Fréttir

Flottur árangur U-17 á Norðurlandamótinu

U-17 ára landslið karla og kvenna í blaki luku í dag keppni á Nevza Norðurlandamótinu sem fram fór í Ikast í Danmörku. KA átti þrjá fulltrúa í hópnum en það voru þau Sölvi Páll Sigurpálsson, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Heiðbrá Björgvinsdóttir

4 fulltrúar KA í yngri landsliðum karla

KA á fjóra fulltrúa í drengjalandsliðum Íslands í handbolta en á dögunum voru valdir æfingahópar hjá U-16, U-18 og U-20 ára landsliðunum. Landsliðshóparnir munu æfa dagana 25.-27. október næstkomandi í Reykjavík

KA og KA/Þór fengu bæði útileiki

Dregið var í 16-liða úrslitum í Coca-Cola bikarnum í handboltanum í dag og voru bæði karlalið KA og kvennalið KA í pottinum. Bæði lið fengu útileik en KA sækir Aftureldingu heim í Mosfellsbæinn og KA/Þór sækir Selfyssinga heim

Stórleikur hjá KA/Þór í kvöld!

Það er enginn smá leikur framundan í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA/Þór tekur á móti toppliði Vals í Olís deild kvenna klukkan 18:30. Leikurinn er liður í 5. umferð deildarinnar og er Valsliðið á toppnum með fullt hús stiga eftir að hafa lagt Fram að velli í síðustu umferð

Oktoberfest KA er í Golfskálanum!

Það verður líf og fjör á Oktoberfest í KA-Heimilinu á föstudaginn og ljóst að þú vilt ekki missa af þessari skemmtun!. Pétur Jóhann Sigfússon verður með uppistand, Rúnar Eff tekur lagið og Rikki G sér um veisluhaldið. Að því loknu slær Hamrabandið upp í alvöru ball

Yngriflokkamót í blaki 25.-27. okt

Blakdeild KA býður 3. og 5. flokk velkomin á Íslandsmót á Akureyri helgina 25. - 27. október 2019. Einnig verður boðið upp á skemmtimót í 6. flokki (ef þátttaka næst)

Selfyssingar taka á móti KA í kvöld

Það er hörkuleikur framundan í kvöld í Olís deild karla þegar KA sækir Íslandsmeistara Selfoss heim klukkan 18:30. Liðin gerðu ævintýralegt jafntefli í fyrra og má svo sannarlega búast við hörkuleik á Selfossi!

Frábær sigur KA/Þórs á Ásvöllum

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og vann góðan 23-25 sigur á Haukum að Ásvöllum er liðin mættust í gær. Leikurinn var liður í 4. umferð Olís deildar kvenna en fyrir leikinn var okkar lið með 2 stig en Haukar voru enn án stiga og því ansi mikilvægt fyrir okkar lið að sækja sigurinn til að skilja Haukaliðið eftir

KA U lagði FH U að velli með góðum leik

Það var hörkuleikur í KA-Heimilinu í gær er Ungmennalið KA tók á móti Ungmennaliði FH í Grill 66 deild karla í handboltanum. Fyrir leikinn voru bæði lið með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki vetrarins og klárt mál að hart yrði barist um stigin tvö sem í boði voru

KA/Þór sækir Hauka heim í dag

KA/Þór sækir Hauka heim í Olís deild kvenna í dag klukkan 17:00. Leikurinn er liður í fjórðu umferð deildarinnar en fyrir leikinn er KA/Þór með tvö stig en Haukar eru enn án stiga. Stelpurnar unnu virkilega mikilvægan sigur í síðasta leik og eru staðráðnar í að sækja annan sigur í dag