Fréttir

Sannfærandi útisigur á Fjölni

KA sótti Fjölnismenn heim í 3. umferð Olís deildar karla í gær en fyrir leikinn var KA liðið án stiga en heimamenn höfðu unnið góðan sigur í nýliðaslag gegn HK. Þrátt fyrir stigaleysið hafði KA liðið verið að spila vel og ljóst að ef strákarnir myndu halda áfram sinni spilamennsku myndu fyrstu stigin koma í hús

Breytingar á æfingatöflu blakdeildar

Smá breytingar hafa orðið á æfingatöflu blakdeildar KA og bendum við því öllum á að fara vel yfir töfluna hér fyrir ofan. Vetrarstarfið er komið á fullt í blakinu og viljum við bjóða alla áhugasama velkomna að koma og prófa en frítt er að æfa í september

Stjarnan lagði KA/Þór í Garðabænum

Kvennalið KA/Þórs lék sinn annan leik í vetur í gær er liðið sótti Stjörnuna heim í Garðabæinn. Stelpurnar höfðu tapað fyrsta leik sínum gegn sterku liði Fram á sama tíma og Stjörnukonur unnu góðan útisigur á Haukum og voru því með 2 stig fyrir leikinn

Tveir sigrar og tvö töp fyrir austan

Karla- og kvennalið KA í blaki hófu leik í Mizunodeildunum um helgina er liðin sóttu Þrótt Neskaupstað heim. Fyrirfram var vitað að krefjandi leikir væru framundan en Miguel Mateo Castrillo og Paula del Olmo voru fjarverandi og erfitt að fylla þeirra skarð

Sætur sigur á Víkingi í markaleik

KA sigraði bikarmeistara Víkings í dag í Fossvoginum í 21.umferð Pepsi Max deildarinnar. KA leiddi 0-1 í hálfleik en síðari hálfleikur var mikil skemmtun og lauk leiknum með 2-3 sigri KA.

KA U vann sannfærandi sigur í fyrsta leik

Ungmennalið KA hóf leik í Grill 66 deildinni í kvöld er liðið tók á móti Víking. Gestirnir voru hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Olís deildinni í fyrra á sama tíma og KA U vann sigur í 2. deildinni og mátti því búast við erfiðum leik

Fyrsti leikur KA U í kvöld kl. 20:30

Ungmennalið KA hefur leik í Grill66 deildinni í kvöld er strákarnir taka á móti Víking kl. 20:30. KA U gerði sér lítið fyrir og vann sigur í 2. deildinni í fyrra og leikur því í næstefstu deild í vetur

Myndaveislur frá fyrstu heimaleikjum vetrarins

Handboltinn er farinn að rúlla og léku karlalið KA og kvennalið KA/Þórs sína fyrstu heimaleiki um helgina. Þrátt fyrir magnaða stemningu í KA-Heimilinu þurftu bæði lið að sætta sig við tap en stelpurnar tóku á móti stórliði Fram og strákarnir á móti Deildarmeisturum Hauka

Myndaveislur frá leik KA og HK

KA tók á móti HK á Greifavellinum á sunnudaginn en leikurinn var næstsíðasti heimaleikur sumarsins hjá liðinu í Pepsi Max deildinni. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir snemma leiks en gestirnir jöfnuðu metin seint í uppbótartíma og lokatölur því 1-1

Landsbankinn og Handknattleiksdeild KA með nýjan samning

Landsbankinn og Handknattleiksdeild KA gerðu á dögunum nýjan styrktarsamning. Það er ljóst að þessi samningur mun skipta gríðarlega miklu máli í handboltastarfinu en samningurinn nær bæði til karlaliðs KA sem og kvennaliðs KA/Þórs