Fréttir

Alex í níunda sæti á HM

KA-maðurinn Alex Cambray Orrason stóð í ströngu í vikunni á HM í kraftlyftingum með búnaði sem fram fer í Reykjanesbæ þessa dagana

Snorri Kristinsson skrifar þriggja ára samning

Snorri Kristinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn KA út sumarið 2027. Snorri er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi KA og verður gaman að fylgjast með framgöngu hans næstu árin

Fjórum Íslandsmeistaratitlum lyft í hús

KA eignaðist fjóra Íslandsmeistara í klassískum kraftlyftingum á dögunum eftir frábæra frammistöðu í glæsilegum húsakynnum Stjörnunnar. KA varð í þriðja sæti í samanlagðri stigakeppni kvenna og fjórða sæti í stigakeppni karla

Yfirlýsing frá Handknattleiksdeild KA

Handknattleiksdeild KA vill koma því á framfæri að vel athuguðu máli sem og eftir samtöl við málsmetandi aðila innan handknattleikshreyfingarinnar og skoðun á lögum og reglum HSÍ er talið ljóst að mistök hafi verið gerð í lok leiks KA og Stjörnunnar fimmtudagskvöldið 31. október sl. er varðar meðhöndlun á því þegar þjálfari KA hugðist taka leikhlé á lokamínútu leiksins

Stórafmæli félagsmanna í nóvember

Á síðu félagsins er tengill inn á síðu sem heitir Stórafmæli

Stubbur framlengir út næsta tímabil

Steinþór Már Auðunsson eða Stubbur eins og hann er iðulega kallaður skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2025

Auður, Sóldís og Þórhildur í 4. sæti í Færeyjum

U19 ára landslið kvenna í blaki lék á NEVZA móti í Færeyjum síðustu daga. KA átti þrjá fulltrúa í hópnum en það eru þær Auður Pétursdóttir, Sóldís Júlía Sigurpálsdóttir og Þórhildur Lilja Einarsdóttir

Hans Viktor bestur - Kári efnilegastur

Lokahóf knattspyrnudeildar KA var haldið með pompi og prakt í veislusal Múlabergs í gærkvöldi. Sigurgleðin var allsráðandi enda sögulegu sumri lokið þar sem KA hampaði Bikarmeistaratitlinum í fyrsta skiptið í sögunni. Fyrr um daginn vann KA glæsilegan 1-4 útisigur á Fram sem tryggði sigur í neðri hluta Bestu deildarinnar

Birgir Baldvinsson framlengir út 2027

Birgir Baldvinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2027. Þetta eru stórkostlegar fréttir enda hefur Biggi verið gríðarlega öflugur í gula og bláa búningnum og afar jákvætt að halda honum innan okkar raða

Halldór Stefán fjarri góðu gamni á morgun

Halldór Stefán Haraldsson verður fjarri góðu gamni með KA á morgun sökum veikinda!