03.04.2024
Valdimar Logi Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2026. Valdi er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem hefur á undanförnum árum verið að vinna sér stærra og stærra hlutverk í meistaraflokksliði KA
03.04.2024
Stjórn Fimleikadeildar KA boðar til aðalfundar miðvikudaginn 24.apríl kl 20:00. Fundurinn verður haldinn í fundarsal KA Dalsbraut 1. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að senda tilkynningu um framboð á formadur@fimak.is
03.04.2024
Akureyrarfjör fer fram um komandi helgi, þar fá iðkendur frá grunnhópum og upp tækifæri til að taka þátt og keppa á stórkemmtilegu innanfélags móti.
Hér má sjá dagskrá og mótaskipulag mótsins
29.03.2024
Knattspyrnudeild KA barst í dag heldur betur stórkostlegur liðsstyrkur þegar Viðar Örn Kjartansson skrifaði undir samning við félagið. Viðar Örn er einhver allra mesti markaskorari í sögu Íslands og segir það ansi mikið um það umhverfi sem við höfum skapað hér fyrir norðan að Viðar Örn gangi í raðir KA
28.03.2024
Dagbjartur Búi Davíðsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA út árið 2026. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Dagbjartur Búi er gríðarlega spennandi ungur leikmaður sem er að koma upp úr yngriflokkastarfi KA
27.03.2024
Úrslitakeppnin í blakinu er framundan þar sem karla- og kvennalið KA stefna á að verja Íslandsmeistaratitla sína. Til að undirbúa sig fyrir stærstu leiki tímabilsins fóru bæði lið í æfingaferð til Alicante á Spáni en hópurinn hélt utan í gær, þriðjudag
27.03.2024
KA átti þrjá fulltrúa á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum í Velika Gorija í Króatíu sem lauk í vikunni. Áður sögðum við frá árangri Drífu Ríkharðsdóttur en næstir á sjónarsviðið voru þeir Viktor Samúelsson og Þorsteinn Ægir Óttarsson.
25.03.2024
KA átti tvo fulltrúa í U20 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem lék tvo æfingaleiki við Ungverja á dögunum en báðir leikir fóru fram í Ungverjalandi. Þetta eru þeir Ingimar Torbjörnsson Stöle og Nóel Atli Arnórsson
23.03.2024
Dagur Árni Heimisson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2025-2026. Það eru frábærar fréttir að Dagur Árni hafi skrifaði undir nýjan samning enda einn allra efnilegasti handboltamaður landsins