07.10.2019
KA/Þór vann gríðarlega mikilvægan 26-25 sigur á HK í KA-Heimilinu á föstudaginn en leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Stelpurnar voru stigalausar fyrir leikinn en mættu vel stemmdar til leiks, leiddu frá upphafi og sigldu á endanum góðum sigri í hús
07.10.2019
Fimleikafélag Akureyrar ætlar að bjóða upp á námskeið í fullorðinsfimleikum frá 8. október – 10. desember. Kennt verður á þriðjudagskvöldum frá kl. 19:30 – 20:45 í fimleikasalnum í Giljaskóla.
06.10.2019
Andri Hjörvar Albertsson hefur verið ráðinn aðalþjálfara mfl. Þórs/KA til næstu þriggja ára. Andri Hjörvar tekur við starfinu af Halldóri Jóni Sigurðssyni, sem verið hefur þjálfari liðsins undanfarin þrjú ár
04.10.2019
Það er enginn smá leikur framundan í kvöld þegar KA/Þór tekur á móti HK í Olís deild kvenna í handboltanum. Þessi lið hafa barist hart undanfarin ár og má búast við hörkuleik en okkar lið er staðráðið í því að sækja sín fyrstu stig í vetur
04.10.2019
Athugið að vegna veðurs hefur dagurinn verið færður af laugardeginum og yfir á sunnudag! Knattspyrnudeild KA og Errea á Íslandi hafa komist að samkomulagi og munu allir flokkar deildarinnar leika í búningum frá Errea næstu fjögur árin. Í tilefni af samkomulaginu verður pöntunar- og kynningardagur Knattspyrnudeildar KA og Errea á morgun, laugardag, í KA heimilinu
04.10.2019
Um helgina fer fram fyrsta umferð Íslandsmóts vetrarins hjá 6. flokki eldra árs drengja og stúlkna en mótið fer fram á Akureyri dagana 5.-6. október og er í umsjón bæði KA og Þór.
03.10.2019
Mikið magn óskilamuna er í KA-Heimilinu um þessar mundir og mun starfsfólk KA fara með alla óskilamuni í Rauða Krossinn þann 15. október næstkomandi. Við hvetjum ykkur því eindregið til að líta sem fyrst við og sjá hvort ekki leynist eitthvað sem saknað er á heimilinu
02.10.2019
Birgir Baldvinsson framlengdi í dag samning sinn við Knattspyrnudeild KA út sumarið 2021. Þetta eru miklar gleðifregnir enda Birgir öflugur leikmaður sem varð 18 ára fyrr á árinu. Þrátt fyrir ungan aldur var hann 8 sinnum í leikmannahópi KA á nýliðnu sumri
02.10.2019
Karlalandslið Íslands í blaki karla heldur til Færeyja næstkomandi fimmtudag í Evrópukeppni Smáþjóða. KA á alls fjóra fulltrúa í hópnum en þjálfarar landsliðsins eru þeir Filip Pawel Szewczyk og Miguel Mateo Castrillo auk þess sem þeir Birkir Freyr Elvarsson og Gunnar Pálmi Hannesson eru í hópnum
01.10.2019
Knattspyrnusumrinu er lokið og þá er um að gera að líta til baka og njóta allra 40 markanna sem KA liðið gerði í sumar. Árangurinn til fyrirmyndar hjá liðinu en einnig ljóst að við munum einnig læra helling af þessu viðburðarríka sumri. Það er um að gera að hækka í botn og njóta veislunnar hér fyrir neðan, takk fyrir stuðninginn í sumar kæru KA-menn