Fréttir

Dagur Ingi Valsson í KA

KA og Keflavík hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Dags Inga Valssonar til KA. Dagur Ingi er 24 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið með Keflvíkingum frá árinu 2019. Hann gerir samning við knattspyrnudeild KA út árið 2025

Halli Bolli nýr liðsstjóri meistaraflokks karla

Haraldur Bolli Heimisson eða Halli Bolli eins og hann er iðulega kallaður hefur tekið við hlutverki liðsstjóra hjá meistaraflokki karla í handbolta. Þá mun hann einnig þjálfa 4. og 8. flokk hjá félaginu á komandi vetri

Marcus Rättel til liðs við KA

Handknattleikslið KA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir komandi átök en Marcus Rättel hefur skrifað undir samning hjá félaginu. Marcus er 19 ára gamall örvhentur leikmaður sem kemur frá Eistlandi

Vantar sjálfboðliða í stjórn

Stjórn Fimleikadeildar KA óskar eftir tveimur sjálfboðaliðum í núverandi stjórn deildarinnar.

Opna Norðlenska hefst á nágrannaslag!

Handboltaveislan hefst á morgun, fimmtudag, þegar KA og Þór mætast í opnunarleik Opna Norðlenska mótsins. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og berjast liðin um sæti í úrslitaleik mótsins. Á föstudaginn mætast svo HK og Selfoss klukkan 18:00 í hinum undanúrslitaleik mótsins

Susanne Pettersen til liðs við KA/Þór

Susanne Denise Pettersen hefur skrifað undir tveggja ára samning við kvennalið KA/Þórs. Susanne sem er 27 ára gömul vinstri skytta mun styrkja okkar unga og metnaðarfulla lið en hún kemur til liðs við KA/Þór frá norska liðinu Pors

Leikjaplan strandhandboltamóts KA/Þórs

Á morgun, sunnudag, fer fram hið glæsilega strandhandboltamót sem KA/Þór stendur fyrir og er hluti af fjölskylduhátíðinni Ein með Öllu. Keppt er í þremur flokkum og ljóst að mikil eftirvænting er fyrir þessu skemmtilega móti

Stórafmæli félagsmanna í ágúst

Nýjir þjálfarar

Stjórn Fimleikadeildar KA hefur ráðið hjónin Amir Daniari og Söru Nikchehreh til starfa.

Myndaveislur er strákarnir tryggðu bikarúrslit

KA tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins með stórkostlegum 3-2 sigri á Valsmönnum á Greifavellinum á dögunum. Þetta verður í fimmta skiptið sem KA leikur til úrslita í bikarnum en þar mæta strákarnir liði Víkings og er þetta annað árið í röð sem liðin mætast í úrslitunum