17.10.2019
Það er enginn smá leikur framundan í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA/Þór tekur á móti toppliði Vals í Olís deild kvenna klukkan 18:30. Leikurinn er liður í 5. umferð deildarinnar og er Valsliðið á toppnum með fullt hús stiga eftir að hafa lagt Fram að velli í síðustu umferð
16.10.2019
Það verður líf og fjör á Oktoberfest í KA-Heimilinu á föstudaginn og ljóst að þú vilt ekki missa af þessari skemmtun!. Pétur Jóhann Sigfússon verður með uppistand, Rúnar Eff tekur lagið og Rikki G sér um veisluhaldið. Að því loknu slær Hamrabandið upp í alvöru ball
16.10.2019
Blakdeild KA býður 3. og 5. flokk velkomin á Íslandsmót á Akureyri helgina 25. - 27. október 2019. Einnig verður boðið upp á skemmtimót í 6. flokki (ef þátttaka næst)
16.10.2019
Það er hörkuleikur framundan í kvöld í Olís deild karla þegar KA sækir Íslandsmeistara Selfoss heim klukkan 18:30. Liðin gerðu ævintýralegt jafntefli í fyrra og má svo sannarlega búast við hörkuleik á Selfossi!
13.10.2019
KA/Þór gerði sér lítið fyrir og vann góðan 23-25 sigur á Haukum að Ásvöllum er liðin mættust í gær. Leikurinn var liður í 4. umferð Olís deildar kvenna en fyrir leikinn var okkar lið með 2 stig en Haukar voru enn án stiga og því ansi mikilvægt fyrir okkar lið að sækja sigurinn til að skilja Haukaliðið eftir
12.10.2019
Það var hörkuleikur í KA-Heimilinu í gær er Ungmennalið KA tók á móti Ungmennaliði FH í Grill 66 deild karla í handboltanum. Fyrir leikinn voru bæði lið með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki vetrarins og klárt mál að hart yrði barist um stigin tvö sem í boði voru
12.10.2019
KA/Þór sækir Hauka heim í Olís deild kvenna í dag klukkan 17:00. Leikurinn er liður í fjórðu umferð deildarinnar en fyrir leikinn er KA/Þór með tvö stig en Haukar eru enn án stiga. Stelpurnar unnu virkilega mikilvægan sigur í síðasta leik og eru staðráðnar í að sækja annan sigur í dag
11.10.2019
Ungmennalið KA tekur á móti Ungmennaliði FH í 4. umferð Grill 66 deildar karla í handboltanum klukkan 20:30 í kvöld. Strákarnir unnu fyrstu tvo leiki tímabilsins en þurftu að sætta sig við tap gegn Þrótti í síðustu umferð og ljóst að okkar flotta lið ætlar sér aftur á sigurbrautina í kvöld
11.10.2019
KA vann afar góðan 3-0 sigur á Álftnesingum í KA-Heimilinu á miðvikudaginn. KA er því áfram með fullt hús stiga á toppi Mizunodeildar kvenna í blakinu og ljóst að okkar öfluga lið er staðráðið í því að verja Deildarmeistaratitilinn sem liðið vann ásamt öllum öðrum titlum síðasta tímabils
10.10.2019
Á dögunum voru valdir lokahópar U15 og U17 ára landsliða karla í knattspyrnu og þar á KA tvo fulltrúa. Þetta eru þeir Hákon Orri Hauksson (U15) og Einar Ari Ármannsson (U17). Það eru spennandi verkefni framundan hjá landsliðunum og óskum við strákunum til hamingju með valið