04.11.2019
KA tók á móti Þór í hörkubikarslag í 4. flokki karla í KA-Heimilinu í dag. Eins og svo oft áður þegar þessi lið mætast varð háspennuleikur og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á svæðinu og er hægt að skoða myndir hans frá leiknum með því að smella á myndina hér fyrir neðan
03.11.2019
KA/Þór sótti Aftureldingu heim í 7. umferð Olís deildar kvenna í dag og má svo sannarlega segja að mikið hafi verið undir hjá báðum liðum. Fyrir leikinn var KA/Þór í 4. sæti deildarinnar en gríðarleg barátta er framundan um sæti í úrslitakeppninni í vor og þurfti liðið því á stigunum tveim að halda. Heimastúlkur voru hinsvegar stigalausar á botninu og ætluðu sér stigin til að koma sér inn í baráttuna
03.11.2019
Ungmennalið KA tók í dag á móti Gróttu í hörkuleik í Grill 66 deild karla. Strákarnir höfðu fyrir leikinn unnið alla þrjá heimaleiki sína í vetur og var stefnan klárlega sett á tvö stig gegn öflugu liði Seltirninga. Grótta er með töluvert breytt lið frá því í fyrra þegar liðið féll úr deild þeirra bestu og er liðið að koma sér betur og betur í gang
03.11.2019
Bæði karla- og kvennalið KA í blaki áttu heimaleik um helgina og unnust báðir leikirnir. Stelpurnar tóku á móti Þrótti Reykjavík á laugardeginum en strákarnir tóku á móti nýliðunum í Vestra á sunnudeginum. Það má með sanni segja að bæði lið hafi þurft að hafa töluvert fyrir hlutunum
03.11.2019
KA sótti Fram heim í 8. umferð Olís deildar karla í gær en leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Fyrir leikinn voru Framarar stigi fyrir ofan KA liðið en bæði lið ætla sér í úrslitakeppnina í vor og því mikilvæg stig í húfi, auk þess sem að sigur í innbyrðisleikjunum getur vegið eins og aukastig þegar upp verður talið í vor
02.11.2019
Handknattleiksdeild KA hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Tarik Kasumovic. Ákvörðunin er tekin af fjárhagslegum forsendum en Tarik sem gekk til liðs við KA fyrir síðasta tímabil hefur verið lykilmaður í liði KA
01.11.2019
Hákon Orri Hauksson og Einar Ari Ármannsson tóku á dögunum þátt í landsliðsverkefnum en Hákon Orri var valinn í U15 en Einar Ari í U17. U15 ára landsliðið tók þátt í UEFA Development móti í Póllandi þar sem strákarnir mættu Póllandi, Rússlandi og Bandaríkjunum
01.11.2019
Brynjar Ingi Bjarnason varnarmaður KA hefur verið valinn í U21 árs landslið Íslands sem undirbýr sig fyrir leiki gegn Ítalíu og Englandi á næstu dögum. Brynjar sem verður tvítugur í desember lék 14 leiki með KA liðinu í deild og bikar í sumar og á þetta tækifæri svo sannarlega skilið
01.11.2019
Meistaraflokksliðin okkar í handboltanum leika öll um helgina en KA og KA/Þór fara suður og fá bæði sjónvarpsleik á Stöð 2 Sport. Ungmennalið KA tekur hinsvegar á móti Gróttu í KA-Heimilinu á sunnudaginn og því nóg um að vera í handboltanum
01.11.2019
Það verður nóg um að vera í blakinu í KA-Heimilinu um helgina þegar alls þrír heimaleikir í meistaraflokki fara fram. Helgin hefst kl. 15:00 á laugardeginum þegar kvennalið KA tekur á móti Þrótti Reykjavík í Mizunodeild kvenna. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og ætla sér klárlega að halda því áfram