07.05.2024
Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 21. maí næstkomandi klukkan 18:00. Hefðbundin aðalfundarstörf verða á dagskrá og hvetjum við alla félagsmenn til að mæta
04.05.2024
KA er Íslandsmeistari í blaki kvenna þriðja árið í röð eftir stórkostlegan 2-3 endurkomusigur á liði Aftureldingar í Mosfellsbæ. Um var að ræða fjórða leik liðanna og leiddi KA einvígið 2-1 fyrir leik dagsins
03.05.2024
Handknattleiksdeild KA barst í dag góður liðsstyrkur þegar Kamil Pedryc skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kamil sem verður 29 ára síðar í mánuðinum er afar öflugur línumaður sem ætti bæði að styrkja sóknar- og varnarlínu okkar unga liðs á komandi vetri
02.05.2024
KA vann stórkostlegan 3-2 sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í KA-Heimilinu í gær. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og unnu fyrstu tvær hrinurnar en frábær karakter KA-liðsins sneri leiknum
01.05.2024
KA maðurinn Unnar Þorgilsson lenti í þriðja sæti á Íslandsmóti fullorðinna í júdó um síðustu helgi en hann keppti í -81kg. flokki. Unnar er gríðarlega öflugur keppnismaður sem sýnir sig með þessum frábæra árangri. Innilega til hamingju með árangurinn Unnar !
27.04.2024
KA/Þór á tvo fulltrúa í lokahóp U18 ára landsliðs kvenna í handbolta sem tekur þátt á Heimsmeistaramótinu í Kína dagana 14.-25. ágúst næstkomandi en þetta eru þær Lydía Gunnþórsdóttir og Bergrós Ásta Guðmundsdóttir. Auk þess er Sif Hallgrímsdóttir valin til vara
27.04.2024
Ott Varik hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og eru það afar jákvæðar fréttir. Ott gekk í raðir KA fyrir veturinn og kom gríðarlega öflugur inn í liðið og fór heldur betur fyrir sínu í hægra horninu er hann gerði 115 mörk í 27 leikjum
26.04.2024
Jens Bragi Bergþórsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2025-2026. Jens sem verður 18 ára í sumar er orðinn algjör lykilmaður í meistaraflokksliði KA og afar jákvætt að hann taki áfram slaginn með uppeldisliðinu
24.04.2024
KA hefur leik í Mjólkurbikarnum á morgun, fimmtudag, þegar strákarnir okkar taka á móti ÍR-ingum í 32-liða úrslitum keppninnar klukkan 15:00. Strákarnir fóru eftirminnilega í Bikarúrslitaleikinn í fyrra og við ætlum okkur annað ævintýri í sumar. Hlökkum til að sjá ykkur á Greifavellinum, áfram KA