Fréttir

Mikael Breki æfir með Molde FK

Mikael Breki Þórðarson, leikmaður KA, æfir með Molde FK þessa dagana. Mikael er gríðarlega mikið efni en hann er fæddur árið 2007 og hefur komið við sögu í þremur leikjum KA á tímabilinu

Frábær frammistaða KA á Íslandsmóti í strandblaki

KA hélt Íslandsmót í strandblaki helgina 17.-18. ágúst í Kjarnaskógi. Mikið var um dýrðir og stóðu leikmenn og iðkendur KA uppi sem sigurvegarar í fimm deildum á mótinu

Æfingar hefjast í blakinu

Blakdeild KA ætlar að hefja vetraræfingarnar á mánudaginn 26. ágúst Æfingataflan er í meðfylgjandi frétt

Íslandsmet hjá Alex um helgina

KA-maðurinn Alex Cambray Orrason setti glæsilegt Íslandsmet í hnébeygju á bikarmótinu í kraftlyftingum með búnaði sem Lyftingadeild KA stóð fyrir um helgina. Mótið tókst vel en glæsilegt Íslandsmet stendur upp úr en þar lyfti Alex 360.5kg í 105 kg flokki.

Tilboð á flugi fyrir bikarúrslitin!

KA og Víkingur mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins laugardaginn 21. september næstkomandi á Laugardalsvelli. Þetta er annað árið í röð sem strákarnir okkar eru í bikarúrslitum og klárt að við þurfum að fjölmenna í stúkuna til að landa titlinum!

Æfingatafla handknattleiksdeildar 2024-2025

Handboltinn er að fara á fullt og hefjast æfingar samkvæmt æfingatöflu mánudaginn 26. ágúst næstkomandi. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga á að kíkja á æfingu og prófa þessa stórskemmtilegu þjóðaríþrótt íslendinga

September og vetrartafla fótboltans

Vetrarstarfið í fótboltanum er framundan og birtum við hér æfingatöflu september mánaðar sem og vetrartöfluna sem tekur gildi 1. október. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir Sportabler til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma og fá upplýsingar um mót og leiki

Svavar Ingi nýr yfirþjálfari handboltans

Svavar Ingi Sigmundsson er snúinn aftur heim í KA og hefur tekið við starfi yfirþjálfara handknattleiksdeildar. Þetta eru spennandi breytingar en Svavar eða Svabbi eins og hann er iðulega kallaður er gríðarlega metnaðarfullur og kemur inn með ferska strauma inn í starf félagsins

Dagur í úrvalsliði EM - Ísland í 4. sæti

Dagur Árni Heimisson var í dag valinn í úrvalslið Evrópumeistaramótsins í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri. Dagur fór á kostum með íslenska liðinu sem endaði í 4. sæti mótsins en strákarnir voru sorglega nálægt því að tryggja brons í lokaleik mótsins

Íslandsmótið í strandblaki - 16 lið frá KA

Blakdeild KA heldur íslandsmótið í strandblaki nú um helgina í Kjarnaskógi en mótið hefst á laugardeginum og lýkur svo með úrslitaleikjum á sunnudeginum. Í strandblaki er keppt í tveggja manna liðum og er taktíkin ansi frábrugðin hinu hefðbundna inniblaki