Fréttir

Jafntefli gegn Val

KA og Valur gerðu í dag 1-1 jafntefli 19. umferð Pepsi-deildarinnar á Akureyrarvelli. Elfar Árni kom KA yfir í upphafi síðari hálfleiks en Guðjón Pétur jafnaði fyrir Val um miðbik seinni hálfleiks úr vítaspyrnu.

KA tekur á móti Val í Pepsi-deildinni

Heimir Örn og Hreinn Þór spila með KA í vetur

Heimir Örn Árnason og Hreinn Þór Hauksson hafi báðir komist að samkomulagi við KA að spila með liðinu í vetur í Grill66 deild karla. Þetta eru risatíðindi enda báðir gríðarlega góðir leikmenn, sem munu koma til með að styrkja liðið töluvert. Á morgun spilar KA sinn fyrsta heimaleik í tæplega 12 ár í handbolta. Liðið tekur á móti ÍBV U í Grill66 deild karla og hefst leikurinn kl. 20:15.

Æfingagjöld

Æfingatafla vetrarins er tilbúin

Æfingatafla vetrarins 2017-2018 er nú tilbúin og tekur gildi frá og með fimmtudeginum 14. september

Skráning iðkenda

Nú hefur verið opnað fyrir alla hópa í Nóri greiðslukerfinu.Mikilvægt er að allir skrái sem fyrst í kerfið svo hægt sé að nýta mætinga- og póstlista.Muna að skrá netföng þar sem um það er beðið svo að kerfið nýtist sem best.

Karen María til Aserbaijan með U17

Karen María Sigurgeirsdóttir hefur verið valinn í lokahóp U17 sem tekur þátt í undankeppni EM í Aserbaijan.

Tap gegn ÍA

KA beið í gær í lægri hlut gegn Skagamönnum í 18. umferð Pepsi deildar karla.

Kynningarkvöld handknattleiksdeildar er á miðvikudaginn | Ársmiðasala og fyrsti heimaleikur

Þá er aðeins tæp vika í það að handboltinn fari af rúlla af stað hjá okkur. Handknattleikdeild KA hefur því boðað til kynningarkvölds á liðum KA og KA/Þór á miðvikudaginn í KA-heimilinu. Fjörið hefst kl. 20.00 og verður boðið upp á léttar veitingar.

Elfar Halldórsson spilar með KA í vetur

Elfar Halldórsson mun leika með KA í vetur en Elfar er einn af þeim örfáu leikmönnum sem spila með liðinu í dag sem léku einnig með meistaraflokki KA áður en liðið var sameinað í Akureyri árið 2006.