30.10.2019
Evrópska Handknattleikssambandið, EHF, hefur sett af stað nýtt framtak þar sem ungar og efnilegar handboltakonur munu koma saman í svokallaðar leikmannabúðir og fá þar leiðsögn frá nokkrum af bestu handboltakonum sögunnar. Markmið búðanna er að efla þróun leikmannanna utan vallar
30.10.2019
Olís deild karla í handboltanum fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjapásu og það með engum smá leik. KA tekur á móti Stjörnunni í KA-Heimilinu í kvöld klukkan 19:00 og má búast við hörkuleik. Fyrir leikinn er KA með 4 stig í 7. sæti deildarinnar en gestirnir eru aðeins einu stigi á eftir í 10. sætinu
29.10.2019
KA átti tvo fulltrúa með U19 ára landsliðum Íslands í blaki sem tóku þátt í Norðurlandamóti NEVZA sem fram fór í Finnlandi á dögunum. Þetta voru þau Gísli Marteinn Baldvinsson og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og stóðu þau sig bæði með prýði
29.10.2019
Dagana 4.-9. nóvember næstkomandi munu átta strákar á vegum KA fara til æfinga hjá danska félaginu FC Midtjylland. Strákarnir fá þar að æfa við aðstæður sem eru á pari við þær bestu á Norðurlöndunum og verður gaman fyrir þá að kynnast slíku umhverfi
29.10.2019
Það var bæjarslagur í Síðuskóla í gær þegar KA og Þór 2 mættust í 4. flokki karla. Fyrir leikinn var KA liðið með 4 stig af 6 mögulegum en Þórsarar voru við botninn með 1 stig. Það var því smá pressa á strákunum okkar að klára leikinn í gær og það gerðu þeir svo sannarlega
28.10.2019
KA tekur á móti Stjörnunni í RISA leik í Olís deild karla á miðvikudaginn kl. 19:00. Liðin gerðu ævintýralegt jafntefli í fyrra þar sem KA liðið jafnaði metin á lokasekúndunum og allt sauð uppúr. Nú ætla strákarnir sér sigurinn með ykkar aðstoð
28.10.2019
Það er enginn smá leikur framundan í KA-Heimilinu í kjölfarið af meistaraflokksleik KA og Stjörnunnar á miðvikudaginn. KA tekur nefnilega á móti Þór í Bikarkeppninni í 3. flokki karla og hefst leikurinn klukkan 21:15. Það má búast við svakalegum leik eins og venjulega þegar þessi lið mætast og verður hart barist um montréttinn
27.10.2019
KA/Þór gerði sér lítið fyrir og vann glæsilegan 20-18 sigur á ÍBV í KA-Heimilinu í gær. Stigin tvö voru gríðarlega mikilvæg en liðin berjast hart um sæti í úrslitakeppninni í vor og sitja stelpurnar einmitt í 4. sætinu eftir þennan góða sigur
26.10.2019
KA/Þór fékk ÍBV í heimsókn í dag en leikurinn var liður í 6. umferð Olís deildar kvenna. KA/Þór fór vel af stað og leiddi í upphafi 3-1. Í kjölfarið efldust Eyjastúlkur, jöfnuðu leikinn og náðu í kjölfarið tveggja marka forystu 3-5.
26.10.2019
Aron Dagur Birnuson markvörður KA hefur verið valinn í æfingahóp U21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu sem mun leika gegn Ítalíu og Englandi á næstunni. Aron Dagur stóð sig mjög vel með KA liðinu í sumar og á því tækifærið svo sannarlega skilið