Fréttir

KA áfram ósigrað eftir uppgjör toppliðanna

Það var heldur betur stórleikur í Mizunodeild kvenna í dag þegar KA sótti Aftureldingu heim. Bæði lið höfðu unnið alla sína leiki í vetur og ljóst að liðin myndu berjast grimmt um stigin þrjú sem í boði voru. Karlalið KA sótti svo Álftnesinga heim þar sem liðin í 3. og 5. sæti deildarinnar mættust

Jólamót og viðurkenningar

Jólamót júdódeildar fór fram í dag að viðstöddu fjölmenni. Fullt af flottum glímum og krakkarnir stóðu sig öll með sóma. Áður en verðlaunaafhendingin fór fram var kynnt kjör á júdómanni og júdókonu ársins og veitt viðurkenning fyrir mestu framfarirnar. Viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar á árinu hlaut Hannes Sigmundsson. Júdókona ársins er Berenika Bernat. Júdómaður ársins er Alexander Heiðarsson. Berenika og Alexander verða í kjörinu til íþróttamanns og íþróttakonu Akureyrar 2019.

Stórsigur í fyrsta leik Kjarnafæðismótsins

KA hóf leik í Kjarnafæðismótinu í dag er liðið mætti Völsung í Boganum. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Bjarni Aðalsteinsson sem kom KA liðinu á bragðið í upphafi síðari hálfleiks með tveimur glæsimörkum úr aukaspyrnum með aðeins mínútu millibili

Mikilvægir útileikir í blakinu í dag

Það er ansi stór dagur í blakinu í dag þegar bæði karla- og kvennalið KA leika á útivelli. Konurnar ríða á vaðið í einum stærsta leik tímabilsins þegar KA sækir Aftureldingu heim klukkan 14:00. Bæði lið hafa unnið alla leiki sína í vetur og ljóst að það verður hart barist um stigin í þeim leik. Liðin mætast svo aftur á morgun

KA hefur leik í Kjarnafæðismótinu í dag

KA hefur leik á Kjarnafæðismótinu í dag þegar liðið mætir Völsung í Boganum klukkan 15:15. Það verður spennandi að sjá stöðuna á liðinu svona snemma á undirbúningstímabilinu og hvetjum við alla sem geta til að mæta á leikinn

Gabriela Guillén til liðs við Þór/KA

Stjórn Þórs/KA hefur samið Gabrielu Guillén Alvarez, eða Gaby Guillén eins og hún er kölluð. Hún mun koma til liðsins um miðjan febrúar

Vinningshafar í happdrætti handknattleiksdeildar

Dregið var í happdrætti handknattleiksdeildar KA og KA/Þór á Sýslumanni á Akureyri í dag. Hér má sjá vinningsnúmerin. Vinninganna má vitja í KA-heimilinu á morgun, föstudag eftir kl. 13:00 og svo aftur á mánudaginn og alla næstu viku

Arnór Ísak í U18 sem fer á Sparkassen Cup

Arnór Ísak Haddsson leikmaður KA hefur verið valinn í lokahóp U18 ára landsliðs Íslands í handbolta sem fer á Sparkassen Cup í Þýskalandi milli jóla og nýárs. Þjálfarar liðsins eru þeir Heimir Ríkarðsson og Guðmundur Helgi Pálsson

Knattspyrnuskóli KA verður 17.-19. des

KA verður með knattspyrnuskóla dagana 17.-19. desember næstkomandi fyrir krakka sem ætla sér alla leið í fótboltanum. Skólinn verður í Boganum, er haldinn af meistaraflokki KA og er fyrir stráka og stelpur fædd 2006-2013. Mikil ánægja var með skólann í fyrra en um 100 krakkar tóku þá þátt og byggjum við ofan á þann góða grunn

Allar æfingar falla niður í dag

Allar æfingar hjá KA falla niður í dag hjá öllum deildum félagsins. Þetta er gert bæði vegna veðurs sem og vegna rafmagnsleysis. Öll íþróttamannvirki Akureyrarbæjar eru því lokuð og lítið annað í stöðunni en að vonast til að ástandið batni sem allra fyrst.