26.05.2017
Á morgun, laugardag, tekur KA á móti Víking Reykjavík í 5. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyrarvelli. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og hvetjum við alla til að mæta og styðja okkar lið til sigurs
25.05.2017
Kvennalið Þórs/KA tók í dag á móti liði ÍBV í 6. umferð Pepsi deildarinnar. Eins og við mátti búast var leikurinn fjörugur og spennandi en Þór/KA landaði á endanum sigrinum og er áfram á toppnum með fullt hús stiga
24.05.2017
Við erum að hefja forpöntun á KA-bakpokum sem er snilld að eiga.
24.05.2017
Kvennalið Þórs/KA fær ÍBV í heimsókn á fimmtudaginn, uppstigningardag, klukkan 14:00. Stelpurnar hafa farið frábærlega af stað og eru með fullt hús stiga eftir 5 umferðir. Á sama tíma er lið ÍBV í 4. sæti deildarinnar með 10 stig og má búast við hörkuleik
24.05.2017
KA dagurinn verður haldinn á morgun, uppstigningardag. Mikið fjör og mikið gaman
23.05.2017
Lokahóf yngri flokka í handbolta var haldið í KA-Heimilinu þann 18. maí síðastliðinn. Eins og alltaf var mikið líf og fjör á svæðinu enda margir skemmtilegir leikir í gangi, pizzuveisla sem verðlaunaafhendingu fyrir þá sem þóttu skara framúr í vetur
23.05.2017
Við minnum á að skráning í sumaræfingarnar hjá okkur í handboltanum er í fullu gangi og hefur gengið mjög vel. En í sumar ætlar KA að bjóða upp á æfingar í handbolta en um er að ræða 5 vikna tímabil frá 29. maí til 30. júní. Þetta er í boði fyrir krakka fædda frá 1998-2005
22.05.2017
Þeir Sigurður Sveinn Jónsson, Kristján Garðarson, Elvar Reykjalín Helgason og Óli Birgir Birgisson skrifuðu í dag undir samning við KA um að leika með liðinu á næstu leiktíð.
21.05.2017
KA beið í kvöld lægri hlut fyrir Stjörnunni í Garðabæ en sigurmark Stjörnunnar kom á lokasekúndum leiksins.
19.05.2017
Andri Snær Stefánsson, fyrirliði Akureyri Handboltafélags, hefur ákveðið að snúa aftur heim og taka slaginn með KA í 1. deildinni næsta vetur.