Fréttir

Myndaveisla frá sigri KA/Þórs á ÍBV

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og vann glæsilegan 20-18 sigur á ÍBV í KA-Heimilinu í gær. Stigin tvö voru gríðarlega mikilvæg en liðin berjast hart um sæti í úrslitakeppninni í vor og sitja stelpurnar einmitt í 4. sætinu eftir þennan góða sigur

Magnaður fyrsti sigur KA/Þórs á ÍBV

KA/Þór fékk ÍBV í heimsókn í dag en leikurinn var liður í 6. umferð Olís deildar kvenna. KA/Þór fór vel af stað og leiddi í upphafi 3-1. Í kjölfarið efldust Eyjastúlkur, jöfnuðu leikinn og náðu í kjölfarið tveggja marka forystu 3-5.

Aron Dagur í æfingahóp U21

Aron Dagur Birnuson markvörður KA hefur verið valinn í æfingahóp U21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu sem mun leika gegn Ítalíu og Englandi á næstunni. Aron Dagur stóð sig mjög vel með KA liðinu í sumar og á því tækifærið svo sannarlega skilið

Mikilvæg stig í húfi í dag hjá KA/Þór

Það er stórleikur í KA-Heimilinu í dag þegar KA/Þór tekur á móti ÍBV í gríðarlega mikilvægum leik í Olís deild kvenna kl. 16:00. Aðeins einu stigi munar á liðunum fyrir leikinn en bæði lið ætla sér í úrslitakeppnina í vor og ljóst að stigin tvö sem í boði eru skipta miklu máli

Gylfi keppir í Finnlandi

Níu keppendur frá Íslandi munu keppa á Opna finnska meistaramótinu í júdó sem haldið verður í Turku Finnlandi á laugardaginn næstkomandi. Gylfi Rúnar Edduson mun keppa í -66kg flokki í U18 og U21.

KA Podcastið: Donni gerir upp Þór/KA tímann

Halldór Jón Sigurðsson eða Donni eins og hann er iðulega kallaður mætir í KA Podcastið og gerir upp þriggja ára tíma sinn með Þór/KA. Auk þess spjallar hann um innkomu sína inn í þjálfarateymi karlaliðs KA um mitt sumar og er alveg ljóst að enginn ætti að láta þennan þátt framhjá sér fara

Karen María í U19 sem mætir Svíum

Karen María Sigurgeirsdóttir var í dag valin í U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu sem mun mæta Svíþjóð dagana 5. og 7. nóvember næstkomandi. Karen María er fastamaður í liðinu og skoraði meðal annars gott mark á dögunum er liðið tryggði sér sæti í milliriðlum á EM

8 fulltrúar KA og KA/Þórs í Hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fór fram í Garðabæ um helgina. Þar æfðu strákar og stelpur fædd árið 2006 undir stjórn þeirra Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Dögg Bragadóttur. Þá hélt Bjarni Fritzson áhugaverðan fyrirlestur fyrir krakkana

Myndaveislur frá leik KA/Þórs og Vals

KA/Þór tók á móti Íslandsmeisturum Vals í KA-Heimilinu á fimmtudaginn í Olís deild kvenna. Stelpurnar gerðu gríðarlega vel í fyrri hálfleik og úr varð hin mesta skemmtun. Því miður tókst liðinu ekki að halda í við firnasterkt lið gestanna í síðari hálfleik sem unnu að lokum 24-32 sigur

Ísfold Marý í úrtaki hjá U-16 landsliðinu

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir var í dag valin á úrtaksæfingar U-16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu. Hópurinn mun koma saman dagana 30. október til 1. nóvember þar sem æft verður stíft auk þess sem að farið verður yfir hina ýmsu hluti með stelpunum