11.10.2019
Ungmennalið KA tekur á móti Ungmennaliði FH í 4. umferð Grill 66 deildar karla í handboltanum klukkan 20:30 í kvöld. Strákarnir unnu fyrstu tvo leiki tímabilsins en þurftu að sætta sig við tap gegn Þrótti í síðustu umferð og ljóst að okkar flotta lið ætlar sér aftur á sigurbrautina í kvöld
11.10.2019
KA vann afar góðan 3-0 sigur á Álftnesingum í KA-Heimilinu á miðvikudaginn. KA er því áfram með fullt hús stiga á toppi Mizunodeildar kvenna í blakinu og ljóst að okkar öfluga lið er staðráðið í því að verja Deildarmeistaratitilinn sem liðið vann ásamt öllum öðrum titlum síðasta tímabils
10.10.2019
Á dögunum voru valdir lokahópar U15 og U17 ára landsliða karla í knattspyrnu og þar á KA tvo fulltrúa. Þetta eru þeir Hákon Orri Hauksson (U15) og Einar Ari Ármannsson (U17). Það eru spennandi verkefni framundan hjá landsliðunum og óskum við strákunum til hamingju með valið
10.10.2019
Karen María Sigurgeirsdóttir lék með U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem lék í undankeppni EM 2020. Undankeppnin fór fram hér á Íslandi en auk Íslands kepptust Spánn, Grikkland og Kasakstan um sæti í milliriðlum keppninnar
09.10.2019
Kvennalið KA í blaki tekur á móti Álftanesi í KA-Heimilinu í kvöld í fyrsta heimaleik vetrarins. Stelpurnar unnu fyrstu tvo leiki tímabilsins og eru því á toppi deildarinnar en þurfa að halda áfram í kvöld gegn öflugu liði gestanna. Leikurinn hefst klukkan 20:15
09.10.2019
Íslenska karlalandsliðið í blaki lék í Evrópukeppni Smáþjóða sem var haldin í Færeyjum og átti KA alls fjóra fulltrúa í hópnum. Þeir Birkir Freyr Elvarsson og Gunnar Pálmi Hannesson léku með liðinu og þeir Filip Pawel Szewczyk og Miguel Mateo Castrillo stýrðu liðinu
07.10.2019
Strákarnir í 4. flokki gerðu sér lítið fyrir og urðu B-Íslandsmeistarar í knattspyrnu á dögunum. Úrslitariðillinn var leikinn á KA-velli og mættu strákarnir liði Breiðabliks, Þrótti Reykjavík og HK í baráttunni um titilinn
07.10.2019
Errea og Knattspyrnu- og blakdeild KA kynntu í gær nýja keppnistreyju KA sem og æfinga- og frístundafatnað. Dagurinn var einkar vel heppnaður og komu fjölmargir iðkendur KA með foreldrum sínum til að skoða sem og panta fatnað sem er á sérstöku forpöntunartilboði fram á miðvikudag
07.10.2019
Það var nóg um að vera hjá yngri flokkunum í handboltanum um helgina en 3. og 4. flokkur kvenna fór suður auk þess sem að stórt 6. flokksmót hjá bæði strákum og stelpum fór fram hér fyrir norðan
07.10.2019
KA sótti HK heim í 5. umferð Olís deildar karla í gær og má með sanni segja að mikið hafi verið undir í leiknum. Fyrir leikinn var KA með 2 stig en nýliðarnir í HK voru án stiga og freistuðu þess að jafna okkar lið að stigum á sama tíma og strákarnir okkar ætluðu sér að stinga heimamenn af