31.07.2024
Stjórn Fimleikadeildar KA hefur ráðið hjónin Amir Daniari og Söru Nikchehreh til starfa.
18.07.2024
KA tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins með stórkostlegum 3-2 sigri á Valsmönnum á Greifavellinum á dögunum. Þetta verður í fimmta skiptið sem KA leikur til úrslita í bikarnum en þar mæta strákarnir liði Víkings og er þetta annað árið í röð sem liðin mætast í úrslitunum
12.07.2024
Darko Bulatovic hefur snúið aftur í raðir KA en hann skrifaði undir samning út núverandi tímabil við knattspyrnudeild félagsins. Þessi 34 ára gamli Svartfellski bakvörður lék með KA sumarið 2017 og ansi gott að fá inn leikmann á miðju tímabili sem þekkir til félagsins
09.07.2024
Genginn er góður KA félagi, Kári Árnason íþróttakennari, en hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri, 2. júlí síðastliðinn, Kári var áttræður
01.07.2024
Kæra KA-fólk, nú þurfum við á ykkar stuðning að halda þegar strákarnir okkar taka á móti Val á þriðjudaginn klukkan 18:00 á Greifavellinum. Sæti í sjálfum bikarúrslitum er undir og klárt að við ætlum okkur þangað
28.06.2024
Markmannsþjálfarinn Michael Charpentier Kjeldsen eða Kappa eins og hann er iðulega kallaður hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA út keppnistímabilið 2026. Kappa hóf störf hjá félaginu í janúar á þessu ári og hefur komið af miklum krafti inn í starfið
25.06.2024
Við búum svo vel hér í KA að við fáum reglulega myndaveislur frá keppnisleikjum félagsins frá ljósmyndurum bæjarins. Hér birtum við nokkrar myndaveislur frá síðustu heimaleikjum í fótboltanum í boði þeirra Þóris Tryggvasonar og Sævars Geirs Sigurjónssonar
25.06.2024
Telma Lísa Elmarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin félaginu út tímabilið 2025-2026. Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda Telma sterk skytta sem og öflugur varnarmaður sem er uppalin hjá KA/Þór