09.11.2019
Það er heldur betur krefjandi verkefni framundan hjá KA/Þór í dag þegar liðið sækir Fram heim klukkan 14:00. Framarar hafa gríðarlega sterku liði á að skipa en stelpurnar okkar hafa unnið síðustu þrjá leiki sína og mæta því fullar sjálfstrausts í leikinn
08.11.2019
Knattspyrnudeild KA framlengdi í dag samninga sína við þá Áka Sölvason og Tómas Veigar Eiríksson. Báðir eru þeir uppaldir hjá félaginu og eru þetta afar jákvæðar fréttir en strákarnir eru flottir karakterar og miklir félagsmenn
07.11.2019
Karen María Sigurgeirsdóttir leikmaður Þórs/KA gerði sér lítið fyrir og skoraði glæsilegt mark fyrir U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu sem lagði Svía tvívegis að velli í æfingaleikjum í vikunni. Báðir leikirnir fóru fram í Fífunni í Kópavogi
07.11.2019
Rodrigo Gomes Mateo hefur skrifað undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA. Rodrigo er þrítugur Spánverji sem kemur til KA frá Grindavík þar sem hann hefur leikið frá árinu 2015. Hann hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá Grindvíkingum og lék alls 92 leiki fyrir félagið
07.11.2019
Skýrsla starfshóps um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar næstu 15 árin hefur verið gefin út. Starfshópurinn sem skipaður var af frístundaráði í byrjun mars 2019 fékk það verkefni að greina gróflega stofn og rekstrarkostnað við helstu mannvirki sem um er að ræða. Setja upp nokkrar sviðsmyndir um hvernig röð uppbyggingar og samspil verkefna gæti orðið auk þess að meta mögulegan framkvæmdahraða á sviðsmyndum út frá fjárhagslegu svigrúmi bæjarins og fjárþröf verkefna.
Skýrslan verður kynnt aðildarfélögum ÍBA þann 11.nóvember n.k. Aðalstjórn KA hvetur félagsmenn sína til að kynna sér innihald skýrslunnar
07.11.2019
Það var heldur betur stórleikur í KA-Heimilinu í gærkvöldi er KA tók á móti HK í Mizunodeild kvenna í blaki. Liðin börðust um alla titlana á síðustu leiktíð og kom því ekkert á óvart að leikur liðanna í gær hafi verið gríðarlega spennandi og dramatískur
06.11.2019
KA/Þór hóf leik í Coca-Cola bikarnum í kvöld er liðið sótti Selfyssinga heim í 16-liða úrslitum keppninnar. KA/Þór hefur farið vel af stað í Olís deildinni í vetur en heimakonur eru í toppbaráttunni í Grill 66 deildinni. Það var því frekar snúið að ráða í leikinn áður en leikar hófust
06.11.2019
KA/Þór hefur leik í Coca-Cola bikarnum í dag þegar liðið sækir Selfoss heim klukkan 19:30. Leikurinn er liður í 16-liða úrslitum keppninnar og er klárt mál að stelpurnar ætla sér áfram í næstu umferð. Við hvetjum ykkur eindregið til að fylgjast með leiknum á Selfoss-TV ef þið komist ekki á leikinn
05.11.2019
Þeir gerast ekki mikið stærri leikirnir í blakinu en leikur KA og HK í Mizunodeild kvenna í KA-Heimilinu á morgun, miðvikudag, klukkan 20:15. Liðin börðust um alla titlana í fyrra og léku meðal annars hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn
04.11.2019
KA tók á móti Þór í hörkubikarslag í 4. flokki karla í KA-Heimilinu í dag. Eins og svo oft áður þegar þessi lið mætast varð háspennuleikur og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á svæðinu og er hægt að skoða myndir hans frá leiknum með því að smella á myndina hér fyrir neðan