. Það verður líklega hlýtt í fimleikahúsinu svo að þykk föt verða líklega til trafala.
ATH að þáttakendur mega ekki vera með skartgripi eða úr þegar þú þjáfla trampólín.
Þátttakendur þurfa að taka með sér nesti fyrir kaffipásu og vatnsbrúsa.
Skráning fer fram í gegnum Abler: Skráning á Trampólínnámskeið.
Fjöldi þátttakenda miðast við 10 á hvoru námskeiði og einnig áskiljum við okkur rétt til þess að fella námskeiðið niður ef það verður ekki næg þátttaka.
Umsjón með námskeiðunum hefur Tómas og nánari upplýsingar er hægt að fá á tölvupóstfanginu buchdal@gmail.com og á facebook síðunni Trampólín á Akureyri.
08.06.2024
Það er með mikilli ánægju að aðalstjórn KA í samstarfi við KA/Þór kynnir til leiks Sportskóla KA/Þór sem fram fer í fjórar vikur í júlí í Naustaskóla
07.06.2024
Jóhann Geir Sævarsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2025-2026
06.06.2024
KA á þrjá fulltrúa sem munu spila á strandblaksmóti á vegum NEVZA í Manchester í Englandi dagana 24.-28. júní næstkomandi. Ísland sendir alls sjö lið til leiks og fara því 14 ungmenni á mótið á vegum Íslands
05.06.2024
Andri Snær Stefánsson verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla á næsta handboltavetri og kemur þar með inn í teymið hjá Halldóri Stefáni Haraldssyni aðalþjálfara liðsins. Það er klárt að það er gríðarlega sterkt að fá jafn reynslumikinn mann eins og Andra inn í þjálfarateymi meistaraflokks
05.06.2024
Sif Hallgrímsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við KA/Þór og leikur því áfram með liðinu á næstu leiktíð. Sif sem er 18 ára gömul er ákaflega efnilegur markvörður sem hefur verið viðloðin yngrilandslið Íslands
03.06.2024
Yfirlýsing Knattspyrnudeildar KA vegna dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra, uppkveðnum þann 14. maí sl.