Fréttir

Jólabingó yngriflokka KA á sunnudaginn

Yngri flokkar KA í knattspyrnu verða með stórskemmtilegt jólabingó í Naustaskóla sunnudaginn 24. nóvember næstkomandi klukkan 14:00. Þessi fjáröflun hefur slegið í gegn undanfarin ár og eru að sjálfsögðu allir velkomnir á þennan skemmtilega viðburð

Myndaveisla frá sigri KA/Þórs á Stjörnunni

KA/Þór vann ævintýralegan 23-22 sigur á Stjörnunni er liðin mættust á föstudagskvöldið í KA-Heimilinu. Þetta var sannkallaður fjögurra stiga leikur og sigurmark Mateu Lonac markvarðar KA/Þórs yfir allan völlinn á lokasekúndunni er gulls í gildi. Fyrir vikið munar einungis einu stigi á liðunum í 3. og 4. sætinu og hörku barátta framundan

KA lagði Breiðablik að velli í Bose mótinu

KA lék sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu í gær er liðið sótti Breiðablik heim í Bose mótinu. Liðin leika í 1. riðli en einnig eru Stjarnan og Valur í þeim riðli. Aðeins efsta liðið fer áfram í úrslitaleikinn og því skiptir hver leikur ansi miklu máli í þeirri baráttu

Háspennu lífshættusigur hjá KA U gegn Fjölni U

Ungmennalið KA tók á móti ungmennaliði Fjölnis í Grill 66 deild karla í KA-Heimilinu í dag. Fyrir leikinn höfðu strákarnir tapað síðustu þremur leikjum sínum og voru því staðráðnir í að koma sér aftur á beinu brautina. Gestirnir voru hinsvegar á botninum með 2 stig og ólmir í að laga sína stöðu

Ótrúlegt sigurmark KA/Þórs gegn Stjörnunni

Það var heldur betur mikið undir í leik kvöldsins þegar KA/Þór tók á móti Stjörnunni í Olís deild kvenna. Þarna mættust liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar og skólabókardæmi um fjögurra stiga leik. Úr varð háspennu lífshættu leikur sem mun seint renna mönnum úr minnum

Happdrætti meistaraflokka KA og KA/Þór í handbolta

Glæsilegu happadrætti hefur verið hrundið af stað á vegum meistaraflokkanna okkar í handboltanum, KA og KA/Þór. Glæsilegir vinningar og rennur allur ágóði í það góða starf sem er unnið í handknattleiksdeildinni! Hægt er að kaupa miða með því að hafa samband við einhvern af leikmönnum eða stjórnarmönnum í KA og KA/Þór

Bose mótið hefst á morgun, Breiðablik - KA

KA tekur þátt í Bose mótinu í ár og er fyrsti leikur liðsins á morgun gegn Breiðablik á Kópavogsvelli klukkan 14:00. KA leikur í riðli 1 en þar leika KA, Breiðablik, Stjarnan og Valur. Aðeins efsta liðið mun fara áfram og leikur úrslitaleik gegn efsta liðinu í riðli 2

Fjögurra stiga heimaleikur KA/Þórs í kvöld

Það er alvöru leikur framundan í kvöld þegar KA/Þór tekur á móti Stjörnunni klukkan 18:00 í KA-Heimilinu. Þarna eru liðin í 3. og 4. sæti Olís deildar kvenna að mætast og ljóst að gríðarlega mikilvæg stig eru í húfi

Lífsnauðsynlegur sigur KA á HK (myndir)

KA tók á móti HK í Mizunodeild karla í blaki í gærkvöldi. Leiksins var beðið með mikilli eftirvæntingu því þarna mættust tvö bestu lið síðustu leiktíðar og var staða þeirra ansi ólík fyrir leikinn. Gestirnir höfðu unnið alla leiki sína til þessa og voru með 16 stig af 18 mögulegum en KA liðið hafði hikstað í byrjun vetrar og var með 5 stig af 12 mögulegum

Slakur sóknarleikur kostaði tap gegn Val

KA sótti Val heim í gærkvöldi í Olís deild karla en bæði lið komu með mikið sjálfstraust inn í leikinn enda bæði taplaus í síðustu þremur leikjum. Vegna Evrópuævintýris hjá Val var leiknum flýtt en bæði lið léku á sunnudaginn og því stutt á milli leikja