Fréttir

Júdóæfingum aflýst þriðjudag og miðvikudag

Júdó æfingum er aflýst í dag og á morgun miðvikudag vegna veðurs. Allir júdómenn og foreldrar eiga hins vegar að fara út í garð og gera stóran snjókarl!

Grautardagur KA er á laugardaginn

Hinn árlegi grautardagur KA verður haldinn með pompi og prakt á laugardaginn klukkan 11:30 til 13:00. Eins og venjulega verður grjónagrautur og slátur á boðstólum og hvetjum við alla KA-menn til að líta við í KA-Heimilið og njóta samverunnar en grautardagurinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár

Myndaveisla frá lokaleik KA/Þórs fyrir jól

KA/Þór tók á móti Haukum í síðustu umferð Olís deildar kvenna fyrir jólafrí. Það má með sanni segja að þetta hafi verið fjögurra stiga leikur en fyrir leikinn voru stelpurnar í 4.-5. sæti deildarinnar með 10 stig en Haukar voru sæti neðar með 7 stig og því ansi mikið undir fyrir bæði lið

Tap gegn toppliðinu eftir hörkuleik

KA sótti topplið Hauka heim í 13. umferð Olís deildar karla í gær en fyrir leikinn voru Haukar enn taplausir og ljóst að KA biði ansi erfitt verkefni. Fyrri leikur liðanna í vetur var þó hörkuspennandi og klárt mál að strákarnir gætu með góðum leik tekið öll stigin

KA sækir topplið Hauka heim í dag

Það er ansi krefjandi verkefni framundan hjá KA í Olís deild karla í dag þegar strákarnir sækja topplið Hauka heim að Ásvöllum. Leikurinn er liður í 13. umferð deildarinnar en fyrir leikinn eru Haukar enn taplausir á toppnum en KA er á sama tíma í 8. sætinu

KA á 4 fulltrúa í æfingahóp kvennalandsliðsins

Í dag var tilkynntur æfingahópur A-landsliðs kvenna í blaki sem undirbýr sig fyrir Novotel Cup í Lúxemborg dagana 3.-5. janúar næstkomandi. Ásamt Íslandi taka þátt Lúxemborg, England og Skotland. KA á alls fjóra fulltrúa í hópnum sem mun æfa dagana 27.-30. desember

Síðasti leikur KA/Þór fyrir jól er á morgun

KA/Þór tekur á móti Haukum í lokaumferð Olís deildar kvenna í handbolta fyrir jól á morgun, laugardag, klukkan 16:00. Fyrir leikinn eru stelpurnar í 4.-5. sæti deildarinnar ásamt HK með 10 stig en Haukar eru sæti neðar með 7 stig og því ansi mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið

Kjarnafæðismótið hefst um helgina (leikjaplan)

Kjarnafæðismótið í knattspyrnu hefst um helgina en þá mætast KA2 og Þór í Boganum á sunnudag klukkan 13:15. Mótið í ár hefur aldrei verið stærra en alls taka átján lið þátt í mótinu í þremur deildum en KA teflir fram þremur liðum í ár í karlaflokki

Aðalstjórn KA fékk úthlutaðan styrk frá KEA

KEA afhenti á dögunum styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði félagsins og var aðalstjórn KA meðal þeirra sem fékk úthlutað úr sjóðnum. Einnig fékk kvennastarf Þórs/KA í knattspyrnu úthlutaðan góðan styrk

Hagkaup og unglingaráð KA og KA/Þórs gera 3 ára samning

Hagkaup og unglingaráð KA og KA/Þórs í handbolta hafa gert með sér 3 ára styrktarsamning. Mikill uppgangur hefur verið í handboltastarfinu undanfarin ár og ljóst að þessi samningur mun hjálpa mikið í að halda áfram þeirri vegferð