Fréttir

Gríðarlega mikilvægur útisigur á Fram

KA sótti Fram heim í 8. umferð Olís deildar karla í gær en leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Fyrir leikinn voru Framarar stigi fyrir ofan KA liðið en bæði lið ætla sér í úrslitakeppnina í vor og því mikilvæg stig í húfi, auk þess sem að sigur í innbyrðisleikjunum getur vegið eins og aukastig þegar upp verður talið í vor

Tarik Kasumovic yfirgefur KA

Handknattleiksdeild KA hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Tarik Kasumovic. Ákvörðunin er tekin af fjárhagslegum forsendum en Tarik sem gekk til liðs við KA fyrir síðasta tímabil hefur verið lykilmaður í liði KA

Hákon og Einar í verkefnum með U15 og U17

Hákon Orri Hauksson og Einar Ari Ármannsson tóku á dögunum þátt í landsliðsverkefnum en Hákon Orri var valinn í U15 en Einar Ari í U17. U15 ára landsliðið tók þátt í UEFA Development móti í Póllandi þar sem strákarnir mættu Póllandi, Rússlandi og Bandaríkjunum

Brynjar Ingi valinn í U21 landsliðið

Brynjar Ingi Bjarnason varnarmaður KA hefur verið valinn í U21 árs landslið Íslands sem undirbýr sig fyrir leiki gegn Ítalíu og Englandi á næstu dögum. Brynjar sem verður tvítugur í desember lék 14 leiki með KA liðinu í deild og bikar í sumar og á þetta tækifæri svo sannarlega skilið

Útileikir í Olís deildunum en heimaleikur í Grillinu

Meistaraflokksliðin okkar í handboltanum leika öll um helgina en KA og KA/Þór fara suður og fá bæði sjónvarpsleik á Stöð 2 Sport. Ungmennalið KA tekur hinsvegar á móti Gróttu í KA-Heimilinu á sunnudaginn og því nóg um að vera í handboltanum

Blakveisla um helgina í KA-Heimilinu

Það verður nóg um að vera í blakinu í KA-Heimilinu um helgina þegar alls þrír heimaleikir í meistaraflokki fara fram. Helgin hefst kl. 15:00 á laugardeginum þegar kvennalið KA tekur á móti Þrótti Reykjavík í Mizunodeild kvenna. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og ætla sér klárlega að halda því áfram

Vel heppnað Íslandsmót í 3. og 5. flokki á Akureyri

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót í 3. og 5. flokki í blaki sem og skemmtimót fyrir 6. flokk. KA hélt utan um mótin sem fóru fram bæði í KA-Heimilinu og Naustaskóla. Keppendur voru um 170 hressir krakkar frá Kópavogi, Siglufirði, Húsavík, Neskaupstað, Seyðisfirði, Vopnafirði og Ísafirði

Stórafmæli í nóvember

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í nóvember innilega til hamingju.

Myndaveislur frá endurkomu KA gegn Stjörnunni

KA tók á móti Stjörnunni í 7. umferð Olís deildar karla í KA-Heimilinu í gær í gríðarlega mikilvægum leik. Bæði lið ætla sér í úrslitakeppnina í vor og munaði einungis einu stigi á liðunum fyrir leikinn og því ljóst að stigin tvö yrðu ansi dýrmæt

Myndaveisla frá sigri KA á Þór í 3. flokki

Það var alvöru bæjarslagur í KA-Heimilinu þegar KA tók á móti Þór í bikarkeppni 3. flokks karla í handbolta. Eins og svo oft áður þegar þessi lið mætast myndaðist skemmtileg stemning í húsinu og var þó nokkur fjöldi í stúkunni